Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumann í nágrenni Hörðuvallaskóla í Kópavogi, sem lenti …
Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumann í nágrenni Hörðuvallaskóla í Kópavogi, sem lenti í vandræðum í vatnselgnum. mbl.is/Eggert

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Öll útköllin nema eitt tengjast vatnsleka. Flætt hefur inn í kjallara um allan bæ, til að mynda í Skógarhlíð þar sem dæla þurfti vatni úr hálffullum bílakjallara í hádeginu. 

Þá þurfti að loka nokkrum götum höfuðborgarsvæðisins í dag vegna stórra polla sem gerðu göturnar ófærar.

Þegar mest lét voru átta dælubílar að störfum í einu, en að sögn vakthafandi slökkviliðsmanns  hafði slökkviliðið þegar í hádeginu sinnt þrjátíu útköllum. Síðan hefur heldur dregið úr álaginu.

Vatnselgur í Reykjanesbæ.
Vatnselgur í Reykjanesbæ. Víkurfréttir/Hilmar Bragi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert