Stórhöfði breyttist í stöðuvatn

Eins og sjá má er allt á floti.
Eins og sjá má er allt á floti. Ljósmynd/Twitter

Vegurinn í hluta af iðnaðarhverfinu í Stórhöfða í Reykjavík virðist hafa breyst í vatnsmikla á eða stöðuvatn í óveðrinu sem gengur nú yfir suðvesturhluta landsins. Hreiðar Ingi Eðvarðsson birti myndskeið á Twitter þar sem sjá má bíla keyra í gegnum „ána.“

Hreiðar segir í samtali við mbl.is að allt sé bókstaflega á floti. „Ég held að niðurföllin séu stífluð.“

Ekki hafa allir komist vandræðalaust í gegnum vatnselginn en Hreiðar segir í það minnsta tvo bíla hafa fest sig. „Það eru tveir vörubílar fastir hérna núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert