Vatnsleki í grunnskóla Sandgerðis

Verkstæðisgólfið hjá SPK var á floti eftir að leysingavatn flæddi …
Verkstæðisgólfið hjá SPK var á floti eftir að leysingavatn flæddi niður eftir Grófinni og inn í húsið. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Nokkuð annríki hefur verið hjá Brunavörnum Suðurnesja í morgun vegna veðurs en búið var að tilkynna um tvo vatnsleka eftir að veðrið gekk niður. „Það geta svo sem vel átt eftir að bætast við fleiri tilkynningar þegar líður á daginn,“ segir  Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri í samtali við mbl.is.

Þannig fór vatn inn í húsnæði SBK í Grófinni í Keflavík, en leysingavatn flæddi niður eftir Grófinni og inn á bílastæðið við húsnæði SBK  og inn í húsið. Vatn sprautaðist síðan upp um brunn á götu og frá vatnsflóðinu.

Einnig barst tilkynning um vatn í kjallara grunnskólans í Sandgerði og voru slökkviliðsmenn á leið þangað er mbl.is hafði samband.

„Mér skilst að hafi verið um 10 sm djúpt vatnslag í gamla hluta grunnskólans,“ segir Sigurður.

Vatn sprautaðist upp um brunn á götu og frá vatnsflóði …
Vatn sprautaðist upp um brunn á götu og frá vatnsflóði í Grófinni í Keflavík þar sem slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til. Víkurfréttir/Hilmar Bragi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert