Bjarni: Ekki annað hægt en að „segja bravó“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi. Hún benti á í upphafi ræðu sinnar, að það væri öllum ljóst að þeir sem unnu að stöðugleikaskilyrðunum í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar höfðu aðgang að trúnaðarupplýsingum sem varða hag íslenska ríkisins.

„Erum við virkilega svo fámenn?“

Hún benti á að fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna, Benedikt Gíslason, hefði komið að mikilvægri vinnu á sínum tíma fyrir hönd ríkisins.

„Það er því hneyksli herra forseti, að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem að stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að,“ sagði Oddný og bætti við að Benedikt hefði hafið störf fyrir bankann aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður Bjarna.

„Herra forseti, við erum fámenn hér á landi en erum við virkilega svo fámenn að þessi staða hafi verið óumflýjanleg,“ spurði hún ennfremur. 

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Oddný spurði fjármálaráðherra, hvort honum þætti eðlilegt að fyrrverandi aðstoðarmaður hans geti eina stundina unnið með viðkvæmar trúnaðarupplýsingar fyrir hið opinbera en stuttu seinna farið að vinna fyrir aðila sem hafa augljóslega mikla hagsmuni af því að sýsla með sömu upplýsingar.

Oddný spurði hvort Bjarni hefði ekki gert neina kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við, og hvað ráðherra hefði gert til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra. 

Segir þingmann dylgja um að verið sé að fara illa með trúnaðarupplýsingar

Bjarni sagði að hann og Oddný hefðu rætt þetta sama mál áður í þingsal. Bjarni sagðist hafa farið yfir það sem máli skipti á sínum tíma.

„Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hefur verið treyst fyrir. Og ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er,“ sagði Bjarni.

Hann sagði jafnframt, að þau verkefni sem aðstoðarmaðurinn sinnti væru opinberar upplýsingar í dag. 

Sporin hræða þegar kemur að fjármálakerfinu

„Sú sem hér stendur er ekki að dylgja um nokkurn skapaðan hlut, ég var að spyrja hæstvirtan ráðherra spurninga sem hann svaraði ekki,“ sagði Oddný og bætti við að svona atriði sem og afstaða ráðherra skipti máli.

„Sú ákvörðun að fara aðra leið með Arion banka en Íslandsbanka var tekið að kröfu sjálfstæðismanna að sögn fyrrum starfsmanna hæstvirts ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sporin hræða þegar það kemur að fjármálakerfinu og aðkomu sjálfstæðismanna,“ sagði Oddný og bætti við að allt ferlið yrði að vera gegnsætt og opið.

„Söluferlið á Arion banka er óljóst. Samningar við ríkið hafa ekki allir verið gerðir opinberir og við vitum ekki hverjir eiga vogunarsjóðina. Er ekki kominn tími til að hættum þessu pukri og fúski, og viðurkenna að það vinnur gegn hagsmunum almennings. Getur hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra ekki að minnsta kosti verið sammála mér um það?“

Ekkert pukur og ekkert fúsk

„Þetta eru algjörlega innihaldslaus orð sem falla hér úr ræðustól. Pukur og fúsk. Það er ekkert pukur og það er ekkert fúsk. Háttvirtur þingmaður sat í ríkisstjórninni sem gerði kaupréttinn við Kaupþing á sínum tíma. Hún kannast bara ekki við það,“ sagði Bjarni.

„Þegar menn skoða stöðugleikaskilyrðin, stöðugleikasamningana, þá er ekki annað hægt að gera en að segja bravó. Þetta gekk hundrað prósent upp. Þrýstingur á krónuna var enginn. Verkefnið var til þess ætlað að draga úr gjaldeyrisójöfnuði sem var hætta á að myndaðist við uppgjör gömlu slitabúanna. Það tókst hundrað prósent. Hundrað prósent! Og stöðugleikaframlögin sem hafa verið metin á sínum tíma upp á rétt um 380 milljarða, þau eru í dag metin á um 74 milljarða umfram það sem þá var. 74 milljarða!. Ef að útboðið sem nú er framundan gengur vel, þá reynir á afkomuskiptasamning við ríkið. Þannig að ríkið gæti átt upp í erminni aðra 20 milljarða í greiðslu frá þessum aðilum,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Innlent »

Upptökur á annarri plötu Kaleo

Í gær, 20:38 Strákarnir í Kaleo vinna nú að plötunni sem kemur í kjölfarið á hinni geysivinsælu A/B sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. Sveitin hefur að undanförnu verið í upptökum og hér má sjá myndir af ferlinu í sögufrægum hljóðverum sem Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari sveitarinnar tók. Meira »

Heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur

Í gær, 19:55 „Ég er auðvitað mjög ósátt við þetta en er ekki tilbúin að gefast upp í málinu. Þetta er eins og í stríðinu, þessi orrusta tapaðist en stríðinu er ekki lokið.“ Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir í samtali við mbl.is. Meira »

Fyrst til að meta nær allt kerfið

Í gær, 19:48 Steinþór Jónsson, formaður FÍB, segir að með tilkomu opins gagnagrunns um öryggi þjóðvegakerfisins ætti ekki lengur að vera ágreiningur hérlendis um hvaða vegaframkvæmdir eigi að ráðast í, þar sem hægt sé að fletta því upp í gagnagrunninum. Tæknin nýtist einnig við að meta umferðaröryggi í borgum. Meira »

1.500 greinst með forstig mergæxlis

Í gær, 19:47 Um 1.500 manns hafa greinst með prótein sem skilgreinir forstig mergæxlis og mergæxli í rannsókninni Blóðskimum til bjargar.  Meira »

Efla fræðslu um Addison

Í gær, 19:30 Stofnfundur Addison-samtakanna á Íslandi var haldinn fyrir skömmu. Tilgangur þeirra er að halda utan um þá sem greinast með Addison-sjúkdóminn og aðra sem þurfa að taka inn lyfið hýdrókortisón vegna streitu, auk aðstandenda þeirra. Meira »

600 milljóna kröfur í þrotabú

Í gær, 19:30 Kröfur í þrotabú verktakafyrirtækisins SS Hús nema 600 milljónum króna. Sigurður Kristinsson, einn af eigendum félagsins, er eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Dagmóðir dæmd fyrir líkamsárás

Í gær, 18:53 Dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu var í dag dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gegn tæplega tveggja ára stúlkubarni sem var í hennar umsjá haustið 2016. Meira »

Ákvað ungur að sinna öryggismálum

Í gær, 18:57 Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir að björgunar- og almannavarnastörf séu honum í blóð borin og lítið annað komið til greina eftir að hann 6 ára gamall upplifði eldgosið á Heimaey og uppbygginguna í kjölfarið. Meira »

Gefur fjármálastefnunni falleinkunn

Í gær, 18:28 „Það er alveg ljóst að fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um hana.“ Svona hófst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd um fjármálastefnu 2018 til 2022 sem er til umræðu á Alþingi í dag. Meira »

Hinrik vann silfurverðlaun

Í gær, 18:17 Hinrik Lárusson sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu vann silfurverðlaun í Nordic Junior Chefs-keppninni sem fór fram í Herning í Danmörku í dag. Svíþjóð lenti í fyrsta sæti í sömu keppni og Finnland í því þriðja. Meira »

Bað fórnarlömbin afsökunar

Í gær, 18:07 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bað fyrir hönd flokksins fórnarlömb afsökunar og aðstandendur þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurbogar sem leiddu til þess að tilkynning um kynferðisbrot barst ekki til stjórnenda. Meira »

Afföll 19,5% hjá Arnarlaxi í Hringsdal

Í gær, 17:45 „Þetta er náttúrulega skaði fyrir fyrirtækið og það eru sögulega há verð í gangi svo við hefðum gjarnan viljað að fiskurinn væri seldur. En svona er bara eldi á dýrum, það eru afföll og við gerum ráð fyrir afföllum í okkar rekstri,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, í samtali við mbl.is. Meira »

Flestir fundið bein en ekki mannsbein

Í gær, 17:25 „Ég er búinn að vera til sjós í rúm þrjátíu ár og hef ekki upplifað neitt svona áður,“ segir Aðalsteinn R. Friðþjófsson skipstjóri á Fjölni GK, sem fékk líkamsleifar í veiðarfæri sín í síðasta mánuði. Meira »

Þórdís Lóa leiðir Viðreisn í Reykjavík

Í gær, 17:08 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður oddviti Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.  Meira »

Rekstur HSA enn í járnum

Í gær, 15:55 Rekstur Heilbrigðisstofnunnar Austurlands er enn í járnum, en Ríkisendurskoðun ítrekar þó ekki ábendingar sínar til velferðarráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Ekki sé hins vegar víst ljóst hvort aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili áframhaldandi árangri ef nauðsynlegum fjárfestingum er slegið á frest. Meira »

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna síbrota

Í gær, 17:17 Karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Veita aðgang að samræmdum prófum

Í gær, 16:23 Menntamálastofnun mun á næstu dögum veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, en um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Þetta kemur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem mbl.is greindi frá í gær. Meira »

„Var vinur minn réttdræpur?“

Í gær, 15:45 „Getur einhver tekið af okkur byrðarnar í smá stund og barist fyrir okkur um að fá Hauk heim, þó ekki væri nema í einn dag? Við þráum hvíld.“ Þetta skrifar Lárus Páll Birgisson, vinur Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði í Sýrlandi. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...