Bjarni: Ekki annað hægt en að „segja bravó“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi. Hún benti á í upphafi ræðu sinnar, að það væri öllum ljóst að þeir sem unnu að stöðugleikaskilyrðunum í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar höfðu aðgang að trúnaðarupplýsingum sem varða hag íslenska ríkisins.

„Erum við virkilega svo fámenn?“

Hún benti á að fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna, Benedikt Gíslason, hefði komið að mikilvægri vinnu á sínum tíma fyrir hönd ríkisins.

„Það er því hneyksli herra forseti, að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem að stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að,“ sagði Oddný og bætti við að Benedikt hefði hafið störf fyrir bankann aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður Bjarna.

„Herra forseti, við erum fámenn hér á landi en erum við virkilega svo fámenn að þessi staða hafi verið óumflýjanleg,“ spurði hún ennfremur. 

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Oddný spurði fjármálaráðherra, hvort honum þætti eðlilegt að fyrrverandi aðstoðarmaður hans geti eina stundina unnið með viðkvæmar trúnaðarupplýsingar fyrir hið opinbera en stuttu seinna farið að vinna fyrir aðila sem hafa augljóslega mikla hagsmuni af því að sýsla með sömu upplýsingar.

Oddný spurði hvort Bjarni hefði ekki gert neina kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við, og hvað ráðherra hefði gert til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra. 

Segir þingmann dylgja um að verið sé að fara illa með trúnaðarupplýsingar

Bjarni sagði að hann og Oddný hefðu rætt þetta sama mál áður í þingsal. Bjarni sagðist hafa farið yfir það sem máli skipti á sínum tíma.

„Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hefur verið treyst fyrir. Og ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er,“ sagði Bjarni.

Hann sagði jafnframt, að þau verkefni sem aðstoðarmaðurinn sinnti væru opinberar upplýsingar í dag. 

Sporin hræða þegar kemur að fjármálakerfinu

„Sú sem hér stendur er ekki að dylgja um nokkurn skapaðan hlut, ég var að spyrja hæstvirtan ráðherra spurninga sem hann svaraði ekki,“ sagði Oddný og bætti við að svona atriði sem og afstaða ráðherra skipti máli.

„Sú ákvörðun að fara aðra leið með Arion banka en Íslandsbanka var tekið að kröfu sjálfstæðismanna að sögn fyrrum starfsmanna hæstvirts ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sporin hræða þegar það kemur að fjármálakerfinu og aðkomu sjálfstæðismanna,“ sagði Oddný og bætti við að allt ferlið yrði að vera gegnsætt og opið.

„Söluferlið á Arion banka er óljóst. Samningar við ríkið hafa ekki allir verið gerðir opinberir og við vitum ekki hverjir eiga vogunarsjóðina. Er ekki kominn tími til að hættum þessu pukri og fúski, og viðurkenna að það vinnur gegn hagsmunum almennings. Getur hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra ekki að minnsta kosti verið sammála mér um það?“

Ekkert pukur og ekkert fúsk

„Þetta eru algjörlega innihaldslaus orð sem falla hér úr ræðustól. Pukur og fúsk. Það er ekkert pukur og það er ekkert fúsk. Háttvirtur þingmaður sat í ríkisstjórninni sem gerði kaupréttinn við Kaupþing á sínum tíma. Hún kannast bara ekki við það,“ sagði Bjarni.

„Þegar menn skoða stöðugleikaskilyrðin, stöðugleikasamningana, þá er ekki annað hægt að gera en að segja bravó. Þetta gekk hundrað prósent upp. Þrýstingur á krónuna var enginn. Verkefnið var til þess ætlað að draga úr gjaldeyrisójöfnuði sem var hætta á að myndaðist við uppgjör gömlu slitabúanna. Það tókst hundrað prósent. Hundrað prósent! Og stöðugleikaframlögin sem hafa verið metin á sínum tíma upp á rétt um 380 milljarða, þau eru í dag metin á um 74 milljarða umfram það sem þá var. 74 milljarða!. Ef að útboðið sem nú er framundan gengur vel, þá reynir á afkomuskiptasamning við ríkið. Þannig að ríkið gæti átt upp í erminni aðra 20 milljarða í greiðslu frá þessum aðilum,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Innlent »

Fall reyndist fararheill

20:55 Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis. Meira »

Allur strandveiðiafli fari á fiskmarkaði

20:34 Skylda ætti allan strandveiðiafla til sölu á íslenskum fiskmörkuðum. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Í stuttum pistli sem hann hefur sent 200 mílum bendir hann á að verð á íslenskum fiskmörkuðum myndi grunn að allri verðmyndun á flestum fisktegundum á Íslandi. Meira »

Vill afnema greiðslur fyrir fundarsetu

20:29 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja fram tillögu á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á morgun um afnám þóknunar borgarfulltrúa fyrir að sitja fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

20:05 „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Konan komin til byggða

19:57 Konan, sem leitaði aðstoðar björgunarsveita eftir að hafa lent í sjálfheldu á Ingólfsfjalli fyrr í kvöld, er komin til byggða heil á höldnu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Mið-Ísland skemmti landsliðinu

19:53 Fjórir úr uppistandshópnum Mið-Íslandi skemmti íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu á hóteli liðsins í strandbænum Kabardinka við Svartahaf í kvöld. Að því loknu héldu skemmtikraftarnir til móts við íslenska fjölmiðlahópinn sem er ytra og óhætt að segja að frammistaða þeirra féll í góðan jarðveg. Meira »

„Súrrealískt“ að sjá Alfreð skora

19:15 „Þetta var fáránleg tilfinning, mjög súrrealískt,“ segir Hildigunnur Finnbogadóttir, systir landsliðsframherjans Alfreð Finnbogasonar, um þá tilfinningu sem hún upplifði á Spartak-vellinum á laugardag er litli bróðir hennar lagði boltann snyrtilega í mark Argentínumanna. Meira »

Sækja örmagna konu í sjálfheldu

18:35 Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrabakka og Hveragerði voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli. Meira »

Matur og menning í Viðey

18:29 Það var margt um að vera í Viðey á laugardaginn þar sem landkynningaverkefnið #TeamIceland hélt glæsilegan viðburð sem varpa átti sérstöku ljósi á íslenska matarmenningu. Tæplega hundrað manna blanda af erlendum fjölmiðlum, ferðamönnum og Íslendingum sóttu viðburðinn sem var skemmtilegt tækifæri til að sýna gæði íslenskrar matargerðar og hráefnis. Meira »

Vilja bæta starfshætti Eystrasaltsráðsins

18:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sinna bara bráðamálum vegna lokana

17:55 „Ég vona alltaf að þetta sé síðasta sumarið sem ég þarf að loka. Við lokum minna í ár en í fyrra, en þetta eru enn þá umtalsverðar lokanir. Ég vona núna að þetta sé síðasta árið sem ég þarf að standa í þessu. Þetta er ekki gott,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Meira »

Framkvæmdum við Geirsgötu lýkur í haust

17:27 Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram og stefnt er á að framkvæmdum á gatnamótunum ljúki í haust. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð. Meira »

Vongóðir um litlar skemmdir

17:15 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 var staddur norður af Patreksfirði um klukkan fimm í nótt þegar svokölluð undirlyftustöng í aðalvél skipsins brotnaði. Skipið átti þá eftir rúman sólarhring á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Meira »

Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

16:59 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is. Meira »

Skjálftinn bætir upplifunina

16:34 Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. Sigþrúðru Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að því tilkynning um skjálftann hafi verið send út í samræmi við verklagsreglur. „Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“ Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

16:20 Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

16:09 30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins. Meira »

Íslendingar nokkuð bjartsýnir

15:51 Íslenska þjóðin er hóflega bjartsýn á gengi íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi samkvæmt könnun MMR. Rúmlega helmingur taldi íslenska liðið líklegt til að komast upp úr riðlakeppninni en þar af töldu tæplega tuttugu prósent aðspurðra að liðið kæmist í 8-liða úrslit eða lengra. Meira »

Mat á afkastagetu „ónákvæmt“

15:45 Í sjálfbærnismati fyrir Hellisheiðarvirkjun eru gerðir annmarkar við ákvörðunina að byggja virkjunina. Þá er tekið fram að afkastageta og umhverfisáhrif hafi verið vanmetin sem leitt hafi til aukinna fjárahagsskuldbindinga sem draga úr arðsemi virkjunarinnar. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Suzuki GS 1000L Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...