Bjarni: Ekki annað hægt en að „segja bravó“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi. Hún benti á í upphafi ræðu sinnar, að það væri öllum ljóst að þeir sem unnu að stöðugleikaskilyrðunum í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar höfðu aðgang að trúnaðarupplýsingum sem varða hag íslenska ríkisins.

„Erum við virkilega svo fámenn?“

Hún benti á að fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna, Benedikt Gíslason, hefði komið að mikilvægri vinnu á sínum tíma fyrir hönd ríkisins.

„Það er því hneyksli herra forseti, að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem að stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að,“ sagði Oddný og bætti við að Benedikt hefði hafið störf fyrir bankann aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður Bjarna.

„Herra forseti, við erum fámenn hér á landi en erum við virkilega svo fámenn að þessi staða hafi verið óumflýjanleg,“ spurði hún ennfremur. 

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Oddný spurði fjármálaráðherra, hvort honum þætti eðlilegt að fyrrverandi aðstoðarmaður hans geti eina stundina unnið með viðkvæmar trúnaðarupplýsingar fyrir hið opinbera en stuttu seinna farið að vinna fyrir aðila sem hafa augljóslega mikla hagsmuni af því að sýsla með sömu upplýsingar.

Oddný spurði hvort Bjarni hefði ekki gert neina kröfu um að aðstoðarmaðurinn færi ekki að vinna fyrir sömu kröfuhafa og hann var að kljást við, og hvað ráðherra hefði gert til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra. 

Segir þingmann dylgja um að verið sé að fara illa með trúnaðarupplýsingar

Bjarni sagði að hann og Oddný hefðu rætt þetta sama mál áður í þingsal. Bjarni sagðist hafa farið yfir það sem máli skipti á sínum tíma.

„Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hefur verið treyst fyrir. Og ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er,“ sagði Bjarni.

Hann sagði jafnframt, að þau verkefni sem aðstoðarmaðurinn sinnti væru opinberar upplýsingar í dag. 

Sporin hræða þegar kemur að fjármálakerfinu

„Sú sem hér stendur er ekki að dylgja um nokkurn skapaðan hlut, ég var að spyrja hæstvirtan ráðherra spurninga sem hann svaraði ekki,“ sagði Oddný og bætti við að svona atriði sem og afstaða ráðherra skipti máli.

„Sú ákvörðun að fara aðra leið með Arion banka en Íslandsbanka var tekið að kröfu sjálfstæðismanna að sögn fyrrum starfsmanna hæstvirts ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sporin hræða þegar það kemur að fjármálakerfinu og aðkomu sjálfstæðismanna,“ sagði Oddný og bætti við að allt ferlið yrði að vera gegnsætt og opið.

„Söluferlið á Arion banka er óljóst. Samningar við ríkið hafa ekki allir verið gerðir opinberir og við vitum ekki hverjir eiga vogunarsjóðina. Er ekki kominn tími til að hættum þessu pukri og fúski, og viðurkenna að það vinnur gegn hagsmunum almennings. Getur hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra ekki að minnsta kosti verið sammála mér um það?“

Ekkert pukur og ekkert fúsk

„Þetta eru algjörlega innihaldslaus orð sem falla hér úr ræðustól. Pukur og fúsk. Það er ekkert pukur og það er ekkert fúsk. Háttvirtur þingmaður sat í ríkisstjórninni sem gerði kaupréttinn við Kaupþing á sínum tíma. Hún kannast bara ekki við það,“ sagði Bjarni.

„Þegar menn skoða stöðugleikaskilyrðin, stöðugleikasamningana, þá er ekki annað hægt að gera en að segja bravó. Þetta gekk hundrað prósent upp. Þrýstingur á krónuna var enginn. Verkefnið var til þess ætlað að draga úr gjaldeyrisójöfnuði sem var hætta á að myndaðist við uppgjör gömlu slitabúanna. Það tókst hundrað prósent. Hundrað prósent! Og stöðugleikaframlögin sem hafa verið metin á sínum tíma upp á rétt um 380 milljarða, þau eru í dag metin á um 74 milljarða umfram það sem þá var. 74 milljarða!. Ef að útboðið sem nú er framundan gengur vel, þá reynir á afkomuskiptasamning við ríkið. Þannig að ríkið gæti átt upp í erminni aðra 20 milljarða í greiðslu frá þessum aðilum,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Innlent »

Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin

22:18 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna virðast telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt og virðist þar taka undir með pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins birtir á vef sínum í dag. Meira »

„Allt að því vitlaust veður“ á morgun

21:52 „Það hvessir jafnt og þétt eftir því sem líður á morgundaginn. Eftir kl. 17–18 þá verður þetta orðið helvíti slæmt undir Eyjafjöllunum og allra syðst á landinu en þetta gengur nokkuð hratt yfir þannig að um tíu annað kvöld er strax farið að draga stórlega úr þessu allra syðst,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Snjóleysi hefur áhrif á sölu jólatrjáa

20:30 Sala á jólatrjám gengur nokkuð vel þrátt fyrir að landsmenn séu margir hverjir ekki enn komnir í jólaskap sökum snjóleysis og almennra leiðinda þegar kemur að veðri. Normannsþinur og íslensk fura í stærðinni 1,5 – 2 metrar eru vinsælustu tegundirnar. Forseti Íslands keypti sér danskt jólatré. Meira »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðarnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »

Hálkan lúmsk á Norðurlandi

18:50 „Þetta er ekki að fólk sé illa búið eða glæfraakstur sem veldur. Þetta er aðallega hversu lúmsk hálkan er,“ segir Hilmar Hilmarsson, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is. Fimm umferðaróhöpp hafa átt sér stað í umdæminu um helgina og er aðallega um bílveltur að ræða. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki. Meira »

Eiga rétt á að velja hvar þeir búa

18:30 Það er klárt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að þvinga einstakling til búsetu einhvers staðar, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. RÚV greindi í gær frá karlmanni með alvarlegan geðsjúkdóm sem var komið fyrir á sveitabæ á Austurlandi því ekki voru önnur úrræði í boði. Meira »

„Milljón væri stórsigur“

18:00 Söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði sem fer fram með vikulöngum róðri í verslun Under Armour í Kringlunni gengur gríðarlega vel og upphaflega markmiðinu hefur þegar verið náð. Talið er að milli ríflega sex hundrað þúsund krónur hafi safnast nú þegar og mórallinn er góður. Meira »

„Það er tundurdufl – skipið er að sökkva!“

17:02 Þrír hildarleikir á þremur árum eru umfjöllunarefni nýjustu bókar Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í einn þeirra atburða sem greint er frá. Meira »

Ekki áður í svo stórum verkefnum

16:02 Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

VG og Samfylkingin sitja á bar

15:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem velt er upp hver viðbrögð af Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokkurinn ætti í hlut. Segist hann hafa fengið að birta pistilinn og kveðst vona að einhverjum þyki þetta jafn áhugavert og sér. Meira »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »
Mitsubishi Pajero - Instyle - Árg. 2007 - ek. 172þ km - kr. 1.350.000,-
Bíllinn er með olíufíringu og led ljóskösturum. Sumar- og vetrardekk (nagladekk)...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...