Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

Hinrik Carl Ellertsson segir að The Annual Icelandic Beer Festival …
Hinrik Carl Ellertsson segir að The Annual Icelandic Beer Festival jafnist á við stórar bjórhátíðír úti í heimi. Hátíðin verður sett í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi.

Hátíðarhöldin verða vegleg því um 50 brugghús kynna sína bestu bjóra. Þau hafa aldrei verið fleiri og sérstaka athygli vekur að íslenskum brugghúsum hefur fjölgað umtalsvert.

„Fyrstu 2-3 árin vorum við bara með íslensk brugghús á hátíðinni en svo bættust Mikkeller og To Øl í hópinn. Síðan hefur þetta gerst mjög hratt og síðustu tvö árin höfum við stækkað mikið. Þetta var hobbíhátíð en nú tala margir erlendu gestanna um að þetta sé besta „lænöppið“ í Evrópu þetta árið,“ segir Hinrik Carl Ellertsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, í Morgunblaðinu í dag.

Fyrirkomulag hátíðarinnar er þannig að hverju brugghúsi er boðið að koma með sex bjóra á hátíðina. Tveir eru kynntir á dag, en sum minni íslensku brugghúsin láta sér einn duga. Alls stendur hátíðargestum til boða að smakka hátt í 300 bjóra sé sá gállinn á þeim. Og þessir bjórar þykja ekkert slor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert