Bjarni: Yfirlýsingar Miðflokksins „innihaldslaust blaður“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert

Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi. Hann sagði að kaup vogunarsjóða á hlut ríkisins í Arion banka væri úthugsuð flétta af færustu sérfræðingum. Upphafið væri samþykkt hluthafafundar Arion banka um kaup á eigin bréfum.

Snilld númer eitt, tvö og þrjú

„Síðan tilkynna þeir ríkinu að þeir vilji virkja hluthafasamkomulagið frá 2009 og kaupa hlut ríkisins á gjafverði. Samþykkt hluthafafundar um kaup á eigin bréfum gaf vogunarsjóðunum heimild til að nota peninga bankans til þess að kaupa bréfin. Þeir þurfa því ekki leggja út fyrir kaupunum. Þetta er snilld númer eitt,“ sagði Birgir.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.

Hann sagði jafnframt, að þega búið væri að kaupa ríkið út gætu vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur  bankans. „Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö.“

Birgir sagði ennfremur, að síðan hæfust þeir handa við að búta bankann niður og selja verðmæt dótturfélög út úr bankanum eins og Valitor og Stefni sjóðstýringu, en Birgir benti á að Stefnir væri verðmætasta eign bankans. 

„Þegar þetta er í höfn stendur eftir beinagrindin sem lífeyrissjóðirnir kaupa síðan. Þetta er snilld númer þrjú,“ sagði þingmaðurinn. 

Krefst rannsóknar

„Hæstvirtur fjármálaráðherra, þú ert gæslumaður ríkissjóðs í umboði Alþingis. Sérðu ekki veisluna,“ spurði Birgir einnig. Hann sagði að ráðherra ætti að láta stjórn bankans boða til hluthafafundar strax þar sem eitt mál yrði á dagskrá, eða að afturkalla heimild bankas til að kaupa eigin bréf í því augnamiði að rannsaka hvort þetta stæðis lög. Rannsaka ætti hæfi stjórnenda og hvaða áhrif það hefði á fjármálakerfið að taka svo mikið eigið fé út úr bankanum. 

„Ég er þess fullviss, að vogunarsjóðirnir muni afturkalla kauprétt á hlut ríkisins þegar þeir sjá að þeir þurfi að borga fyrir hann úr eigin vasa en ekki með fé bankans,“ sagði Birgir og spurði ráðherra hvort hann myndi beita sér í málinu. 

Bjarni benti á, að fyrir hönd ríkisins hefði verið greitt atkvæði gegn því á hluthafafundi að bankinn fengi heimild til þess að kaupa eigin bréf. Ríkið fari aðeins með 13% eignarhlut og það sé mat Bankasýslu ríkisins að það sé óumdeildur einhliða kaupréttur á hlut ríkisins. 

Engin innistæða fyrir yfirlýsingum Miðflokksins

„Ég tek eftir því að háttvirtur þingmaður segir að gengið sem um ræðir í viðskiptunum sé gjafverð, og mig langar til þess að biðja hann um að útlista það aðeins betur hvernig hann almennt leggur mat á virði fjármálafyrirtækja, vegna þess að hann virðist búast yfir nánari greiningum á virði bankans,“ sagði Bjarni.

„Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innhaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka, banka sem að ríkið yfir höfuð átti ekkert, myndi þurfa að borga 60-70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innihaldslaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði ennfremur, að það þýddi ekkert að koma mörgum mánuðum eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem hefðu legið fyrir í samningum í mörg ár, og væru hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hefðu heppnast vel, til að breiða yfir „gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins, sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir.“

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

„Það sjá það allir“

Birgir sagði að verðmæti bankans væru gríðarleg. Vogunarsjóðirnir væru að nýta kaupréttinn því þeir sæju tækifæri til þess að koma ríkinu út úr bankanum, og þar með getað vélað um eignir bankans og stórgrætt á þeim. Það væri markmið erlendra hluthafa bankans, að nota eigið fé bankans til að kaupa hlut ríkisins á undiverði til þess að eignarhlutur annarra hluthafa, sem væru erlendir vogunarsjóðir, myndu aukast að verðmæti.

„Með öðrum orðum, þeir eru að kaupa hlutinn án þess að þurfa að taka upp veskið, eins og ég sagð áðan. Og græða þá á honum af því hann er svo ódýr. Það sjá það allir, hann er ódýr vegna þess að dótturfélögin eru svo verðmæt,“ sagði Birgir.

Hann spurði ennfremur, hvort ráðherra hefði óskað um afstöðu Fjármálaeftirlitsins til þessarar háttsemi annarra eigenda Arion banka. „Geta þetta talist góðir stjórnarhættir hjá fjármálafyrirtæki?“

Bjarni boðar þingmanninum góðar fréttir

Bjarni sagði að Bankasýsla ríkisins hefði farið yfir það með efnahags- og viðskiptanefnd þingsins hvernig þessi atburðir gerðust varðandi virkjun kaupréttarins og hver afstaða  hluthafans, ríkisins, hefði verið á hluthafafundum um þessi efni. 

„En háttvirtur þingmaður, hann er kominn með svarið við því hvernig hann metur bankann. Hann les Morgunblaðið og hann er búinn að komast því að bankinin er miklu meira virði heldur en þessi 0,8. Þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans, Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 milljarðar til 140 þá skiptist það verð þannig að einn þriðji rennur beint til ríkisins. Ef að bankinn selst á bilinu 140 til 160 milljarða, þá skiptist kaupverðið að hálfu milli eigandans og ríkisins. Og ef að bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, það er að segja hlutur Kaupþings, að þá fær ríkið þrjá fjórðu af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði, sem ætti að vera ágætis leið til þess að finna hvert er raunverulegt virði bankans. þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði fjármálaráðherra.

mbl.is

Innlent »

Sjúkum sinnt í Templarahöll

08:18 Baksvið Landspítalinn hefur ákveðið að skrifstofum spítalans við Eiríksgötu 5 verði breytt í þá veru að þar verði í framtíðinni þjónusta við sjúklinga. Meira »

Super Puma umdeildar í Noregi

07:57 Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs. Meira »

Leitin að arftaka komin á skrið

07:37 „Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í október. Meira »

Ók á 210 km hraða

07:35 Ökumaður bifhjóls var stöðvaður á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um níuleytið í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hjólið á 210 km/klst. Meira »

Í vímu yfir á rauðu ljósi

07:31 Ökumaður vélhjóls, sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ók gegn rauðu ljósi og á bifreið á mótum Geirsgötu og Tryggvagötu um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og var með fíkniefni í fórum sínum. Meira »

Hlýtt á Norðausturlandi

06:50 Veðurstofan varar við varasömum aðstæðum á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum vegna vindhviða í dag og kvöld. Spáð er rigningu á Suður- og Vesturlandi en hlýju og þurru á Norðausturlandi. Meira »

Ómannúðleg framkvæmd

06:30 „Þessi framkvæmd sem hefur verið við landamæraeftirlit í Bandaríkjunum að undanförnu, þar sem börn eru skilin frá foreldrum sínum, er ómannúðleg og samræmist ekki þeim gildum sem við aðhyllumst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

05:30 „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi. Meira »

Raforkuverð neyðir bónda til að hætta

05:30 „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Meira »

Umsvif upp á 23 milljarða

05:30 Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993. Meira »

Fleiri markmannstreyjur selst

05:30 Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Meira »

Kostar samfélagið 15 milljarða

05:30 Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Meira »

Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap

05:30 Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var nýttur til hirðingar. Meira »

Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

05:30 Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni. Meira »

Yfir landið á ská og langsum

05:30 Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Meira »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »

Eldur í bíl í Krýsuvík

Í gær, 21:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Krýsuvíkurvegi um klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl. Eldurinn kviknaði þegar bíllinn var í akstri. Að sögn slökkviliðsins gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn er illa farinn, ef ekki ónýtur. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Í gær, 21:45 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »