Bjarni: Yfirlýsingar Miðflokksins „innihaldslaust blaður“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert

Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi. Hann sagði að kaup vogunarsjóða á hlut ríkisins í Arion banka væri úthugsuð flétta af færustu sérfræðingum. Upphafið væri samþykkt hluthafafundar Arion banka um kaup á eigin bréfum.

Snilld númer eitt, tvö og þrjú

„Síðan tilkynna þeir ríkinu að þeir vilji virkja hluthafasamkomulagið frá 2009 og kaupa hlut ríkisins á gjafverði. Samþykkt hluthafafundar um kaup á eigin bréfum gaf vogunarsjóðunum heimild til að nota peninga bankans til þess að kaupa bréfin. Þeir þurfa því ekki leggja út fyrir kaupunum. Þetta er snilld númer eitt,“ sagði Birgir.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.

Hann sagði jafnframt, að þega búið væri að kaupa ríkið út gætu vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur  bankans. „Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö.“

Birgir sagði ennfremur, að síðan hæfust þeir handa við að búta bankann niður og selja verðmæt dótturfélög út úr bankanum eins og Valitor og Stefni sjóðstýringu, en Birgir benti á að Stefnir væri verðmætasta eign bankans. 

„Þegar þetta er í höfn stendur eftir beinagrindin sem lífeyrissjóðirnir kaupa síðan. Þetta er snilld númer þrjú,“ sagði þingmaðurinn. 

Krefst rannsóknar

„Hæstvirtur fjármálaráðherra, þú ert gæslumaður ríkissjóðs í umboði Alþingis. Sérðu ekki veisluna,“ spurði Birgir einnig. Hann sagði að ráðherra ætti að láta stjórn bankans boða til hluthafafundar strax þar sem eitt mál yrði á dagskrá, eða að afturkalla heimild bankas til að kaupa eigin bréf í því augnamiði að rannsaka hvort þetta stæðis lög. Rannsaka ætti hæfi stjórnenda og hvaða áhrif það hefði á fjármálakerfið að taka svo mikið eigið fé út úr bankanum. 

„Ég er þess fullviss, að vogunarsjóðirnir muni afturkalla kauprétt á hlut ríkisins þegar þeir sjá að þeir þurfi að borga fyrir hann úr eigin vasa en ekki með fé bankans,“ sagði Birgir og spurði ráðherra hvort hann myndi beita sér í málinu. 

Bjarni benti á, að fyrir hönd ríkisins hefði verið greitt atkvæði gegn því á hluthafafundi að bankinn fengi heimild til þess að kaupa eigin bréf. Ríkið fari aðeins með 13% eignarhlut og það sé mat Bankasýslu ríkisins að það sé óumdeildur einhliða kaupréttur á hlut ríkisins. 

Engin innistæða fyrir yfirlýsingum Miðflokksins

„Ég tek eftir því að háttvirtur þingmaður segir að gengið sem um ræðir í viðskiptunum sé gjafverð, og mig langar til þess að biðja hann um að útlista það aðeins betur hvernig hann almennt leggur mat á virði fjármálafyrirtækja, vegna þess að hann virðist búast yfir nánari greiningum á virði bankans,“ sagði Bjarni.

„Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innhaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka, banka sem að ríkið yfir höfuð átti ekkert, myndi þurfa að borga 60-70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innihaldslaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði ennfremur, að það þýddi ekkert að koma mörgum mánuðum eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem hefðu legið fyrir í samningum í mörg ár, og væru hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hefðu heppnast vel, til að breiða yfir „gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins, sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir.“

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

„Það sjá það allir“

Birgir sagði að verðmæti bankans væru gríðarleg. Vogunarsjóðirnir væru að nýta kaupréttinn því þeir sæju tækifæri til þess að koma ríkinu út úr bankanum, og þar með getað vélað um eignir bankans og stórgrætt á þeim. Það væri markmið erlendra hluthafa bankans, að nota eigið fé bankans til að kaupa hlut ríkisins á undiverði til þess að eignarhlutur annarra hluthafa, sem væru erlendir vogunarsjóðir, myndu aukast að verðmæti.

„Með öðrum orðum, þeir eru að kaupa hlutinn án þess að þurfa að taka upp veskið, eins og ég sagð áðan. Og græða þá á honum af því hann er svo ódýr. Það sjá það allir, hann er ódýr vegna þess að dótturfélögin eru svo verðmæt,“ sagði Birgir.

Hann spurði ennfremur, hvort ráðherra hefði óskað um afstöðu Fjármálaeftirlitsins til þessarar háttsemi annarra eigenda Arion banka. „Geta þetta talist góðir stjórnarhættir hjá fjármálafyrirtæki?“

Bjarni boðar þingmanninum góðar fréttir

Bjarni sagði að Bankasýsla ríkisins hefði farið yfir það með efnahags- og viðskiptanefnd þingsins hvernig þessi atburðir gerðust varðandi virkjun kaupréttarins og hver afstaða  hluthafans, ríkisins, hefði verið á hluthafafundum um þessi efni. 

„En háttvirtur þingmaður, hann er kominn með svarið við því hvernig hann metur bankann. Hann les Morgunblaðið og hann er búinn að komast því að bankinin er miklu meira virði heldur en þessi 0,8. Þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans, Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 milljarðar til 140 þá skiptist það verð þannig að einn þriðji rennur beint til ríkisins. Ef að bankinn selst á bilinu 140 til 160 milljarða, þá skiptist kaupverðið að hálfu milli eigandans og ríkisins. Og ef að bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, það er að segja hlutur Kaupþings, að þá fær ríkið þrjá fjórðu af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði, sem ætti að vera ágætis leið til þess að finna hvert er raunverulegt virði bankans. þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði fjármálaráðherra.

mbl.is

Innlent »

Strætókortafalsari tekinn í Leifsstöð

13:20 Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku í fyrrinótt karlmann sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi. Að sögn lögreglu var maðurinn með 50 íslensk níu mánaða strætókort í fórum sínum, sem eru metin á rúmar þrjár milljónir kr. Meira »

Kúrdar og Arabar fái kennslu á sínu máli

12:52 „Mér finnast þessir einstaklingar ekki hafa fengið nægilega skýra fræðslu og skýrar leiðbeiningar. Ég hef áhyggjur af þeim sem ekki eru á vinnumarkaði, þeim hefur ekki tekist að koma sér þangað því þeim vantar upplýsingar á sínu tungumáli,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Meira »

Póstberi leggur fram kæru eftir hundsbit

12:18 Póstberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þegar hann var við störf sín. Tveir hundar voru lausir við hús þar sem póstberinn var að bera út og stökk annar þeirra á hann og beit hann í magann. Meira »

RÚV á eftir að fara yfir kröfugerðina

12:14 „Við fengum þetta bréf á föstudag og eigum eftir að setjast niður og fara yfir það,“ segir Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, um formlega kröfugerð sem lögmaður Rositu YuFan Zhang, eiganda Sjanghæ-veitingastaðanna, hefur sent RÚV. Meira »

Dæmd fyrir að stela vörum fyrir 1.190 kr

12:09 Kona á þrítugsaldri var í síðustu viku dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið vörum fyrir 1.198 krónur úr verslun við Laugaveg. Er dómurinn hegningarauki við tvo fyrri dóma sem konan hafði hlotið á síðasta ári vegna fíkniefnabrots, þjófnaðar og brots gegn valdstjórninni. Meira »

Umferðaróhapp á Suðurlandsvegi

11:58 Suðurlandsvegi var lokað tímabundið undir Ingólfsfjalli á tólfta tímanum vegna umferðarslyss.   Meira »

Júlíus í skilorðsbundið fangelsi

11:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Meira »

Ráðin stjórnandi Arctic Arts

11:47 Ragnheiður Skúladóttir hefur verið ráðin sem stjórnandi Listahátíðarinnar í Norður-Noregi, Arctic Arts Festival.   Meira »

Hámarksgreiðslur hækka í 600.000

11:46 Óskertar greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi hækka úr 520.000 kr. í 600.000 kr. á mánuði frá 1. janúar 2019. Ásmundur Einar Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis. Meira »

N1 skiptir út olíu fyrir skipaflotann

11:45 N1 mun frá og með næstu áramótum hætta sölu á svokallaðri Marine Diesel Oil (MDO) til íslenska skipaflotans. Umrædd olíutegund hefur verið notuð á stærri skip sem kjósa að nota ekki svartolíu, en hún hefur þó 0,25% brennisteinsinnihald. Meira »

Kona fer í stríð ekki tilnefnd til Óskars

11:39 Framlag Íslands til Óskarsverðlauna í flokki kvikmynda á erlendum málum komst ekki á lista níu kvikmynda sem eiga möguleika á að verða tilnefndar til verðlaunanna 2019. Áttatíu og sjö kvikmyndir á erlendum tungumálum komu til greina við tilnefninguna. Meira »

Sérhannaður lyfjaflutningabíll til landsins

11:36 TVG-Zimsen hefur fjárfest í sérhæfðum lyfjaflutningabíl sem hannaður er útfrá ítrustu kröfum um flutning lyfja í samráði við Thermo King og SKAAB. Um er að ræða Scania P360 með sérhannaðan flutningakassa frá SKAAB og öflugri Thermo King kæli-hitavél. Meira »

Svíður að málið sé ekki klárað

10:55 „Mér finnst það dapurlegt ef menn telja sig búna að skoða öll börn vegna þess að það er ekki búið og við vitum það alveg,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Meira »

Bjúgun eyðilögðust

09:42 Nokkur hundruð bjúgu eyðilögðust þegar kviknaði í reykkofa á Kvíabryggju í gær en ekkert hangikjöt líkt og mishermt var í gær. Nýr reykkofi verður byggður, samkvæmt Facebook-færslu Fangelsismálastofnunar. Meira »

Margrét tilnefnd fyrir Flateyjargátuna

09:21 Margrét Örnólfsdóttir er meðal sex handritshöfunda sem tilnefndir eru til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Tilnefninguna hlýtur hún fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátuna. Meira »

Íbúar beðnir um að vera vel á verði

09:10 Brotist var inn á 142 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur innbrotatilkynningum fjölgað mikið. Hlutfallslega fjölgar innbrotum í heimahús mest. Lögreglan biður fólk um að vera vel á verði og gæta vel að verðmætum. Meira »

Framkvæmdir við varnarvirki í útboð

08:18 Fyrirhugað er að bjóða út verkframkvæmd við varnarvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils í Norðfirði um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári. Meira »

Kaupa þrjá dráttarbáta

07:57 Öflugir dráttarbátar bættust nýverið í flotann er Icetug keypti þrjá slíka frá Hollandi. Bátarnir eru 30 metrar að lengd og átta metra breiðir. Þeir hafa fengið nöfnin Herkúles, Grettir og Kolbeinn grön. Meira »

Ræða skipulag loðnurannsókna

07:37 Samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar. Meira »
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...
Vetrardekk
Til sölu 4 stk vetrardekk,hálfslitin.205/55R16.. Verð kr 12000...Sími 8986048.....
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...