Bjarni: Yfirlýsingar Miðflokksins „innihaldslaust blaður“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert

Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi. Hann sagði að kaup vogunarsjóða á hlut ríkisins í Arion banka væri úthugsuð flétta af færustu sérfræðingum. Upphafið væri samþykkt hluthafafundar Arion banka um kaup á eigin bréfum.

Snilld númer eitt, tvö og þrjú

„Síðan tilkynna þeir ríkinu að þeir vilji virkja hluthafasamkomulagið frá 2009 og kaupa hlut ríkisins á gjafverði. Samþykkt hluthafafundar um kaup á eigin bréfum gaf vogunarsjóðunum heimild til að nota peninga bankans til þess að kaupa bréfin. Þeir þurfa því ekki leggja út fyrir kaupunum. Þetta er snilld númer eitt,“ sagði Birgir.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.

Hann sagði jafnframt, að þega búið væri að kaupa ríkið út gætu vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur  bankans. „Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö.“

Birgir sagði ennfremur, að síðan hæfust þeir handa við að búta bankann niður og selja verðmæt dótturfélög út úr bankanum eins og Valitor og Stefni sjóðstýringu, en Birgir benti á að Stefnir væri verðmætasta eign bankans. 

„Þegar þetta er í höfn stendur eftir beinagrindin sem lífeyrissjóðirnir kaupa síðan. Þetta er snilld númer þrjú,“ sagði þingmaðurinn. 

Krefst rannsóknar

„Hæstvirtur fjármálaráðherra, þú ert gæslumaður ríkissjóðs í umboði Alþingis. Sérðu ekki veisluna,“ spurði Birgir einnig. Hann sagði að ráðherra ætti að láta stjórn bankans boða til hluthafafundar strax þar sem eitt mál yrði á dagskrá, eða að afturkalla heimild bankas til að kaupa eigin bréf í því augnamiði að rannsaka hvort þetta stæðis lög. Rannsaka ætti hæfi stjórnenda og hvaða áhrif það hefði á fjármálakerfið að taka svo mikið eigið fé út úr bankanum. 

„Ég er þess fullviss, að vogunarsjóðirnir muni afturkalla kauprétt á hlut ríkisins þegar þeir sjá að þeir þurfi að borga fyrir hann úr eigin vasa en ekki með fé bankans,“ sagði Birgir og spurði ráðherra hvort hann myndi beita sér í málinu. 

Bjarni benti á, að fyrir hönd ríkisins hefði verið greitt atkvæði gegn því á hluthafafundi að bankinn fengi heimild til þess að kaupa eigin bréf. Ríkið fari aðeins með 13% eignarhlut og það sé mat Bankasýslu ríkisins að það sé óumdeildur einhliða kaupréttur á hlut ríkisins. 

Engin innistæða fyrir yfirlýsingum Miðflokksins

„Ég tek eftir því að háttvirtur þingmaður segir að gengið sem um ræðir í viðskiptunum sé gjafverð, og mig langar til þess að biðja hann um að útlista það aðeins betur hvernig hann almennt leggur mat á virði fjármálafyrirtækja, vegna þess að hann virðist búast yfir nánari greiningum á virði bankans,“ sagði Bjarni.

„Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innhaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka, banka sem að ríkið yfir höfuð átti ekkert, myndi þurfa að borga 60-70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innihaldslaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði ennfremur, að það þýddi ekkert að koma mörgum mánuðum eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem hefðu legið fyrir í samningum í mörg ár, og væru hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hefðu heppnast vel, til að breiða yfir „gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins, sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir.“

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

„Það sjá það allir“

Birgir sagði að verðmæti bankans væru gríðarleg. Vogunarsjóðirnir væru að nýta kaupréttinn því þeir sæju tækifæri til þess að koma ríkinu út úr bankanum, og þar með getað vélað um eignir bankans og stórgrætt á þeim. Það væri markmið erlendra hluthafa bankans, að nota eigið fé bankans til að kaupa hlut ríkisins á undiverði til þess að eignarhlutur annarra hluthafa, sem væru erlendir vogunarsjóðir, myndu aukast að verðmæti.

„Með öðrum orðum, þeir eru að kaupa hlutinn án þess að þurfa að taka upp veskið, eins og ég sagð áðan. Og græða þá á honum af því hann er svo ódýr. Það sjá það allir, hann er ódýr vegna þess að dótturfélögin eru svo verðmæt,“ sagði Birgir.

Hann spurði ennfremur, hvort ráðherra hefði óskað um afstöðu Fjármálaeftirlitsins til þessarar háttsemi annarra eigenda Arion banka. „Geta þetta talist góðir stjórnarhættir hjá fjármálafyrirtæki?“

Bjarni boðar þingmanninum góðar fréttir

Bjarni sagði að Bankasýsla ríkisins hefði farið yfir það með efnahags- og viðskiptanefnd þingsins hvernig þessi atburðir gerðust varðandi virkjun kaupréttarins og hver afstaða  hluthafans, ríkisins, hefði verið á hluthafafundum um þessi efni. 

„En háttvirtur þingmaður, hann er kominn með svarið við því hvernig hann metur bankann. Hann les Morgunblaðið og hann er búinn að komast því að bankinin er miklu meira virði heldur en þessi 0,8. Þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans, Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 milljarðar til 140 þá skiptist það verð þannig að einn þriðji rennur beint til ríkisins. Ef að bankinn selst á bilinu 140 til 160 milljarða, þá skiptist kaupverðið að hálfu milli eigandans og ríkisins. Og ef að bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, það er að segja hlutur Kaupþings, að þá fær ríkið þrjá fjórðu af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði, sem ætti að vera ágætis leið til þess að finna hvert er raunverulegt virði bankans. þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði fjármálaráðherra.

mbl.is

Innlent »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðalagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »

Tekist á um kosningaaldur á þingi

16:45 Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks lét að því liggja í ræðu sinni áðan að þeir sem berðust fyrir því að frumvarp um lækkun kosningaaldurs færi óbreytt í gegn væru helst þeir sem teldu sig geta grætt pólitískt á því. Meira »

Hjólasöfnun hleypt af stokkunum

16:36 Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum um hádegisbil í dag í Sorpu á Sævarhöfða. Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður afhenti fyrstu hjólin í söfnunina og hvatti með því aðra til að láta gott af sér leiða með þeim hætti og koma hjólum sem ekki eru í notkun til þeirra sem hafa not fyrir þau. Meira »

Áfram í haldi vegna grófra brota

15:16 Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms í máli stuðningsfulltrúa sem er grunaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi. Maðurinn skal sæta varðhaldi til 13. apríl. Meira »

Tilnefna forvitnislegar kynlífslýsingar

16:07 Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum bókmenntum, verður veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma 6. apríl næstkomandi. Það verður í tólfta sinn sem viðurkenningin er veitt. Meira »

Of stutt í kosningar til breytinga

14:13 Samband íslenskra sveitarfélaga benti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á það í gær að Evrópuráðið ráðleggi almennt að ekki skuli breyta kosningalöggjöf einu ári fyrir kosningar, að því er segir í frétt á vefsíðu sambandsins. Meira »

Nauðgun liggi ekki frjálst samþykki fyrir

14:04 Samþykkt var með 48 samhljóða atkvæðum á Alþingi í dag að breyta skilgreiningu á nauðgun í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga þannig að í henni felist kynmök án samþykkis. Ennfremur að samþykki þurfi að hafa verið tjáð af fúsum og frjálsum vilja. Meira »

Ekki aðalmálið hvort ég mæti á HM

14:00 Það hefur verið nóg að gera í utanríkisráðuneytinu og mörg mál sem hafa komið til kasta þess síðustu daga. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir nokkur þeirra í Ísland vaknar í morgun. Meira »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greiningar til Svíþjóðar. Meira »
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...