Bjarni: Yfirlýsingar Miðflokksins „innihaldslaust blaður“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert

Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi. Hann sagði að kaup vogunarsjóða á hlut ríkisins í Arion banka væri úthugsuð flétta af færustu sérfræðingum. Upphafið væri samþykkt hluthafafundar Arion banka um kaup á eigin bréfum.

Snilld númer eitt, tvö og þrjú

„Síðan tilkynna þeir ríkinu að þeir vilji virkja hluthafasamkomulagið frá 2009 og kaupa hlut ríkisins á gjafverði. Samþykkt hluthafafundar um kaup á eigin bréfum gaf vogunarsjóðunum heimild til að nota peninga bankans til þess að kaupa bréfin. Þeir þurfa því ekki leggja út fyrir kaupunum. Þetta er snilld númer eitt,“ sagði Birgir.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.

Hann sagði jafnframt, að þega búið væri að kaupa ríkið út gætu vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur  bankans. „Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö.“

Birgir sagði ennfremur, að síðan hæfust þeir handa við að búta bankann niður og selja verðmæt dótturfélög út úr bankanum eins og Valitor og Stefni sjóðstýringu, en Birgir benti á að Stefnir væri verðmætasta eign bankans. 

„Þegar þetta er í höfn stendur eftir beinagrindin sem lífeyrissjóðirnir kaupa síðan. Þetta er snilld númer þrjú,“ sagði þingmaðurinn. 

Krefst rannsóknar

„Hæstvirtur fjármálaráðherra, þú ert gæslumaður ríkissjóðs í umboði Alþingis. Sérðu ekki veisluna,“ spurði Birgir einnig. Hann sagði að ráðherra ætti að láta stjórn bankans boða til hluthafafundar strax þar sem eitt mál yrði á dagskrá, eða að afturkalla heimild bankas til að kaupa eigin bréf í því augnamiði að rannsaka hvort þetta stæðis lög. Rannsaka ætti hæfi stjórnenda og hvaða áhrif það hefði á fjármálakerfið að taka svo mikið eigið fé út úr bankanum. 

„Ég er þess fullviss, að vogunarsjóðirnir muni afturkalla kauprétt á hlut ríkisins þegar þeir sjá að þeir þurfi að borga fyrir hann úr eigin vasa en ekki með fé bankans,“ sagði Birgir og spurði ráðherra hvort hann myndi beita sér í málinu. 

Bjarni benti á, að fyrir hönd ríkisins hefði verið greitt atkvæði gegn því á hluthafafundi að bankinn fengi heimild til þess að kaupa eigin bréf. Ríkið fari aðeins með 13% eignarhlut og það sé mat Bankasýslu ríkisins að það sé óumdeildur einhliða kaupréttur á hlut ríkisins. 

Engin innistæða fyrir yfirlýsingum Miðflokksins

„Ég tek eftir því að háttvirtur þingmaður segir að gengið sem um ræðir í viðskiptunum sé gjafverð, og mig langar til þess að biðja hann um að útlista það aðeins betur hvernig hann almennt leggur mat á virði fjármálafyrirtækja, vegna þess að hann virðist búast yfir nánari greiningum á virði bankans,“ sagði Bjarni.

„Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innhaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka, banka sem að ríkið yfir höfuð átti ekkert, myndi þurfa að borga 60-70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innihaldslaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði ennfremur, að það þýddi ekkert að koma mörgum mánuðum eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem hefðu legið fyrir í samningum í mörg ár, og væru hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hefðu heppnast vel, til að breiða yfir „gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins, sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir.“

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

„Það sjá það allir“

Birgir sagði að verðmæti bankans væru gríðarleg. Vogunarsjóðirnir væru að nýta kaupréttinn því þeir sæju tækifæri til þess að koma ríkinu út úr bankanum, og þar með getað vélað um eignir bankans og stórgrætt á þeim. Það væri markmið erlendra hluthafa bankans, að nota eigið fé bankans til að kaupa hlut ríkisins á undiverði til þess að eignarhlutur annarra hluthafa, sem væru erlendir vogunarsjóðir, myndu aukast að verðmæti.

„Með öðrum orðum, þeir eru að kaupa hlutinn án þess að þurfa að taka upp veskið, eins og ég sagð áðan. Og græða þá á honum af því hann er svo ódýr. Það sjá það allir, hann er ódýr vegna þess að dótturfélögin eru svo verðmæt,“ sagði Birgir.

Hann spurði ennfremur, hvort ráðherra hefði óskað um afstöðu Fjármálaeftirlitsins til þessarar háttsemi annarra eigenda Arion banka. „Geta þetta talist góðir stjórnarhættir hjá fjármálafyrirtæki?“

Bjarni boðar þingmanninum góðar fréttir

Bjarni sagði að Bankasýsla ríkisins hefði farið yfir það með efnahags- og viðskiptanefnd þingsins hvernig þessi atburðir gerðust varðandi virkjun kaupréttarins og hver afstaða  hluthafans, ríkisins, hefði verið á hluthafafundum um þessi efni. 

„En háttvirtur þingmaður, hann er kominn með svarið við því hvernig hann metur bankann. Hann les Morgunblaðið og hann er búinn að komast því að bankinin er miklu meira virði heldur en þessi 0,8. Þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans, Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 milljarðar til 140 þá skiptist það verð þannig að einn þriðji rennur beint til ríkisins. Ef að bankinn selst á bilinu 140 til 160 milljarða, þá skiptist kaupverðið að hálfu milli eigandans og ríkisins. Og ef að bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, það er að segja hlutur Kaupþings, að þá fær ríkið þrjá fjórðu af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði, sem ætti að vera ágætis leið til þess að finna hvert er raunverulegt virði bankans. þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði fjármálaráðherra.

mbl.is

Innlent »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Leita fjármagns úti

05:30 Forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölfuss eiga í viðræðum við erlenda fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að uppbyggingu hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í þeim hópi séu fjársterkir aðilar frá Kína. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »

Reyna að ná breiðri samstöðu

05:30 Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýjun kjarasamninga. Meira »

Hagi starfsemi eftir lögum

05:30 Samtök iðnaðarins óska eftir því að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) setji allan samkeppnisrekstur sinn í dótturfélög, en kveðið er á um skyldu þess efnis í 4. grein laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Meira »

Fái að ávísa getnaðarvörnum

05:30 „Það er stefnt að því að frumvarpið verði lagt fram í haust og gerð verði breyting á lyfjalögum hvað þetta varðar,“ segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir. Meira »

Ferðaþjónustan öflug heilsársgrein

05:30 Fjöldi erlendra ferðamanna sem komu í Rangárvallasýslu á síðasta ári var sexfalt meiri en fyrir níu árum. Þeim fjölgaði úr 230 þúsund í 1.381 þúsund á árunum 2008 til 2017. Meira »

Opna fjórar nýjar verslanir

05:30 Nýir eigendur tóku við rekstri Krónuverslananna um síðustu mánaðamót eftir að N1 yfirtók Festi. Stefna þeir að því að opna fjórar nýjar Krónuverslanir á næstu misserum. Meira »

Borgarráð ræðir mál OR á morgun

Í gær, 23:05 Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira »

Berlínar- og rauðvínsmaraþon

Í gær, 22:08 Sigurjón Ragnar ljósmyndari hefur hlaupið átta maraþon um ævina en fyrsta hlaupið fór hann 42 ára, er hann vildi hlaupa einn kílómetra fyrir hvert aldursár. Um síðustu helgi kláraði hann Berlínarmaraþonið og helgina þar áður kláraði hann rauðvínsmaraþon í Frakklandi. Meira »

Mál forstjórans einnig til skoðunar

Í gær, 21:59 Stjórnarformaður OR vonast til þess að óháð úttekt á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins verði til þess að þar á verði hægt að gera breytingar til batnaðar. Aðkoma Bjarna Bjarnasonar forstjóra að ráðningu Bjarna Más Júlíussonar er meðal þess sem tekið verður til skoðunar. Meira »

Öryggi starfsmanna ekki tryggt við Safnahúsið

Í gær, 21:31 Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins á byggingarvinnustað við Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Öll vinna var því bönnuð á vinnupöllum. Meira »

Stjórn OR féllst á ósk Bjarna

Í gær, 21:25 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í kvöld að fallast á ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að stíga til hliðar. Hildur Jónsdóttir verður starfandi forstjóri OR til tveggja mánaða í fjarveru Bjarna. Meira »

Segir að fyrirkomulagið virki ekki

Í gær, 20:54 Heilbrigðisráðherra segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna sýni að fyrirkomulagið við að hafna umsóknum virkar ekki. Meira »

Tilraunakennd kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

Í gær, 20:36 Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst 25. september. Meira »
Antik.!!! Bílkasettutæki og hátalarar
Til sölu antik Clarion bílkasettutæki, ónotað enn í kassanum. Verð kr 10000.. E...
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...
Sultukrukkur, minibarflöskur og skór...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...