Bjarni: Yfirlýsingar Miðflokksins „innihaldslaust blaður“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert

Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, var málshefjandi. Hann sagði að kaup vogunarsjóða á hlut ríkisins í Arion banka væri úthugsuð flétta af færustu sérfræðingum. Upphafið væri samþykkt hluthafafundar Arion banka um kaup á eigin bréfum.

Snilld númer eitt, tvö og þrjú

„Síðan tilkynna þeir ríkinu að þeir vilji virkja hluthafasamkomulagið frá 2009 og kaupa hlut ríkisins á gjafverði. Samþykkt hluthafafundar um kaup á eigin bréfum gaf vogunarsjóðunum heimild til að nota peninga bankans til þess að kaupa bréfin. Þeir þurfa því ekki leggja út fyrir kaupunum. Þetta er snilld númer eitt,“ sagði Birgir.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.

Hann sagði jafnframt, að þega búið væri að kaupa ríkið út gætu vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur  bankans. „Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö.“

Birgir sagði ennfremur, að síðan hæfust þeir handa við að búta bankann niður og selja verðmæt dótturfélög út úr bankanum eins og Valitor og Stefni sjóðstýringu, en Birgir benti á að Stefnir væri verðmætasta eign bankans. 

„Þegar þetta er í höfn stendur eftir beinagrindin sem lífeyrissjóðirnir kaupa síðan. Þetta er snilld númer þrjú,“ sagði þingmaðurinn. 

Krefst rannsóknar

„Hæstvirtur fjármálaráðherra, þú ert gæslumaður ríkissjóðs í umboði Alþingis. Sérðu ekki veisluna,“ spurði Birgir einnig. Hann sagði að ráðherra ætti að láta stjórn bankans boða til hluthafafundar strax þar sem eitt mál yrði á dagskrá, eða að afturkalla heimild bankas til að kaupa eigin bréf í því augnamiði að rannsaka hvort þetta stæðis lög. Rannsaka ætti hæfi stjórnenda og hvaða áhrif það hefði á fjármálakerfið að taka svo mikið eigið fé út úr bankanum. 

„Ég er þess fullviss, að vogunarsjóðirnir muni afturkalla kauprétt á hlut ríkisins þegar þeir sjá að þeir þurfi að borga fyrir hann úr eigin vasa en ekki með fé bankans,“ sagði Birgir og spurði ráðherra hvort hann myndi beita sér í málinu. 

Bjarni benti á, að fyrir hönd ríkisins hefði verið greitt atkvæði gegn því á hluthafafundi að bankinn fengi heimild til þess að kaupa eigin bréf. Ríkið fari aðeins með 13% eignarhlut og það sé mat Bankasýslu ríkisins að það sé óumdeildur einhliða kaupréttur á hlut ríkisins. 

Engin innistæða fyrir yfirlýsingum Miðflokksins

„Ég tek eftir því að háttvirtur þingmaður segir að gengið sem um ræðir í viðskiptunum sé gjafverð, og mig langar til þess að biðja hann um að útlista það aðeins betur hvernig hann almennt leggur mat á virði fjármálafyrirtækja, vegna þess að hann virðist búast yfir nánari greiningum á virði bankans,“ sagði Bjarni.

„Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innhaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka, banka sem að ríkið yfir höfuð átti ekkert, myndi þurfa að borga 60-70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innihaldslaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði ennfremur, að það þýddi ekkert að koma mörgum mánuðum eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem hefðu legið fyrir í samningum í mörg ár, og væru hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hefðu heppnast vel, til að breiða yfir „gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins, sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir.“

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

„Það sjá það allir“

Birgir sagði að verðmæti bankans væru gríðarleg. Vogunarsjóðirnir væru að nýta kaupréttinn því þeir sæju tækifæri til þess að koma ríkinu út úr bankanum, og þar með getað vélað um eignir bankans og stórgrætt á þeim. Það væri markmið erlendra hluthafa bankans, að nota eigið fé bankans til að kaupa hlut ríkisins á undiverði til þess að eignarhlutur annarra hluthafa, sem væru erlendir vogunarsjóðir, myndu aukast að verðmæti.

„Með öðrum orðum, þeir eru að kaupa hlutinn án þess að þurfa að taka upp veskið, eins og ég sagð áðan. Og græða þá á honum af því hann er svo ódýr. Það sjá það allir, hann er ódýr vegna þess að dótturfélögin eru svo verðmæt,“ sagði Birgir.

Hann spurði ennfremur, hvort ráðherra hefði óskað um afstöðu Fjármálaeftirlitsins til þessarar háttsemi annarra eigenda Arion banka. „Geta þetta talist góðir stjórnarhættir hjá fjármálafyrirtæki?“

Bjarni boðar þingmanninum góðar fréttir

Bjarni sagði að Bankasýsla ríkisins hefði farið yfir það með efnahags- og viðskiptanefnd þingsins hvernig þessi atburðir gerðust varðandi virkjun kaupréttarins og hver afstaða  hluthafans, ríkisins, hefði verið á hluthafafundum um þessi efni. 

„En háttvirtur þingmaður, hann er kominn með svarið við því hvernig hann metur bankann. Hann les Morgunblaðið og hann er búinn að komast því að bankinin er miklu meira virði heldur en þessi 0,8. Þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans, Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 milljarðar til 140 þá skiptist það verð þannig að einn þriðji rennur beint til ríkisins. Ef að bankinn selst á bilinu 140 til 160 milljarða, þá skiptist kaupverðið að hálfu milli eigandans og ríkisins. Og ef að bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, það er að segja hlutur Kaupþings, að þá fær ríkið þrjá fjórðu af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði, sem ætti að vera ágætis leið til þess að finna hvert er raunverulegt virði bankans. þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði fjármálaráðherra.

mbl.is

Innlent »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »

Geri úttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu

15:37 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, leggur til að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluúttekt á verklagi stjórnvalda við að sinna upplýsingaskyldu við þingmenn, þingnefndir og Alþingi í heild, og þar með talið stjórnsýslu þess, með tillögum um úrbætur. Meira »

Minntist Sverris og Guðjóns

15:27 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Sverri Hermannsson og Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismenn, við upphaf þingfundar nú síðdegis og bað þingheim að minnast þeirra með því að rísa úr sætum. Meira »

Katrín fundaði með Merkel

14:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í Berlín í Þýskalandi þar sem hún fundaði í dag með Angelu Merkel. Hófst fundurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma. Meira »

„Gagnlegur og góður“ fundur með Merkel

15:36 Í samtali við mbl.is segir Katrín að hún og Angela Merkel hafi farið vítt yfir sviðið í samræðum sínum. Katrín óskaði þess að íslenskir embættismenn mættu leita liðsinnis þýskra kollega sinna varðandi leitina að Hauki Hilmarssyni, sem sagður er að hafi fallið í árás tyrkneska hersins í Sýrlandi. Meira »

Flest málefni varða börn

15:13 Of lítið hefur verið tekið mið af börnum við lagasetningu á þingi þrátt fyrir flest málefni varði börn með einum eða öðrum hætti. Það er þó að breytast til betri vegar. Þetta segir Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Meira »

Kettir eru róandi

14:00 Eigendur fyrsta kattakaffihúss landsins komu í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar og með þeim einn af íbúunum, Fabio, tíu ára fress, sem þurfti að kynna sér hljóðverið á meðan á viðtalinu stóð. Meira »
BÆKUR TIL SÖLU
Bækur til sölu Stjórnartíðindi 1885-2000, 130 bækur, Almanak Þjóðvinafélags-ins ...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...
Söngsamkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnu...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...