Lagt fram í fjórtánda sinn

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.

Kolbeinn er fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Frumvarpið er nú lagt fram í fjórtánda sinn sem er fáheyrt.

Frumvarp þessa efnis var fyrst lagt fram á Alþingi árið 1987 en hafði áður verið til umræðu sem tillaga til þingsályktunar. Flutningsmenn voru þingmenn Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista. Steingrímur J. Sigfússon var einn flutningsmanna og átti málið eftir að fylgja honum til 2015.

Kolbeinn segir í Morgunblaðinu í dag, að þrátt fyrir langan aðdraganda hafi málið þokast í rétta átt á undanförnum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert