Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

Myndin var tekin þegar Samgöngustofa flutti í nýtt húsnæði fyrir …
Myndin var tekin þegar Samgöngustofa flutti í nýtt húsnæði fyrir nokkrum árum. mbl.is/Þórður

Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt og starfa sem Samgöngustofa. 

Árið 2009 var rekstarkostnaður allra þriggja stofnana um tveir og hálfur milljarður króna. Árið 2016 var rekstur þeirra kominn niður í rétt rúma tvo milljarða eða 2.040 milljónir króna og hefur lækkað jafnt og þétt eftir sameininguna.   

Starfsmenn Samgöngustofu voru 134 í lok árs 2016. Að auki eru 10 sérfræðingar í flugi sem starfa sem verktakar. Hinn 1. júlí árið 2013 var fjöldi starfsmanna alls 143 þegar búið var að taka tillit til þeirra sem nýttu biðlaunarétt, þar af komu 42 frá Flugmálastjórn Íslands, 34 frá Siglingastofnun Íslands, 12 frá Vegagerðinni og 55 frá Umferðarstofu. Að auki komu frá Flugmálastjórn um 10 sérfræðingar í flugi sem starfa sem verktakar.

Þetta kemur fram í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um Samgöngustofu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert