Svala fékk snert af heilablóðfalli

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir. mbl.is/Eggert

Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.

Í frétt RÚV kemur fram að söngkonan hafi ekki hlotið varanlegan skaða af og er hún á góðum batavegi.

Um svokallað TIA-kast var að ræða (e. transient ischemic attack).

Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á Landspítalanum, segir í samtali við RÚV að slíkt kast hafi verið nefnt forslag, sem lýsir sér í tímabundinni skerðingu á blóðflæði í heila sem verður vegna þess að æð stíflast vegna blóðtappa.

Einnig segir hann slík köst geta komið fyrir fólk á öllum aldri þótt þau séu algengari hjá eldra fólki. Mikilvægt sé að bregðast fljótt við.

Læknar hafa gefið Svölu leyfi til að fljúga heim til að koma fram í úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll 3. mars. Hún verður þó áfram undir eftirliti lækna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert