Úrkomutíð í vændum

Eftir hádegi á morgun verður rigning eða slydda víðast hvar …
Eftir hádegi á morgun verður rigning eða slydda víðast hvar á landinu. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag er spáð sunnanhvassviðri eða -stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Það mun draga úr vindi og vætu þegar líður á morguninn.

Annars verður suðlæg átt í dag og víða 13-18 m/s eftir hádegi og éljagangur, en úrkomulaust norðaustan til á landinu. Kólnandi veður, vægt frost undir kvöld. 

Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og síðdegis má eiga von á suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Búast má við talsverðri úrkomu á sunnanverðu landinu.

Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig um kvöldið.

Á laugardag spáir Veðurstofan suðaustan 10-18 m/s, en 18-23 norðaustan- og austanlands fram eftir degi. Talsverð rigning verður suðaustan til en skúrir eða él um landið vestanvert. Hiti verður á bilinu 1 til 8 stig og hlýjast á Norðausturlandi. 

Á sunnudag verður austan og suðaustan 5-10 m/s og rigning eða slydda með köflum, einkum sunnan til á landinu. Hiti verður 0 til 6 stig. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert