Björgunarsveitir eru á tánum

Veðurstofan bendir fólki á að hreinsa frá niðurföllum og huga …
Veðurstofan bendir fólki á að hreinsa frá niðurföllum og huga að lausum munum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitir hafa verið sendar í eitt útkall vegna þakplötu sem hafði losnað. Leiðindaveður gengur yfir allt landið seinni partinn í dag og kvöld. Þegar er farið að hvessa all hressilega á suðvesturhorninu og fer vindhraði til að mynda í 32 m/s í hviðum á Kjalarnesi.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að engin sérstök aðgerðastjórn verði virkjuð eins og gert var í óveðrinu sem gekk yfir landið á miðvikudag.

„Við erum meðvituð um veðurspána, eins og flestallir landsmenn, og erum þar af leiðandi á tánum,“ segir Davíð en björgunarsveitir hafa haft í mörg horn að líta vegna veðurs í febrúar.

Spár gera ráð fyrir stormi um allt land síðdegis í dag og kvöld. Auk þess mun rigna á Suður- og Vesturlandi. Gert er ráð fyrir því að hiti verði á bilinu 5 til 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert