Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Braga hafa sjálfan …
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir Braga hafa sjálfan sóst eftir breytingu í starfi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi.

Að því er Rúv greinir frá segir Ásmundur Braga hafa sjálfan óskað eftir því að skipta um starfsvettvang eftir að þau mál komu upp.

Fyrr í dag var greint frá því að á fundi rík­is­stjórn­arinnar í morg­un var samþykkt að sækj­ast eft­ir sæti fyr­ir Íslands hönd í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna. Verður Bragi í kjöri til nefnd­ar­inn­ar.

Bragi Guðbrands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu.
Bragi Guðbrands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu.

Ásmundur fundaði í dag með for­mönn­um barna­vernd­ar­nefnda Reykja­vík­ur, Hafn­ar­fjarðar og Kópa­vogs en formenn þessara barna­vernd­ar­nefnda leituðu til vel­ferðarráðuneyt­is­ins síðastliðið haust vegna sam­skipta við Barna­vernd­ar­stofu og for­stjóra henn­ar og lögðu fram um­kvart­an­ir þar að lút­andi.

Í til­kynn­ing­unni frá velferðarráðuneytinu segir að um­kvart­an­irn­ar hafi verið teknar til efn­is­legr­ar um­fjöll­un­ar, sem nú sé lokið, og að niður­stöðurn­ar hafi verið kynnt­ar aðilum máls­ins.

Á ekki von á að Bragi snúi til baka

Ásmundur segir við Rúv að niðurstaða þessarar vinnu sé að formgera þurfi betur samskiptin á milli barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu. Þá segir hann að tilfærsla Braga tengist áherslu sinni á það að fá Braga til starfa í ráðuneytinu til þess að kortleggja snemmtæka íhlutun barna.

Enn fremur segist Ásmundur ekki eiga von á því að Bragi snúi aftur til starfa sem forstjóri Barnaverndarstofu þar sem hann telji nánast öruggt að hann nái kjöri í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna. Staðan verði því auglýst til umsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert