Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Gylfi Zoëga.
Gylfi Zoëga. Ljósmynd/Seðlabanki Íslands

Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.

Þetta kemur fram á vef Seðlabankans.

Gylfi hefur setið í peningastefnunefnd frá 2009. Hann hefur verið prófessor við Háskóla Íslands frá árinu 2003 en hann er einnig prófessor í hlutastafi við Birkebeck College í London.

Gylfi starfaði áður sem hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum og OFCE í París. Gylfi lauk doktorsprófi í hagfræði frá Columbia-háskóla í New York árið 1993.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert