Hönnunarverkfræðingurinn sem gerðist jógakennari

Sæunn Rut í jógastellingum í fögru umhverfi.
Sæunn Rut í jógastellingum í fögru umhverfi.

Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi.

Ég er með BSc-próf í hönnunarverkfræði frá Háskólanum í Skövde í Svíþjóð en eftir útskrift flutti ég til Englands. Mig langaði að einbeita mér frekar að hönnunarhliðinni heldur en verkfræðinni. En því miður getur það verið frekar erfitt fyrir nýútskrifuð ungmenni að finna starf í Bretlandi svo ég var ekki alveg í stöðu til að velja og hafna. En eftir smátíma fann ég starfsnám í gegnum styrkjaáætlun Evrópusambandsins Erasmus sem varð til þess að ég fluttist til Prag í nokkra mánuði.

Starfsnámið sjálft var í hönnun, aðallega lýsingarhönnun, en hluti af pakkanum var að við þurftum öll að taka kúrs í vefhönnun og vefsíðugerð. Mér líkaði vefhönnunin það vel að ég endaði á að finna vinnu við það þegar ég kom aftur til London í lok starfsnámsins.“

Sjá viðtal við Sæunni Rut í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert