Sunna Elvira komin til Sevilla

Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem hef­ur legið lömuð á sjúkra­húsi í Malaga á Spáni und­an­far­inn mánuð í kjöl­far falls, er komin á bæklunarspítala í Sevilla. Hún var flutt þangað frá Malaga í morgun og gekk flutningurinn vel. Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við mbl.is.

Ræðismaður Íslands í borginni hefur aðstoðað í málinu og mun áfram aðstoða eins og kostur er á. Þá mun borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins einnig halda áfram að veita aðstoð sem Sunna þarf á að halda og er í valdi ráðuneytisins að veita.

Íslenska lög­regl­an bíður enn svara frá spænsk­um lög­reglu­yf­ir­völd­um um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lög­regl­an hér á landi taki yfir rann­sókn á fíkniefnamáli sem Sunna teng­ist á Spáni. Vill lögreglan fá hana til lands­ins vegna rann­sókn­ar­hags­muna í málinu, sem meðal ann­ars teng­ist eig­in­manni Sunnu, Sig­urði Krist­ins­syni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert