Var skilin eftir af Strætó í öðru hverfi

Strætó. Strætisvagn
Strætó. Strætisvagn mbl.is/Hjörtur

Stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin eftir ein að kvöldi til fyrir utan skólann sinn, þegar keyra átti hana á ball í félagsmiðstöðinni sem er í öðru hverfi. Móðir stúlkunnar, Áslaug Ósk Hinriksdóttir fjallar um málið á Facebook-síðu sinni.

„Ef það er einhverntímann sem ég verð reið og sár þá er það núna, það gjörsamlega sýður í mér,“ segir Áslaug Ósk og kveðst s.s. áður hafa tjáð sig um þá þjónustu sem fatlaðir fái hjá Strætó.

Að þessu sinni hafa Þuríður Arna, dóttir sín, ætlað að fara á ball í félagsmiðstöðinni sinni og var pöntuð fyrir hana akstursþjónusta. „Ég kveð stúlkuna. Hálftíma síðar fæ ég hringingu frá henni og fann að það var ekki allt í lagi sem ég spyr hana og nei það var ekki allt í lagi. Hún var skilin eftir fyrir utan skólann sinn í staðinn fyrir félagsmiðstöðina sem er í allt öðru hverfi, hún sagði samt við bílstjórann að hún ætti ekki að fara þangað en skiljum hana samt eftir,“ segir Áslaug Ósk í færslu sinni.  

Enginn hafi verið í skólanum á þessum tíma, hann hafi verið lokaður og læstur og komið myrkur í þokkabót. „Á heilbrigður maður að skilja barnið eftir þegar það segir annað, hefði ekki þá verið sniðugt að hringja í mig eða láta hana hringja í mig og ath þetta? Nei skiljum hana eftir þar sem ENGIN er.“

„Óafsakanleg alvarleg mistök“ 

Áslaug Ósk segist hafa orðið bæði hrædd og reið, en sem betur fer hafi stúlkan verið með símann sinn og getað hringt. „Ég hefði ekki boðið í hitt. Þegar ég sótti hana var hún að sjálfsögðu hrædd, miður sín og með frosnar tær.“

Spyr hún því næst hvernig þjónusta þetta sé. Bílstjórinn hafi vissulega að öllum líkindum fengið vitlausar leiðbeiningar frá þjónustuborðinu, en að hann hafi samt skilið hana þarna eina eftir þrátt fyrir að stúlkan leiðrétti hann. 

Reiðipósti sínum til Strætó hafi verið svarað með því að þarna hafi orðið „óafsakanleg alvarleg mistök hjá okkur í bókun á ferðinni”, sem beðist sé afsökunar á.

„Komi ekki fyrir AFTUR??? Hvað er svona búið að koma oft fyrir og Þuríður Arna er ekki eina tilvikið,“ segir Áslaug Ósk og kveðst því miður hafa heyrt af mörgum fleiri slíkum tilfellum.

 „Við erum að tala um mjööööög viðkvæman hóp sem ENGIN mistök mega koma.“ Hún sé verulega sár og reið fyrir hönd dóttur sinnar, sem eftir að hafa liðið illa um tíma hafi loks látið eftir sér að skella sér í félagsmiðstöðina, og þá komi þetta fyrir.

Pöntuð var akstursþjónusta fyrir stúlkuna sem ætlað að ball í ...
Pöntuð var akstursþjónusta fyrir stúlkuna sem ætlað að ball í félagsmiðstöð sinni, en hún var síðan skilin eftir fyrir utan skóla sinn sem er í öðru hverfi. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Innlent »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðalagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »

Tekist á um kosningaaldur á þingi

16:45 Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks lét að því liggja í ræðu sinni áðan að þeir sem berðust fyrir því að frumvarp um lækkun kosningaaldurs færi óbreytt í gegn væru helst þeir sem teldu sig geta grætt pólitískt á því. Meira »

Tilnefna forvitnislegar kynlífslýsingar

16:07 Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum bókmenntum, verður veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma 6. apríl næstkomandi. Það verður í tólfta sinn sem viðurkenningin er veitt. Meira »

Hjólasöfnun hleypt af stokkunum

16:36 Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum um hádegisbil í dag í Sorpu á Sævarhöfða. Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður afhenti fyrstu hjólin í söfnunina og hvatti með því aðra til að láta gott af sér leiða með þeim hætti og koma hjólum sem ekki eru í notkun til þeirra sem hafa not fyrir þau. Meira »

Áfram í haldi vegna grófra brota

15:16 Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms í máli stuðningsfulltrúa sem er grunaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi. Maðurinn skal sæta varðhaldi til 13. apríl. Meira »

Of stutt í kosningar til breytinga

14:13 Samband íslenskra sveitarfélaga benti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á það í gær að Evrópuráðið ráðleggi almennt að ekki skuli breyta kosningalöggjöf einu ári fyrir kosningar, að því er segir í frétt á vefsíðu sambandsins. Meira »

Nauðgun liggi ekki frjálst samþykki fyrir

14:04 Samþykkt var með 48 samhljóða atkvæðum á Alþingi í dag að breyta skilgreiningu á nauðgun í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga þannig að í henni felist kynmök án samþykkis. Ennfremur að samþykki þurfi að hafa verið tjáð af fúsum og frjálsum vilja. Meira »

Ekki aðalmálið hvort ég mæti á HM

14:00 Það hefur verið nóg að gera í utanríkisráðuneytinu og mörg mál sem hafa komið til kasta þess síðustu daga. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir nokkur þeirra í Ísland vaknar í morgun. Meira »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »
Armbönd
...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/9, 1/...
Múrverk
Múrverk sími 8919193...
 
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...