Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Vindmyllur við Búrfell. Landvernd vill ekki að vindorkuvirkjanir verði reistar ...
Vindmyllur við Búrfell. Landvernd vill ekki að vindorkuvirkjanir verði reistar á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum. Mynd úr safni. Árni Sæberg

Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar og kemur fram í stefnumótunar- og leiðbeiningaritinu Virkjun vindorku á Íslandi, sem samtökin gefa út og afhentu þau í dag Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrsta eintakið. Ritið var einnig sent til allra sveitarfélaga á landinu og verður auk þess gert aðgengilegt á vef samtakanna.

Frá afhendingu skýrslunnar.
Frá afhendingu skýrslunnar. mbl.is/Hari

Telur Landvernd þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Þá hafna samtökin því að vindorkuvirkjunum verði komið fyrir innan verðmætra náttúrusvæða. Sjálfsagt sé að vindorkuver falli undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Vindorkuvirkjanir eigi heldur ekki að mati samtakanna að skerða „verðmætar landslagsheildir og ásýnd lands“.

Hvetja samtökin stjórnvöld til að marka sér stefnu um nýtingu vindorku og sveitarfélög til að marka sér langtímastefnu um vindorkuver í skipulagi sínu, og að tryggja um leið aðkomu almennings að ákvarðanatöku á fyrstu stigum ferlisins. Ekki liggur fyrir stefna um vindorkuvirkjanir í landsskipulagi og sveitarfélög hafa heldur almennt ekki markað stefnu um þær í skipulagi sínu, hvorki í svæðis-, aðal- né deiliskipulagi. 

Frá afhendingu skýrslunnar í dag.
Frá afhendingu skýrslunnar í dag. mbl.is/Hari

Tekið verði tillit til fuglavarps og vindhraðadreifingar 

Þóroddur F. Þóroddsson, sem áður starfaði hjá Skipulagsstofnun við mat á umhverfisáhrifum, er höfundur ritsins. Hann segir segir fulla ástæðu fyrir Íslendinga að skoða þessi mál betur og að ekki sé alltaf verið að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig. Sagan sýni að það borgi sig að reyna að grípa inn í fyrr. „Það er algjört lykilatriði að almenningur og þeir sem málið varðar beinlínis komi að umræðunni strax í byrjun, áður en búið er að fara með þetta langt í ferli og eyða bæði fé, tíma og fyrirhöfn í undirbúning,“ segir Þóroddur í samtali við mbl.is. 

Þóroddur F. Þóroddsson, höfundur ritsins, segir nauðsynlegt að almenningur og ...
Þóroddur F. Þóroddsson, höfundur ritsins, segir nauðsynlegt að almenningur og þeir sem málið varða komi að umræðu um vindorkuvirkjun strax í byrjun. mbl.is/Golli

Í ritinu er m.a. bent á mikilvægi þess að vanda vel undirbúning og staðsetningu vindorkuvirkjana í ljósi þess að bygging þeirra og rekstur kann að hafa ýmis neikvæð áhrif á umhverfið, ekki síst á landslag og ásýnd lands. „Vert er að huga að þessu strax frá upphafi með því m.a. að taka frá svæði þar sem vindorkuvirkjanir og vindorkuver verði ekki reist. Þá sé brýnt að fram fari almenn umræða um hvar komi til greina að staðsetja slík mannvirki og hvar þau eigi ekki heima,“ segir í ritinu.

Með því að koma með ábendingar um það hvar vindorkuvirkjanir ættu helst ekki að vera megi draga úr líkum á árekstrum.

Þóroddur segir meginhugmyndir um uppbyggingu ritsins koma frá Norðurlöndunum, en rætt var við ýmsa aðila við upphaf verksins, m.a. Guðjón Bragason hjá Sambandi sveitarfélaga. „Þar hleruðum við eftir áhuga manna og áherslum,“ segir Þóroddur. „Síðan funduðum við með tveimur sveitarfélögum á Suðurlandi og þar vorum við fyrst og fremst að hlusta á hvað þau vanhagaði um til að fjalla um þessi mál. Þar fengum við ýmsar góðar hugmyndir, sem eiga m.a. sinn þátt í að gátlistanum var bætt við ritið.“

Vísar Þóroddur þar í gátlista með 36 efnisatriðum sem sveitarstjórnum er bent á að hafa megi í huga í umræðum við væntanlega framkvæmdaaðila vindorkuvera og -virkjana. Er þar m.a. bent á að huga þurfi að nálægð við byggð, mögulegri hljóð- og sjónmengun, að kanna þurfi varp og farleiðir fugla, og gera þurfi veðurfarsrannsóknir á vindstefnu, -styrk og vindhraðadreifingu svo fátt eitt sé nefnt. 

„Þessi seinni hluti er í og með leiðbeiningar til sveitarstjórna og þar gengum við lengra en við höfðum fyrirmyndir um frá Norðurlöndunum,“ segir Þóroddur. „Við vonum hins vegar að það  hjálpi bæði sveitarstjórnarmönnum og framkvæmdaaðilum að átta sig á hvað þarf að skoða sérstaklega.“

Vilja lágmarka neikvæð áhrif framkvæmda

Engin stefna hefur enn verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi, hvort sem er af hálfu stjórnvalda, Alþingis eða sveitarstjórna og vonast Landvernd til að með ritinu megi lágmarka neikvæð áhrif slíkra framkvæmda. „Til að koma í veg fyrir að ráðist verði í byggingu vindorkuvirkjana á svæðum þar sem miklar líkur eru á að þær hafi veruleg neikvæð áhrif á viðkvæma náttúru landsins,“ eins og segir í fréttatilkynningu samtakanna.

Landvernd bendir enn fremur á að takmörkuð fræðsla liggi einnig fyrir af hálfu Skipulagsstofnunar fyrir sveitarstjórnir „til að byggja á umfjöllun og mótun afstöðu til slíkra fyrirspurna“.

mbl.is

Innlent »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

Í gær, 15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

Í gær, 14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »
Antiksalan
Vöruúrval fyrir fagurkera Gjafavöru, jólaskeiðar, jólaóróar, jólaplattar, B&G po...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...