Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Vindmyllur við Búrfell. Landvernd vill ekki að vindorkuvirkjanir verði reistar ...
Vindmyllur við Búrfell. Landvernd vill ekki að vindorkuvirkjanir verði reistar á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum. Mynd úr safni. Árni Sæberg

Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar og kemur fram í stefnumótunar- og leiðbeiningaritinu Virkjun vindorku á Íslandi, sem samtökin gefa út og afhentu þau í dag Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrsta eintakið. Ritið var einnig sent til allra sveitarfélaga á landinu og verður auk þess gert aðgengilegt á vef samtakanna.

Frá afhendingu skýrslunnar.
Frá afhendingu skýrslunnar. mbl.is/Hari

Telur Landvernd þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Þá hafna samtökin því að vindorkuvirkjunum verði komið fyrir innan verðmætra náttúrusvæða. Sjálfsagt sé að vindorkuver falli undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Vindorkuvirkjanir eigi heldur ekki að mati samtakanna að skerða „verðmætar landslagsheildir og ásýnd lands“.

Hvetja samtökin stjórnvöld til að marka sér stefnu um nýtingu vindorku og sveitarfélög til að marka sér langtímastefnu um vindorkuver í skipulagi sínu, og að tryggja um leið aðkomu almennings að ákvarðanatöku á fyrstu stigum ferlisins. Ekki liggur fyrir stefna um vindorkuvirkjanir í landsskipulagi og sveitarfélög hafa heldur almennt ekki markað stefnu um þær í skipulagi sínu, hvorki í svæðis-, aðal- né deiliskipulagi. 

Frá afhendingu skýrslunnar í dag.
Frá afhendingu skýrslunnar í dag. mbl.is/Hari

Tekið verði tillit til fuglavarps og vindhraðadreifingar 

Þóroddur F. Þóroddsson, sem áður starfaði hjá Skipulagsstofnun við mat á umhverfisáhrifum, er höfundur ritsins. Hann segir segir fulla ástæðu fyrir Íslendinga að skoða þessi mál betur og að ekki sé alltaf verið að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig. Sagan sýni að það borgi sig að reyna að grípa inn í fyrr. „Það er algjört lykilatriði að almenningur og þeir sem málið varðar beinlínis komi að umræðunni strax í byrjun, áður en búið er að fara með þetta langt í ferli og eyða bæði fé, tíma og fyrirhöfn í undirbúning,“ segir Þóroddur í samtali við mbl.is. 

Þóroddur F. Þóroddsson, höfundur ritsins, segir nauðsynlegt að almenningur og ...
Þóroddur F. Þóroddsson, höfundur ritsins, segir nauðsynlegt að almenningur og þeir sem málið varða komi að umræðu um vindorkuvirkjun strax í byrjun. mbl.is/Golli

Í ritinu er m.a. bent á mikilvægi þess að vanda vel undirbúning og staðsetningu vindorkuvirkjana í ljósi þess að bygging þeirra og rekstur kann að hafa ýmis neikvæð áhrif á umhverfið, ekki síst á landslag og ásýnd lands. „Vert er að huga að þessu strax frá upphafi með því m.a. að taka frá svæði þar sem vindorkuvirkjanir og vindorkuver verði ekki reist. Þá sé brýnt að fram fari almenn umræða um hvar komi til greina að staðsetja slík mannvirki og hvar þau eigi ekki heima,“ segir í ritinu.

Með því að koma með ábendingar um það hvar vindorkuvirkjanir ættu helst ekki að vera megi draga úr líkum á árekstrum.

Þóroddur segir meginhugmyndir um uppbyggingu ritsins koma frá Norðurlöndunum, en rætt var við ýmsa aðila við upphaf verksins, m.a. Guðjón Bragason hjá Sambandi sveitarfélaga. „Þar hleruðum við eftir áhuga manna og áherslum,“ segir Þóroddur. „Síðan funduðum við með tveimur sveitarfélögum á Suðurlandi og þar vorum við fyrst og fremst að hlusta á hvað þau vanhagaði um til að fjalla um þessi mál. Þar fengum við ýmsar góðar hugmyndir, sem eiga m.a. sinn þátt í að gátlistanum var bætt við ritið.“

Vísar Þóroddur þar í gátlista með 36 efnisatriðum sem sveitarstjórnum er bent á að hafa megi í huga í umræðum við væntanlega framkvæmdaaðila vindorkuvera og -virkjana. Er þar m.a. bent á að huga þurfi að nálægð við byggð, mögulegri hljóð- og sjónmengun, að kanna þurfi varp og farleiðir fugla, og gera þurfi veðurfarsrannsóknir á vindstefnu, -styrk og vindhraðadreifingu svo fátt eitt sé nefnt. 

„Þessi seinni hluti er í og með leiðbeiningar til sveitarstjórna og þar gengum við lengra en við höfðum fyrirmyndir um frá Norðurlöndunum,“ segir Þóroddur. „Við vonum hins vegar að það  hjálpi bæði sveitarstjórnarmönnum og framkvæmdaaðilum að átta sig á hvað þarf að skoða sérstaklega.“

Vilja lágmarka neikvæð áhrif framkvæmda

Engin stefna hefur enn verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi, hvort sem er af hálfu stjórnvalda, Alþingis eða sveitarstjórna og vonast Landvernd til að með ritinu megi lágmarka neikvæð áhrif slíkra framkvæmda. „Til að koma í veg fyrir að ráðist verði í byggingu vindorkuvirkjana á svæðum þar sem miklar líkur eru á að þær hafi veruleg neikvæð áhrif á viðkvæma náttúru landsins,“ eins og segir í fréttatilkynningu samtakanna.

Landvernd bendir enn fremur á að takmörkuð fræðsla liggi einnig fyrir af hálfu Skipulagsstofnunar fyrir sveitarstjórnir „til að byggja á umfjöllun og mótun afstöðu til slíkra fyrirspurna“.

mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir að halda konum í gíslingu

14:33 Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að halda tveimur konum í gíslingu í fjórar til sex klukkustundir á heimili annarrar konunnar og annars mannsins í júnímánuði fyrir tveimur árum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Meira »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sambærilegt en ásýndin öðruvísi

14:00 Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ segir að allt hafi gengið að óskum varðandi öryggismál og aðbúnað íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi en það dvelur í góðu yfirlæti í strandbænum Kabardinka við Svartahaf. Meira »

Rúrik vekur athygli á armböndum Krafts

13:33 Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason nýtir athyglina sem hann hefur hlotið á HM vel, en hann deildi mynd af sér með armband frá Krafti á Instagram-reikningi sínum og benti á Instagram-reikning Krafts í leiðinni. Meira »

„Þetta fer bara vel í mig“

13:12 Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar fer fram í dag og liggur talsverður fjöldi tillagna fyrir fundinum. Hefðbundið er að á fyrsta fundi séu ekki afgreiddar margar tillögur, að þessu sinni liggur fyrir fjöldi tillagna frá minnihlutanum. Meira »

Heilbrigðiskerfið byggist á fólki

12:29 „Það er mikilvægt að byggja hús, skapa gott umhverfi, hlúa að framtíðinni. Enn mikilvægara er að hafa í huga að heilbrigðiskerfi er og verður ekki byggt upp á húsum, heilbrigðiskerfi er byggt upp af fólki,“ segir formaður hjúkrunarráðs Landspítala í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra. Meira »

Dagurinn engin tilviljun

11:50 Facebook-hópurinn „Mæður og feður standa með ljósmæðrum“ stendur fyrir samstöðufundi vegna kjarabaráttu ljósmæðra í tilefni af kvennréttindadegi íslenskra kvenna í dag. Samninganefnd ljósmæðra á fund við samninganefnd ríkisins í fyrramálið, en ljósmæður höfnuðu nýjum samningi 8. júní. Meira »

Bríetar minnst á kvenréttindadeginum

11:25 Kvenréttindadagur íslenskra kvenna er í dag en á þessum degi fyrir hundrað og þremur árum fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð

11:05 Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í Stigahlíð í Reykjavík í gærkvöldi. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn sjónarvotta voru á staðnum þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum auk almennra lögreglubíla og lögreglumanna. Meira »

„Kona fer í stríð“ sýnd á Ísafirði

10:49 „Efni myndarinnar snertir málefni sem brenna á Vestfirðingum, hugmyndin er að í framhaldinu geti orðið samtal á milli fólks,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri og framleiðandi verðlaunakvikmyndarinnar Kona fer í stríð, í samtali við Morgunblaðið. Hann mun halda sérsýningu á kvikmyndinni í Ísafjarðarbíói kl. 17 síðdegis. Meira »

Leita að ökumanni sem ók á barn

10:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns rauðrar fólksbifreiðar sem ók á 7 ára dreng á reiðhjóli í Árskógum í Reykjavík skömmu fyrir kl. 16 mánudaginn 18. júní, þannig að líkamstjón hlaust af, en ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi. Meira »

Umferðarslys norðan við Akureyri

10:05 Lögregla og sjúkralið voru kölluð út á tíunda tímanum vegna umferðarslyss skammt norðan við Akureyri, í vestanverðum Eyjafirði. Svo virðist vera sem dekk hafi losnað undan vörubíl og skollið beint framan á fólksbíl, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Svikin um miða á leikinn

08:35 Margir Íslendingar lögðu leið sína til Moskvu um síðustu helgi. Meðal þeirra er íslensk fjölskylda sem lenti í óskemmtilegri reynslu og var svikin um miða á leik Íslands gegn Argentínu í Moskvu. Meira »

Sólin dvalið norðaustan til

07:57 Frá sumardeginum fyrsta til og með 17. júní voru aðeins 210 sólarstundir á höfuðborgarsvæðinu, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og teljist það langt undir meðallagi. Meira »

Aldrei fundist jafn gaman í vinnunni

07:37 „Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf. Það er mjög gaman að setjast yfir þessi lið sem ég hef sjálf fylgst með á stórmótum frá því ég var pínulítil. Það er einfaldlega frábært að fá að taka þátt í þessu núna,“ segir Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV. Meira »

Verða í Reykjavíkurhöfn um hádegi

07:11 Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK-10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er Þór kominn inn í Faxaflóa og von á að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík um hádegi. Meira »

Mikil bleyta á Reykjanesbraut

07:06 Varað er við hvössum vindhviðum við fjöll á Suðaustur- og Austurlandi í dag en von er á þungbúnu og svölu veðri víða á landinu. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Suðurnesjum hefur rignt talsvert þar í nótt og er mikil bleyta á Reykjanesbrautinni sem situr í hjólförum sem getur verið varasamt og ökumenn beðnir um að sýna aðgát. Meira »

Þrjár tilkynningar um borgarísjaka

06:58 Stjórnstöð siglinga hafa borist þrjár tilkynningar um borgarísjaka undanfarnar klukkustundir. Enginn þeirra er á sömu slóðum en gott skyggni er á miðunum samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meira »

Með lyfjakokteil í blóðinu

05:53 Tíu ökumenn voru stöðvaðir af næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra var með fimm tegundir fíkniefna í blóðinu, annar fjórar og sá þriðji var með þrjár tegundir eiturlyfja í blóðinu. Margir þeirra voru próflausir. Meira »
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 28/5, 25/6, 2...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...