Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Vindmyllur við Búrfell. Landvernd vill ekki að vindorkuvirkjanir verði reistar ...
Vindmyllur við Búrfell. Landvernd vill ekki að vindorkuvirkjanir verði reistar á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum. Mynd úr safni. Árni Sæberg

Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar og kemur fram í stefnumótunar- og leiðbeiningaritinu Virkjun vindorku á Íslandi, sem samtökin gefa út og afhentu þau í dag Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrsta eintakið. Ritið var einnig sent til allra sveitarfélaga á landinu og verður auk þess gert aðgengilegt á vef samtakanna.

Frá afhendingu skýrslunnar.
Frá afhendingu skýrslunnar. mbl.is/Hari

Telur Landvernd þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Þá hafna samtökin því að vindorkuvirkjunum verði komið fyrir innan verðmætra náttúrusvæða. Sjálfsagt sé að vindorkuver falli undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Vindorkuvirkjanir eigi heldur ekki að mati samtakanna að skerða „verðmætar landslagsheildir og ásýnd lands“.

Hvetja samtökin stjórnvöld til að marka sér stefnu um nýtingu vindorku og sveitarfélög til að marka sér langtímastefnu um vindorkuver í skipulagi sínu, og að tryggja um leið aðkomu almennings að ákvarðanatöku á fyrstu stigum ferlisins. Ekki liggur fyrir stefna um vindorkuvirkjanir í landsskipulagi og sveitarfélög hafa heldur almennt ekki markað stefnu um þær í skipulagi sínu, hvorki í svæðis-, aðal- né deiliskipulagi. 

Frá afhendingu skýrslunnar í dag.
Frá afhendingu skýrslunnar í dag. mbl.is/Hari

Tekið verði tillit til fuglavarps og vindhraðadreifingar 

Þóroddur F. Þóroddsson, sem áður starfaði hjá Skipulagsstofnun við mat á umhverfisáhrifum, er höfundur ritsins. Hann segir segir fulla ástæðu fyrir Íslendinga að skoða þessi mál betur og að ekki sé alltaf verið að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig. Sagan sýni að það borgi sig að reyna að grípa inn í fyrr. „Það er algjört lykilatriði að almenningur og þeir sem málið varðar beinlínis komi að umræðunni strax í byrjun, áður en búið er að fara með þetta langt í ferli og eyða bæði fé, tíma og fyrirhöfn í undirbúning,“ segir Þóroddur í samtali við mbl.is. 

Þóroddur F. Þóroddsson, höfundur ritsins, segir nauðsynlegt að almenningur og ...
Þóroddur F. Þóroddsson, höfundur ritsins, segir nauðsynlegt að almenningur og þeir sem málið varða komi að umræðu um vindorkuvirkjun strax í byrjun. mbl.is/Golli

Í ritinu er m.a. bent á mikilvægi þess að vanda vel undirbúning og staðsetningu vindorkuvirkjana í ljósi þess að bygging þeirra og rekstur kann að hafa ýmis neikvæð áhrif á umhverfið, ekki síst á landslag og ásýnd lands. „Vert er að huga að þessu strax frá upphafi með því m.a. að taka frá svæði þar sem vindorkuvirkjanir og vindorkuver verði ekki reist. Þá sé brýnt að fram fari almenn umræða um hvar komi til greina að staðsetja slík mannvirki og hvar þau eigi ekki heima,“ segir í ritinu.

Með því að koma með ábendingar um það hvar vindorkuvirkjanir ættu helst ekki að vera megi draga úr líkum á árekstrum.

Þóroddur segir meginhugmyndir um uppbyggingu ritsins koma frá Norðurlöndunum, en rætt var við ýmsa aðila við upphaf verksins, m.a. Guðjón Bragason hjá Sambandi sveitarfélaga. „Þar hleruðum við eftir áhuga manna og áherslum,“ segir Þóroddur. „Síðan funduðum við með tveimur sveitarfélögum á Suðurlandi og þar vorum við fyrst og fremst að hlusta á hvað þau vanhagaði um til að fjalla um þessi mál. Þar fengum við ýmsar góðar hugmyndir, sem eiga m.a. sinn þátt í að gátlistanum var bætt við ritið.“

Vísar Þóroddur þar í gátlista með 36 efnisatriðum sem sveitarstjórnum er bent á að hafa megi í huga í umræðum við væntanlega framkvæmdaaðila vindorkuvera og -virkjana. Er þar m.a. bent á að huga þurfi að nálægð við byggð, mögulegri hljóð- og sjónmengun, að kanna þurfi varp og farleiðir fugla, og gera þurfi veðurfarsrannsóknir á vindstefnu, -styrk og vindhraðadreifingu svo fátt eitt sé nefnt. 

„Þessi seinni hluti er í og með leiðbeiningar til sveitarstjórna og þar gengum við lengra en við höfðum fyrirmyndir um frá Norðurlöndunum,“ segir Þóroddur. „Við vonum hins vegar að það  hjálpi bæði sveitarstjórnarmönnum og framkvæmdaaðilum að átta sig á hvað þarf að skoða sérstaklega.“

Vilja lágmarka neikvæð áhrif framkvæmda

Engin stefna hefur enn verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi, hvort sem er af hálfu stjórnvalda, Alþingis eða sveitarstjórna og vonast Landvernd til að með ritinu megi lágmarka neikvæð áhrif slíkra framkvæmda. „Til að koma í veg fyrir að ráðist verði í byggingu vindorkuvirkjana á svæðum þar sem miklar líkur eru á að þær hafi veruleg neikvæð áhrif á viðkvæma náttúru landsins,“ eins og segir í fréttatilkynningu samtakanna.

Landvernd bendir enn fremur á að takmörkuð fræðsla liggi einnig fyrir af hálfu Skipulagsstofnunar fyrir sveitarstjórnir „til að byggja á umfjöllun og mótun afstöðu til slíkra fyrirspurna“.

mbl.is

Innlent »

Cantona hitti forseta Íslands

18:37 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu. Meira »

Öryggi sjúkraflutninga áfram tryggt

18:02 Öryggi sjúkraflutninga verður áfram tryggt á meðan unnið er að því að skipuleggja fyrirkomulag þjónustunnar til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Meira »

Vélhjólaslys í Þykkvabæjarfjöru

17:55 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru boðaðar út um fimmleytið í dag vegna vélhjólaslyss í Þykkvabæjarfjöru.  Meira »

Slasaður skíðamaður á Heljardalsheiði

17:46 Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um kl. 16 í dag vegna slasaðs skíðamanns á Heljardalsheiði. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á vettvang á vélsleða. Meira »

Þrír fluttir með þyrlu á slysadeild

17:10 Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð við Strýtur sunnan við Hveravelli þegar jeppi fór fram af hengju. Meira »

Lilja oddvitaefni B-lista

16:49 Lilja Einarsdóttir er oddvitaefni B-lista framsóknarmanna og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinu Hvoli í dag. Meira »

Fullt úr úr dyrum á #metoo-fundi

15:52 Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu á #metoo-fund sem Landssamband sjálfstæðiskvenna stóð fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Þyrla kölluð til vegna fjórhjólaslyss

16:20 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna fjórhjólaslyss á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum var fyrst á vettvang og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Slysið varð á vegi sem liggur frá Suðurstrandavegi að Djúpavatni. Meira »

Hnúfubak rak á land í Héðinsfirði

15:35 Fullvaxinn hnúfubakur hefur legið dauður í nokkurn tíma í fjöru í Héðinsfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Ægissyni, fréttaritara mbl.is og Morgunblaðsins á Siglufirði, var hvalsins fyrst vart 9. mars en sennilega er töluvert lengra síðan hvalinn rak á land. Meira »

Saksóknari fékk ekki fíkniefnaskýrslu

15:31 Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki kynnt embætti ríkissaksóknara skýrslu heilbrigðisráðherra um mótun og stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkefnum vímuefnaneyslu frá árinu 2016. Meira »

Gengu í það heilaga á Hlemmi

14:46 Hlemmur mathöll hefur vakið lukku meðal landsmanna sem og ferðamanna sem hafa lagt leið sína þangað frá því að höllin opnaði síðasta sumar. En það er óhætt að fullyrða að fáir hafi heillast jafn mikið af Hlemmi og bandaríska parið Jennifer og Eric Stover, sem eru stödd hér á landi í fríi. Meira »

Mótmæla þögn íslenskra stjórnvalda

14:01 Fjöldi fólks kom saman við Hallgrímskirkju í hádeginu í dag til að styðja íbúa Afrín-héraðs í Sýrlandi. Einnig þrýsta mótmælendur á íslensk stjórnvöld að fordæma innrás Tyrklandshers inn í héraðið. Meira »

Klappað fyrir Sigríði Andersen

13:45 Fyrirspyrjandi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins kaus að ljúka máli sínu í fyrirspurnartíma í morgun, þar sem sjálfstæðismenn gátu lagt fram munnlegar fyrirspurnir fyrir forystumenn flokksins, á því að þakka Sigríði Andersen dómsmálaráðherra fyrir störf hennar. Meira »

Þörf á nokkurra ára aðlögunartíma

12:10 Töluverð vinna er í gangi í atvinnuvegaráðuneytinu til þess að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins í nóvember á síðasta ári þar sem innflutningstakmarkanir Íslands á fersku kjöti frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) voru dæmdar ólögmætar. Meira »

Nefndin og LÍ alls ekki sammála

11:57 Enn sem komið er er afskaplega lítið að frétta af kjarasamningum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins, að sögn Áslaugar Írisar Valsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Meira »

Þarf að greiða banka 7 milljónir

13:32 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þar sem Sævari Jónssyni, kaupmanni og fyrrverandi fyrirliða landsliðsins í knattspyrnu, var gert að greiða Pillar Securitsation, banka í Lúxemborg, sjö milljónir króna vegna íbúðarhúss í Flórída. Meira »

LSS hlynnt að ríkið reki sjúkrabíla

11:59 Yfirtaka hins opinbera á rekstri sjúkrabíla frá Rauða krossinum er mikilvægur áfangi í að einfalda kerfið að mati Stefáns Pálssonar, formanns Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Rauði krossinn á Íslandi hefur átt og rekið sjúkrabíla í 90 ár en samningar um áframhaldandi rekstur hafa verið lausir frá 2015. Meira »

Hrókurinn sýnir listaverk frá Grænlandi

11:12 Í dag á milli kl. 14 og 16 er opið hús hjá Skákfélaginu Hróknum, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Sýndar verða ljósmyndir, teikningar og listaverk frá síðustu ferð Hróksins til Kulusuk, fyrr í mánuðinum. Meira »
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Símstöð MACROTEL.
Símstöð selst ódýrt, aðeins 4000kr. uppl.sími: 8691204 ...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...