76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Vilhjálmur Egilsson rektor.
Vilhjálmur Egilsson rektor. Ljósmynd/Aðsend

76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. 

Útskriftarverðlaun í grunnnámi hlutu, Sandra Ýr Pálsdóttir, viðskiptadeild og Ásta Sóllilja Karlsdóttir, félagsvísinda- og lagadeild. Í meistaranámi hlutu útskriftarverðlaun, þau Kári Steinar Lúthersson, viðskiptadeild og Erla María Árnadóttir, félagsvísinda- og lagadeild. Að auki fengu tveir nemendur felld niður skólagjöld á haustönn vegna framúrskarandi námsárangurs, þau Vera Dögg Höskuldsdóttir, viðskiptadeild og Pétur Steinn Pétursson, félagsvísinda- og lagadeild.  

Í hátíðarræðu sinni til útskriftarnemenda vék Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, að gildum skólans sem eru frumkvæði, samvinna og ábyrgð. Af þessum gildum leiðir að áhersla er í náminu á hvatningu til heilbrigðs metnaðar og að rækta frumkvæði nemenda. Einnig að efla samvinnugetu einstaklingsins og hæfni til vinna með mismunandi fólki, þar sem styrkleikar hvers annars eru nýttir. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert