Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars.

Þessu greindi hún frá í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun.

Nefndi hún að ákvörðunin væri í samræmi við fyrri yfirlýsingar hennar er hún tók við embættinu.

Áslaug Arna mun áfram gefa kost á sér sem ritari flokksins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti um framboð sitt til varaformanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í morgun.

Har­aldur Bene­dikts­son, 1. þing­maður Norðvest­ur-kjör­dæm­is, greindi frá því fyrr í vikunni að hann væri að íhuga framboð til varaformanns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert