Ekki vanhæf til að meta starfsfélaga

Brátt verður skipað í embætti landlæknis. Nefnd mat hæfi umsækjenda.
Brátt verður skipað í embætti landlæknis. Nefnd mat hæfi umsækjenda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, var einn þriggja nefndarmanna sem mátu hæfi umsækjenda um stöðu landlæknis.

Hún segir að nefndin hafi horft til ýmissa þátta við matið, sem allir höfðu jafnt vægi. Umsækjendurnir sex voru metnir samkvæmt ákveðnum kvarða.

„Við fórum í gegnum gögnin og gáfum hvert í sínu lagi stig fyrir ólík atriði,“ segir Guðlaug en umsækjendur voru fyrst metnir á grundvelli menntunar, starfsreynslu og stjórnunarreynslu. „Við fórum yfir og ræddum okkar niðurstöður og það kom á daginn að við vorum afar samhljóða í því mati,“ segir Guðlaug í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert