Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Of mikið. Konunum er nóg boðið hvað karlarnir horfa mikið …
Of mikið. Konunum er nóg boðið hvað karlarnir horfa mikið á enska boltann.

Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. ABBA-tónlist blæs krafti í mannskapinn og áhorfendur geta treyst því að lognmollan svífur ekki yfir vötnum.

Leikdeild Eflingar hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í menningarlífi Þingeyinga. Á hverju ári er félagsheimilinu Breiðumýri breytt í leikhús og þar er setið við borð, drukkið kaffi með vöfflum og fólk nýtur skemmtilegrar kvöldstundar þar sem áhugaleikarar stíga á svið. Viðfangsefnin hafa verið mörg í gegnum árin, en gleði og kraftur hafa einkennt þau leikrit sem hafa verið sett upp og mörg þeirra hafa notið mikilla vinsælda.

Í leikstarfinu er ekkert kynslóðabil og ungir jafnt sem aldnir taka þátt í sýningunum. Það hefur m.a. vakið athygli hve mikið nemendur Framhaldsskólans á Laugum hafa tekið þátt í þessari starfsemi. Það hefur orðið til þess að auðga félagslíf nemenda að vera með sveitafólkinu í því að skapa eitthvað og skemmta öðrum. Það eru því reyndir og óreyndir á sviðinu, blanda af öllum aldurshópum og allir hafa gaman af því sem er að gerast.

Sjá umfjöllun um leikstarf Eflingar í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert