Vill ekki að Efling verði beintengd pólitík

Ingvar Vigar Halldórsson leiðir A-listann í stjórnarkjöri Eflingar.
Ingvar Vigar Halldórsson leiðir A-listann í stjórnarkjöri Eflingar. Ljósmynd/Aðsend

Ingvar Vigur Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar stéttarfélags í byrjun næsta mánaðar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann segist bjóða sig fram á eigin forsendum en ekki uppskáldaðrar elítu sem andstæðingar hans hafi reynt að setja fram.

Í samtali við mbl.is segir Ingvar að hann aðhyllist ekki róttæka baráttu sem mótframbjóðendur hans hafi lagt upp með heldur vilji hann byggja á því starfi sem fyrri stjórn hafi unnið að. Þá segist hann staðfastur um að Efling verði áfram innan ASÍ.

Áhyggjur af pólitískri tengingu inn í Eflingu

Undanfarið hefur mikil athygli beinst að mótframboði Ingvars og hafa meðal annars Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness  lýst yfir stuðningi við B-listann í kosningunum, sem Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir. Þá hefur Gunnar Smári Egilsson og Sósialistaflokkurinn verið tengdir við framboð hennar og sagði fráfarandi formaður Eflingar óvanalegt að utanaðkomandi pólitískt afl skipti sér af málefnum einstakra stéttarfélaga.

Ingvar segir að undir venjulegum kringumstæðum myndi hann ekki vilja tjá sig um mótframboðið, en að hann hafi miklar áhyggjur af því sem hann kallar pólitíska tengingu inn í stéttarbaráttuna. „Ég hef áhyggjur af því að einn helsti talsmaður B-listans sé Gunnar Smári og hef áhyggjur af því að hann ætli að nota þetta sem stökkpall inn í sveitarstjórnarkosningarnar,“ segir Ingvar og bætir við að Gunnar Smári hafi verið með markaðssetningu fyrir framboð Sólveigar á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins.

„Það er mjög langt síðan pólitík og stéttarfélög voru slitin í sundur og í stéttarfélögum á að vera pláss fyrir allar raddir, óháð pólitík,“ segir Ingvar. Gagnrýnir hann einnig aðkomu þeirra Ragnars Þórs og Vilhjálms. „Það er mjög óeðlilegt að formenn annarra stéttarfélögum skipti sér af kosningu í öðrum félögum.“

Vill Eflingu innan vébanda ASÍ

Ragnar Þór hefur meðal annars talað fyrir mögulegri útgöngu VR úr ASÍ  og gagnrýnt Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ. Þá hafi hann sagt á kynningarfundi framboðs B að Gylfa væri ekki stætt næði Sólveig kjöri. Spurður út í afstöðu sína varðandi veru Eflingar í ASÍ segir Ingvar að afstaða hans og framboðsins sé mjög skýr. „Við viljum byggja á áframhaldandi samvinnu með heildarsamtökunum ASÍ og við teljum að með samstöðu náum við betri árangri. Ég tel rangt að segja sig úr samtökunum og tel að þau [innskot blaðamanns: framboð Sólveigar] sé að horfa þá leið.“

Ingvar vísar til þess að Vilhjálmur hafi nýlega sagt að hann hafi fundað með Sólveigu og Ragnari í þrjár klukkustundir, en bæði Ragnar og Vilhjálmur hafa verið mjög gagnrýnir á núverandi forystu ASÍ. „Það er eitthvað í gangi sem er ekki hliðholt samstöðunni.“

„Það var reynt að setja mig í prinsessustól

Þá gagnrýnir Ingvar að stuðningsmenn mótframboðsins hafi stillt honum upp sem einhverjum arftaka sem fyrri stjórn hafi valið. „Það var reynt að setja mig í prinsessustól, en svo er ekki,“ segir hann og bætir við: „Það er klárlega verið að láta líta út fyrir að ég sé hluti af einhverri ímyndaðri elítu.“

Segist Ingvar sjálfur hafa tekið ákvörðun um að bjóða sig fram og enginn úr stjórn félagsins hafi beðið hann um það. Segist hann hafa hugsað um framboðið í langan tíma, en það hafi alls ekki verið sjálfgefið.

Hann hafi hins vegar verið þátttakandi í stéttarfélagsbaráttunni frá 16 ára aldurs. Fyrst sem trúnaðarmaður hjá Akureyrarbæ, en þar vann hann við sorphirðu, „eða sem ruslakall eins og það var þá kallað,“ segir Ingvar. Í gegnum tíðina hafi þetta alltaf verið hugsjónarstarf unnið í sjálfboðavinnu. Eina greiðslan sem hann hafi fengið fyrir störf sín í áratugi hafi verið 70 þúsund króna árleg greiðsla þegar hann var í stjórn Eflingar, en það var hugsað sem aksturspeningur og greiðsla stöðumælagjalda eftir að Reykjavík setti upp mæla við húsnæði félagsins.

„Það á ekki að byrja að hrópa úlfur úlfur 

„Ég hef alltaf trúað á að verkin tali, en finnst það vanta núna,“ segir hann og bætir við að sér finnist mótframboðið frekar hafa viðhorfið „helvítis fokkin fokk“, að þau hafi ekki mætt á fundi hjá félaginu í gegnum tíðina eða reynt að hafa áhrif, en ætli nú að koma með róttækar hugmyndir og segi að allt sem unnið hafi verið sé ómögulegt. Hans skoðun sé hins vegar að Grettistaki hafi verið lyft í mörgum málaflokkum, þó að hann vilji gera betur. „Munurinn á okkur Sólveigu er að ég vil byggja á því góða starfi sem hefur verið unnið. Þau segja beint út að þau vilja róttæka baráttu og aðgerðir.“

Segist hann ekki getað tekið undir með að það eigi strax að fara í róttæka baráttu. Segir hann fyrsta skrefið í viðræðum alltaf vera samtal „Það á ekki að byrja að hrópa úlfur úlfur eða hóta verkfalli.“ Ef ekkert komi úr því þurfi aftur á móti að skoða næstu skref eins og verkföll eða aðrar aðgerðir

Verið á kafi í starfi Eflingar síðustu 15 ár

Eftir að hafa unnið í nokkur ár á Akureyri flutti Ingvar til Danmörku og bjó þar í fimm ár, en svo flutt heim fyrir um 15 árum og síðan þá verið á kafi í starfi Eflingar. Meðal annars hafi hann verið trúnaðarmaður hjá Efnamóttökunni, þar sem hann hafi unnið allan tímann og svo hafi hann farið í trúnaðarráð Eflingar og síðar í stjórnina. Hins vegar hafi hann ekki verið í stjórninni á síðasta ári, en verið í stjórn sjúkrasjóðs, samninganefnd og fleiri trúnaðarstörfum.

Lægstu launin, húsnæðismál og mannréttindi

„Ég hef brennandi áhuga á þessu og sá tækifæri þegar Sigurður [Bessason] tekur ákvörðun um að gefa ekki kost á sér. Sá þar kost á því að hafa áhrif,“ segir Ingvar. Það sem helst brennur á honum eru lægstu laun og húsnæðismálin. Þannig eigi hann sjálfur börn á þeim aldri sem vanti húsnæði og að hann sjái með eigin augum hversu erfitt ástandið sé þar.

„Ég vil keyra áfram verkefni eins og Bjarg,“ segir hann en þar á hann við fasteignafélagið Bjarg sem stéttarfélög og sveitarfélög standa að og er byrjað að reisa íbúðir fyrir hina tekjulægstu. Segir hann hugmyndafræðina þar eins og „gamla féló“ og að þróa eigi það kerfi lengra áfram. Þá segist hann vilja beita rödd sinni fyrir því að greidd leiga verði grundvöllur greiðslumats þannig að fólk sem geti greitt 200 þúsund í leigu falli ekki á greiðslumati upp á 160 þúsund.

Ingvar segist einnig berjast fyrir almennum mannréttindum og að slíkt skipti miklu máli í félagi eins og Eflingu. Vísar hann meðal annars til #metoo-byltingarinnar og að innan Eflingar sé stór hópur sem hafi stigið fram í þeirri umræðu, ekki síst meðal kvenna af erlendum uppruna. Segir hann að félagið þurfi að passa upp á að umræðan um þessi mál deyi ekki út.

Kosningar í stjórn Eflingar mun fara fram dagana 5-6. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Í gær, 23:45 Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE, fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Meira »

Samið við risann í bransanum

Í gær, 23:40 Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Meira »

Valdið ekki hjá borginni

Í gær, 22:08 Hvorki borgarstjóri né fulltrúar hans hafa haft samband við utanríkisráðuneytið vegna flugs utanríkisráðherra og þingmanna frá Reykjavíkurflugvelli um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í gær. Segir í svörum utanríkisráðuneytisins að borgin hafi ekki valdheimildir í þessum efnum. Meira »

Tveir aldnir á afréttinum

Í gær, 21:35 Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er 82 ára og trússar fyrir gangnamenn á Weapon-jeppanum sínum sem er 65 ára. Segja má það þeir séu nánast orðnir hluti af landslaginu á Landmannaafrétti. Meira »

Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave

Í gær, 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að dagbækur og minnisbækur sem hann hélt í forsetatíð sinni, og hefur nú afhent Þjóðskjalasafni, muni meðal annars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Icesave-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Meira »

Hafa fengið ábendingar frá starfsmönnum OR

Í gær, 20:34 Borgarfulltrúar hafa fengið fjölda ábendinga frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar var rekinn fyrir ósæmilega hegðun, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki

Í gær, 20:00 Árið 2002 var aðeins notast við reiðhjól í 0,8% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2012 var hlutfallið komið upp í 4% og í fyrra var það um 7%. Á næstu 10 árum er líklegt að þetta hlutfall geti farið upp í 15% ef vel er haldið á spöðunum varðandi innviðauppbyggingu fyrir hjólandi umferð. Meira »

Fylgifiskur þess að vera í NATO

Í gær, 19:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfingu hér við land fylgja því að vera í NATO og einu gildi hvernig henni líði með það. Þetta kom fram í samtali Katrínar við RÚV í kvöld, en þingmenn VG hafa mótmælt heræfingunni. Meira »

Minnismerki um fyrstu vesturfarana

Í gær, 19:40 Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að veita styrk til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.  Meira »

Fjölga smáhýsum og félagslegum leiguíbúðum

Í gær, 18:45 Borgarráð hefur samþykkt að auka stuðning við Félagsbústaði ehf. vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði og fjölga til muna smáhýsum fyrir utangarðsfólk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Vildi ekki greiðslu frá hetju Vals

Í gær, 18:40 Eusébio da Silva Ferreira var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1965, var markakóngur á HM í fótbolta 1966 og fékk gullskóinn 1968 fyrir að vera markakóngur Evrópu. Hann náði samt ekki að skora á móti Val í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvelli fyrir um 50 árum. Meira »

Óvæntur gestur í laxateljara

Í gær, 18:10 Laxateljarar á vegum Hafrannsóknastofnunar eru í alla vega 14 ám víða um land og þar af eru myndavélateljarar í níu ám. Þeir taka upp myndband af löxum þegar þeir fara í gegnum teljara til að bæta greiningu, meðal annars hvort um sé að ræða merkta eða ómerkta fiska og hvort eitthvað sé um eldislax. Meira »

Undirrituðu samning um Heimilisfrið

Í gær, 17:53 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Andrés Proppé Ragnarsson, sérfræðingur undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning velferðarráðuneytisins og verkefnisins Heimilisfriðs. Meira »

Fá ekki að rifta kaupum vegna myglu

Í gær, 17:40 Hæstiréttur staðfesti í dag þann dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í febrúar á síðasta ári að kaupsamningi um fasteign í Garðabæ verði ekki rift vegna galla og að kaupendum beri að greiða seljanda eftirstöðvar af kaupverði eignarinnar. Meira »

Ný slökkvistöð: stóri, ljóti, grái kassinn

Í gær, 17:27 „Allir vilja hafa okkur en enginn kannast við okkur,“ segir Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri í löngum pistli á Facebook-síðu Slökkviliðs Vestmannaeyja um staðsetningu nýrrar slökkviliðsstöðvar, sem virðist vera umdeild í Eyjum. Meira »

Féll af þaki Byko og lést

Í gær, 17:06 Karlmaður á fimmtugsaldri féll af þaki verslunarinnar Byko við Skemmuveg í Kópavogi 13. ágúst er hann var þar að störfum og lést af sárum sínum um tveimur vikum síðar. Meira »

Eltur af manni í Armani-bol

Í gær, 16:47 Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manni sem grunaður er um að hafa verið einn þeirra sem stórslösuðu dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í Austurstræti í lok ágúst er atburðarásinni þetta kvöld lýst frá sjónarhorni vitna. Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meira »

Kaupum á 2,34 frestað

Í gær, 16:27 Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 eftir Guðlaug Arason (Garason) verði frestað þar til stefna liggur fyrir hjá Dalvíkurbyggð um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka. Meira »

Fyrrverandi starfsmaður fær 3 mánaða laun

Í gær, 16:13 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember á síðasta ári, um að vinnuveitandi skuli greiða fyrrverandi starfsmanni þriggja mánaða laun auk orlofs þar sem ósannað þykir að ráðningarsambandi hafi verið slitið þegar starfsmaðurinn varð óvinnufær vegna veikinda á meðgöngu. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Járnsmiðja - vantar mann
Vantar vandvirkan og góðan járnsmið sem getur unnið sjálfstætt. Íslenskumælandi....
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...