Nokkrar kannabisræktanir stöðvaðar

Kannabisplöntur í ræktun í einbýlishúsi í Hafnarfirði.
Kannabisplöntur í ræktun í einbýlishúsi í Hafnarfirði. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkrar kannabisræktanir í umdæminu.

Lagt var hald á nærri 400 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi ásamt sex kílóum af kannabisefnum til sölu og búnaði til ræktunar. Þrír voru handteknir.

Í bílskúr í austurborginni var lagt hald á um 250 kannabisplöntur ásamt ræktunarbúnaði og hálfu kílói af kannabisefnum. Einn var handtekinn. Rúmlega 70 kannabisplöntur fundust í fjölbýlishúsi í vesturborginni og var einn handtekinn. Loks lagði lögreglan hald á eitt og hálft kíló af kannabisefnum til sölu við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði, ásamt ætluðu kókaíni og MDMA, auk fjármuna. Einn var handtekinn. Málin eru óskyld og teljast öll upplýst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert