Slá met í útkallafjölda

Mikill vantsflaumur er víða á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliðið er með …
Mikill vantsflaumur er víða á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliðið er með allar dælur og allan mannskap úti. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Staðan er hræðileg. Við erum með allt úti, allar okkar dælur, allan okkar mannskap og við erum að slá met í útkallafjölda. Það er allt á floti í bænum.“ Svo mörg eru orð fulltrúa slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir miðnætti í kvöld.   

Verið var að vinna að því að fá aðstoð frá björgunarsveitum. Þá eru öll sveitarfélög einnig á fullu að sögn slökkviliðs. 

Mikið hefur verið um vatnsleka á höfuðborgarsvæðinu og flóð myndaðist við N1 í Skógarseli fyrr í kvöld. 

Flóð hefur myndast við N1 í Skógarseli.
Flóð hefur myndast við N1 í Skógarseli. Ljósmynd/Magnús Ásmundsson
mbl.is