Vann sjö milljónir í lottó

Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. 

Þrír voru með fjórar réttar tölur auk bónustölunnar og fá þeir rúmlega 104 þúsund krónur í vinning, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Fjórir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. 

mbl.is