Ráðherra kalli sendiherra Dana á sinn fund

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, telur ástæðu fyrir utanríkisráðherra að …
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, telur ástæðu fyrir utanríkisráðherra að kalla sendiherra Dana á sinn fund. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vinur er sá sem til vamms segir,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, og gerði hugmyndir danskra stjórnvalda um breytingar á refsilöggjöf landsins að umtalsefni á Alþingi í dag. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að dönsk stjórnvöld ætli sér á fimmtudag að kynna tillögur sem m.a. gera ráð fyrir að stigbreytingu refsingar fyrir glæpi sem framdir eru í svonefndum gettóum.

„Það eru allir jafnir fyrir lögum og búseta á ekki að skipta máli,“ sagði Kolbeinn. „Ef við opnum þessar dyr, hvað gerum við þá næst?“ sagði hann og velti upp þeirri spurningu hvort kyn, litarháttur, trú eða stjórnmálaskoðanir myndu í framtíðinni hafa áhrif á refsiþyngd.

Sagðist Kolbeinn því vilja leggja fram þá spurningu fyrir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvort fréttirnar frá Danmörku kölluðu ekki á að sendiherra Dana væri kallaður á hans fund til að ræða þá staðreynd að allir væru jafnir fyrir lögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert