Léttir að vera laus úr erfiðum aðstæðum

Íraskir flóttamenn við komuna til landsins í dag. Yngsta barnið …
Íraskir flóttamenn við komuna til landsins í dag. Yngsta barnið í hópnum er eins árs og sá elsti er um sextugt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hópur íraskra flóttamanna kom til landsins nú síðdegis. Um er að ræða 21 einstakling úr fimm fjölskyldum. Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, segir ákveðin létti yfir fólkinu að vera komið hingað eftir að hafa hafst við í lélegu húsnæði í Amman í Jórdaníu. Þar hafi sumir þeirra dvalið jafnvel árum saman.

„Þeim er bara ofboðslega létt að vera komin úr erfiðum aðstæðum og í öryggið hér,“ segir hún. Hópurinn er breiður en innan hans eru bæði stórfjölskyldur og einstæðar mæður og er yngsti einstaklingurinn um eins árs en sá elsti um sextugt.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Von er á 22 flóttamönnum til viðbótar eftir viku og verða bæði Sýrlendingar og Írakar í þeim hópi. „Við erum að taka á mót arabískumælandi flóttafólki sem var staðsett í Jórdaníu,“ segir Linda Rós.

Hluti hópsins mun setjast að í Fjarðarbyggð og hinn hlutinn á Vestfjörðum, en greint var frá því í morgun að Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra og bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar, Gísli Hall­dór Hall­dórs­son, hafi und­ir­ritað samn­ing um mót­töku fimm flótta­fjöl­skyldna, sam­tals 23 ein­stak­linga.

Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu segir flóttafólkinu hafa létt …
Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu segir flóttafólkinu hafa létt við að komast úr erfiðum aðstæðum í Jórdaníu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mót­taka fólks­ins er sam­starfs­verk­efni Ísa­fjarðarbæj­ar, Súðavík­ur og Bol­ung­ar­vík­ur. Linda Rós segir 9 af þeim sem komu í dag halda vestur á morgun, hinir þrettán haldi áfram för sinni austur á Neskaupstað og Reyðarfjörð í dag. „Þetta er búið að vera mjög langt ferðalag og fólkið er orðið verulega þreytt,“ segir hún.

6-7 mánaða undirbúningur liggur að baki komu hópsins frá því að ákvörðun liggur fyrir og þar til haft samband við flóttamannastofnunina. „Síðan fara allir á námskeið áður en þeir koma hingað, þannig að þetta er langur undirbúningur,“ segir Linda Rós.

Hluti hópsins mun setjast að á Vestfjörðum hinn hluti hópsins …
Hluti hópsins mun setjast að á Vestfjörðum hinn hluti hópsins fer til Fjarðabyggðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að finna fólkinu húsnæði og allt er tilbúið undir komu þess. „Sveitarfélögin og Rauði krossinn hafa unnið hörðum höndum að því að móttökurnar séu sem bestar,“ bætir hun við og segir nú unnið að því að útvega fólkinu stuðningsfulltrúa.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert