Þrjú handtekin í lögregluaðgerð

Mynd úr safni - sérsveit ríkislögreglustjóra.
Mynd úr safni - sérsveit ríkislögreglustjóra. mbl.is/Styrmir Kári

Tveir karlar og ein kona voru handtekin í húsi í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt eftir að lögreglu bárust áreiðanlegar upplýsingar um að þar inni væri maður vopnaður skammbyssu.

Talsverður viðbúnaður var vegna málsins og naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Við húsleit var lagt hald á skammbyssu, skotfæri og skothelt vesti. Þremenningarnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

Að sögn er um sama mál að ræða og kom fram í frétt mbl.is fyrr í morgun en aðgerðir lögreglu hófust á tófta tímanum í gærkvöldi og lauk ekki fyrr en á fimmta tímanum í nótt. Rannsókn málsins er í fullum gangi en sá sem var með skammbyssuna hefur ítrekað komist í kast við lögin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert