Efling kýs að segja upp kjarasamningum

Sigurður Bessason greindi frá því að Efling ætlaði að kjósa …
Sigurður Bessason greindi frá því að Efling ætlaði að kjósa með uppsögn kjarasamninga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efling, næst stærsta stéttarfélag landsins, vill segja upp kjarasamningunum við Samtök atvinnulífsins í dag. Þetta sagði Sigurður Bessason, formaður félagsins er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu á formannafundi ASÍ, sem nú stendur yfir á Hilton Nordica.

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, segir að hann hafi sömuleiðis gert grein fyrir atkvæði sínu og muni kjósa að segja upp samningum, rétt eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélag Akraness hafi þegar gert, en þegar mbl.is náði tali af Sverri voru það einmitt einu þrjú stéttarfélögin sem gert höfðu grein fyrir atkvæði sínu.

Vilhjálmur staðfesti við mbl.is að Verkalýðsfélag Akraness myndi kjósa að segja upp samningunum. „Já, alveg á hreinu,“ sagði Vilhjálmur.

Þrjú - núll, virtist því staðan vera, en lokaður formannafundurinn er enn í fullum gangi og þónokkrir á mælendaskrá. 59 formenn aðildarfélaga ASÍ sitja fundinn og reglulega heyrast fram á ganga Hilton Nordica-hótelsins hávær lófaklöpp.

Áður hefur komið fram að VR, stærsta stéttarfélags landsins, hafi falið formanni sínum að kjósa gegn því að kjarasamningar ASÍ og SA gildi áfram til áramóta.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun líklega einnig kjósa gegn …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun líklega einnig kjósa gegn því samningar muni gilda áfram. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert