Leita enn töluvbúnaðarins sem var stolið

Gagnaver Húsnæði Advania á Fitjum. Tölvubúnaði sem notaður er til …
Gagnaver Húsnæði Advania á Fitjum. Tölvubúnaði sem notaður er til að grafa eftir rafmyntum var stolið þar í innbrotum nýlega. Háar fjárhæðir geta verið í spilinu. vb.is/Hilmar Bragi

Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn verðmæts tækjabúnaðar sem var stolið úr gagnaveri Advania, Borealis Data Center og tveimur öðrum gagnaverum á Suður­nesj­um. Greint var frá innbrotunum, sem áttu sér stað í desember og janúar, í síðustu viku. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ekki hafi tekist að hafa upp á þýfinu og óskar lögreglan nú eftir aðstoð almennings og hvetur alla sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt að gera lögreglu viðvart. Rétt er að taka fram að búnaðurinn gæti verið í notkun hvar sem er á landinu. Sérstaklega er leitað eftir upplýsingum frá fyrirtækjum sem sjá um nethýsingu, rafverktökum og leigusölum húsnæðis eða gáma.

Upplýsingasími lögreglu er 444-2200 en einnig er hægt að koma upplýsingum til lögreglu á Messenger á Facebooksíðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert