Silja tilkynnti hótanir til lögreglu

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingismaður Framsóknarflokksins.
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingismaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það verður einhvers staðar að draga línuna. Það er ekki hægt að komast upp með hvað sem er á Facebook. Það er eitt að vera ósammála í pólitík og kasta fram mótrökum en það er annað þegar fólk hótar líkamsmeiðingum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sem tilkynnti ummæli karlmanns á Facebook til lögreglu í gær. 

Maðurinn stingur meðal annars upp á aðferðum til að pynta Silju. Þar er hún einnig sökuðu um athyglissýki, gyðingahatur og heimsku svo fátt eitt sé nefnt. Í einni færslunni var hún merkt svo hún komst ekki hjá því að sjá umræðuna um sjálfan sig á Facebook. Hún bendir á að síða mannsins hafi verið opin en ekki lokuð. 

Silja lagði fram, ásamt átta þingmönnum úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum, frumvarp sem bannar umskurð drengja. Frumvarpið hefur vakið sterk viðbrögð hér á landi og einnig út fyrir landsteinana. 

Silja tók skjáskot af ummælunum og afhenti lögreglunni á Hverfisgötu gögnin í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert