Höfða mál gegn ríkinu vegna Landsréttar

mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur höfðað skaðabótamál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að skipa hann ekki dómara við Landsrétt eins og dómnefnd um skipan dómara lagði til. Þetta staðfestir lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson í samtali við mbl.is.

Tveir aðrir umsækjendur sem dómnefndin lagði til að yrðu skipaðir en voru það ekki höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu á síðasta ári. Hæstiréttur dæmdi hvorum fyrir sig 700 þúsund krónur í miskabætur þar sem ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægjanlega vel en skaðabótum var hins vegar hafnað.

Fjórði umsækjandinn sem dómnefndin lagði til að yrði skipaður en var það ekki, Eiríkur Jónsson, hefur einnig höfðað mál gegn íslenska ríkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert