Mun áfrýja dómnum

Jóhannes Baldursson.
Jóhannes Baldursson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reimar Pétursson, lögmaður Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Glitnis, sagðist munu áfrýja 12 mánaða fangelsisdómi yfir Jóhannesi. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir hlut sinn í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis.

Að öðru leyti vildi Reimar ekkert tjá sig um niðurstöðu dómsins en dómur var kveðinn upp rétt fyrir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Óttar Pálsson, lögmaður Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, vildi ekkert segja eftir að dómur var kveðinn upp.

Verjendur ákærðu í málinu við dómsuppkvaðningu í dag.
Verjendur ákærðu í málinu við dómsuppkvaðningu í dag. mbl.is/​Hari

Lárus var fundinn sekur en var ekki gerð refsing vegna þess að hann hefur þegar hlotið refsihámark vegna brota sem þessara.

Lárus Welding var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu.
Lárus Welding var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is