Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

Húsnæði Advania á Fitjum.
Húsnæði Advania á Fitjum. vb.is/Hilmar Bragi

Inn­brot­in þrjú voru fram­in á tíma­bil­inu frá 5. des­em­ber síðastliðnum til 16. janú­ar. Þeim er lýst sem „þaul­skipu­lögðum“. Alls hafa níu verið handteknir en fjórir voru upphaflega úrskurðaðir í gæsluvarðhald og tveir eru enn í varðhaldi.

Einn hinna hand­teknu var ör­ygg­is­vörður hjá Örygg­is­miðstöðinni. Fyr­ir­tækið ann­ast ör­ygg­is­mál fyr­ir Advania en einn staður­inn sem brot­ist var inn á var á fram­kvæmda­svæði við gagna­ver fyr­ir­tæk­is­ins á Fitj­um. Auk þess ligg­ur fyr­ir að brot­ist var inn í gagna­ver Bor­eal­is Data Center í Borg­ar­byggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert