Boðar baráttu um Ísland næstu árin

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Það má vel segja að næstu ár verði barátta um Ísland og stór liður í henni er að tryggja eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum, í stjórnarskrá, og innheimta sanngjarna rentu.“ Þetta sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í stefnuræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar á lokaathöfn fundarins.

„Samhliða þessari gríðarlegu samþjöppun auðs hafa þeir eignamestu hreiðrað um sig á öllum sviðum samfélagsins samtímis. Í útgerð, bönkum, orkufyrirtækjum, tryggingafélögum, dagblöðum og nú síðast á húsnæðismarkaði.“

Logi sagði að skoða þyrfti róttækar breytingar á skattkerfinu til að hindra að ágóðinn af tækniþróun komandi ára yrði ekki allur eftir hjá fyrirtækjunum. Slíkt myndi leiða til þess að stjórnvöld réðu ekki við að halda upp öflugu velferðarkerfi og bilið milli þeirra efnameiri og snauðu, næði áður óþekktum hæðum.

Ábyrgðinni varpað yfir á stéttafélög

Logi ræddi ójöfnuð og sagði að ríkisstjórnin skilaði auðu þegar kæmi að þeim verst settu. Ekki væri staðið við margítrekuð loforð um að styrkja innviði og almannaþjónustu. Ríkisstjórnin byði hvorki upp á trúverðuga lífskjarasókn né leið til aukins félagslegs stöðugleika. 

Ábyrgðinni á hvoru tveggja er varpað yfir á stéttafélög. Það félagslega öryggi sem er talið sjálfsagt í nágrannalöndum okkar, ætlar ríkisstjórnin að nota sem skiptimynd í kjarasamningum.

Frá landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Mannfjandsamleg stefna hjá systurflokki

Þá kom Logi inn á málefni flóttamanna og varpaði fram spurningu um hversu mikið Ísland ætti að leggja að mörkum til þess hluta jarðarbúa sem býr við hungur, er á flótta undan hörmungum og stríði eða í örvæntingarfullri leit eftir öryggi og betra lífi.

„Svarið er já, auðvitað og ríkt land eins og Ísland á að gera miklu betur [...] Þær fréttir berast frá nágrannalöndum okkar að setja eigi lög, sem brjóta gróflega mannréttindi á stórum hópum. Jafnvel systurflokkur okkar í Danmörku hefur boðað stefnu sem er í mörgu mannfjandsamleg. Við skulum einsetja okkur að falla aldrei í þá freistni að gefa afslátt af mannúð, í örvæntingafullri tilraun til að stækka flokkinn.“

Talaði um „asnaskap“ Vinstri-grænna

Logi sagði að þó að flestir flokkar héldu því á lofti að allir væru fæddir jafnir væri grundvallarmunur á því hvaða merkingu þeir legðu í það.

„Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið Sjálfstæðisflokknum allt of mikil völd gegnum tíðina. Í krafti 30% fylgis hefur hann setið í allt of mörgum ríkisstjórnum; þrátt fyrir að 70% þjóðarinnar hugnist hvorki viðhorf hans, né stefna,“ sagði Logi. 

Að mati Loga þurfa félagshyggjuflokkarnir að átta sig á þessu og leita allra mögulegra leiða til að vinna saman. Náist það ekki mun þeir halda áfram að vera á víxl fylgitungl Sjálfstæðisflokksins sem væri hinn raunverulegi óvinur.

Sagði hann ennfremur Samfylkinguna halda dyrunum opnum fyrir Vinstri græn þegar þau myndu átta sig á þeim „asnaskap“ sem þau hefðu „leiðst út í“ og hlaut lófatak fyrir. Vísaði hann þar til ríkisstjórnarsamstarfs VG við Sjálfstæðisflokkinn.

Frá landsfundi Samfylkingarinnar.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Gunnar Smári í forsvari félagsins

05:30 Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og eiginmaður Öldu Lóu Leifsdóttur, er í fyrirtækjaskrá skráður stjórnarformaður félagsins Nýr kafli ehf., sem tilgreint er í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar um verkefnið „Fólkið í Eflingu“ frá 12. október síðastliðnum. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »

Lítið mældist bæði af eldri og yngri loðnu

05:30 Heildarmagn loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar í september mældist 337 þúsund tonn og þar af var metin stærð veiðistofns vertíðarinnar 2018/2019 um 238 þúsund tonn. Meira »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla í athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra. Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Í gær, 19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

Í gær, 19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

Í gær, 19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
HEIMA ER BEZT
Heima er bezt tímarit Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift www.heimaerbezt.n...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...