Fært fyrir Herjólf um miðja vikuna

Dýpkunarskipið Galilei 2000.
Dýpkunarskipið Galilei 2000. mbl.is/Sigurður Bogi

Dýpkunarskipið Galilei 2000 er byrjað að dýpka á rifinu utan við Landeyjahöfn. Er þetta fyrsta dýpkun ársins. Ef allt gengur að óskum má búast við að Herjólfur geti farið að nota Landeyjahöfn um eða fyrir miðja næstu viku.

Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, segir að byrjað verði að dýpka nægjanlega til að Herjólfur geti fært viðkomustað sinn úr Þorlákshöfn til Landeyjahafnar sem fyrst. Byrjað er á rifinu, síðan verður dýpkað á milli hafnargarðanna og loks í innri höfninni.

Heldur minni sandur virðist vera í og við höfnina en á sama tíma undanfarin ár. Sigurður nefnir að það kunni að vera um 40 þúsund rúmmetrar, en eftir sé að mæla í innri höfninni. Áfram verður haldið og innsiglingin gerð dýpri og rýmri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert