Konur hætti að bíta á jaxlinn

Þórunn Sveinbjarnardóttir talaði um áhrif #metoo-byltingarinnar á landsfundi Samfylkingarinnar í ...
Þórunn Sveinbjarnardóttir talaði um áhrif #metoo-byltingarinnar á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Golli

Hver einasta kona rétti upp hönd á landsfundi Samfylkingarinnar þegar Rósanna Andrésdóttir, verkefnastjóri Ungra jafnaðarmanna, bað konur í salnum sem hefðu upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi að rétta upp hönd.

Rósanna tók þátt í pallborðsumræðum um #metoo-byltinguna sem fram fóru á hádegisfundi landsfundar flokksins sem fer fram um helgina. Þórarinn Snorri Siggeirsson, nýkjörinn ritari Samfylkingarinnar, stýrði umræðunum og auk Rósönnu tóku Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður flokksins, og Tómas Guðjónsson, verkefnastjóri flokksins, þátt í umræðunum.

Þórarinn Snorri Siggeirsson (t.v) stjórnaði umræðum um #metoo-byltinguna á landsfundi ...
Þórarinn Snorri Siggeirsson (t.v) stjórnaði umræðum um #metoo-byltinguna á landsfundi Samfylkingar í dag þar sem Tómas Guðjónsson og Rósanna Andrésdóttir voru meðal þáttakanda. Ljósmynd/Samfylkingin

Heppin að hafa lent bara í þessu „venjulega

„Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju sem tekur mjög langan tíma. Við viljum oft að þegar við setjum okkur í einhvern gír að allt sé bara komið,“ sagði Þórunn. Hlutirnir séu hins vegar ekki svo einfaldir og benti Þórunn að #metoo-byltinginn veitti Samfylkingunni, og þjóðfélaginu öllu, tækifæri sem þyrfti að nýta mjög vel. Ég var meira og minna í rusli þegar ég las frásagnir kvenna í þeim hópum sem ég var í. Það er sársaukafullt að rifja upp eitthvað sem þú vilt gleyma en það er hluti af því hver þú ert,“ sagði Þórunn.

Sjálf sagði hún að hún teldi sig tiltölulega heppna þegar kæmi að kynferðislegri áreitni. „Ég hef bara lent í þessu venjulega, jaðarsetningunni. En það sem gerist núna er að það sýður upp úr kraumandi potti. Áður fyrr átti að bíta á jaxlinn og segja ekki frá, gera allt eins og strákarnir og þá átti allt að ganga vel.“

Þórunn telur að það sé hlutverk Samfylkingarinnar að tileinka sér nýtt verklag. Slíkt var kynnt á fundinum fyrr í dag.

„Ég held að við gerum það sem stjórnmálahreyfing að fara inn í verklagið. Ef eitthvað kemur upp á er tekið á því strax. Mesta breytingin núna er að þú getur stigið fram og þér er trúað. Það er kominn tími til að gerendurnir fatti að það er ekki lengur staðið með þeim,“ sagði Þórunn.

Hún sagði jafnframt að það væri mikilvægt að viðurkenna vandann. „Við skulum ekki halda að þetta sé skárra í Samfylkingunni því við séum svo miklir femínistar, við vonum að það sé skárra, en við getum ekki gefið okkur það.“

Frá landsfundi Samfylkingarinnar sem stendur yfir um helgina.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar sem stendur yfir um helgina. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Talið aftur í Hafnarfirði á morgun

17:18 Endurtalning atkvæða fer fram í Hafnarfirði á morgun, að beiðni Samfylkingar og Vinstri grænna. Bæði framboðin misstu einn bæjarfulltrúa með örfáum atkvæðum samkvæmt lokatölum. Meira »

Eðlileg staða í ljósi úrslitanna

16:36 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir það hið eðlilega í stöðunni að Fyrir Heimaey og Eyjalistinn ræði saman í dag. Það sé það sem búast hafi mátt við eftir úrslit kosninganna, sem sjálfstæðismenn túlki sem skýr skilaboð um að vilji kjósenda sé að breyta til í bænum. Meira »

Staða Ástu óljós

16:32 „Þegar fjórir flokkar standa saman að meirihluta getur það svo sem verið mjög flókið,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, í samtali við mbl.is. Odd­vit­ar Fram­sóknar og óháðra, Miðflokksins, Áfram Árborg og Sam­fylk­ing­arinnar í Árborg hafa ákveðið að hefja viðræður um mynd­un nýs meiri­hluta í Árborg. Meira »

Viðreisn með pálmann í höndunum

15:53 Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir í samtali við blaðamann mbl.is tvísýnt hvort Dagur B. Eggertsson nái að halda áfram sem borgarstjóri, jafnvel þótt Samfylkingin myndi ná að mynda meirihluta. Meira »

Sólarhringstöf á flugi Icelandair frá Helsinki

15:48 Vél Icelandair frá Helsinki sem átti að lenda í Keflavík í gærkvöldi stendur enn sem fastast á flugvellinum í Helsinki. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, kom upp bilun þegar vélin átti að fara í gærkvöldi. Meira »

Vigdís sér fyrir sér meirihluta

14:56 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, telur að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Flokkur fólksins eigi margt sameiginlegt og geti myndað meirihluta í borgarstjórn á málefnalegum grundvelli. Meira »

Ræða síðdegis við Eyjalistann

14:38 Framboðið Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum fundar þessa stundina um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem skiluðu þeim þremur bæjarfulltrúum, en sjö fulltrúar skipa bæjarstjórnina. Meira »

Talið aftur í Fjarðabyggð

13:42 Kjörstjórn í Fjarðabyggð hefur ákveðið að endurtelja atkvæðin í sveitarstjórnarkosningunum frá því í gær.  Meira »

„Hættið að röfla um borgarlínu“

13:24 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að slæmt gengi Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningunum megi rekja til þess að flokkurinn hafi brugðist þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Meira »

Reyna á myndun nýs meirihluta

12:23 Oddvitar fjögurra flokka hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í sveitarfélaginu. Meira »

Segir Viðreisn hafa mikið að sanna

12:14 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að eftir góðan árangur í sveitarstjórnarkosningunum þurfi Viðreisn að sýna kjósendum að raunverulegar breytingar fylgi því að greiða flokkinum atkvæði. Meira »

Dagur útilokar samstarf við Eyþór

12:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að ekki komi til greina að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur starfi saman í borgarstjórn. Frá þessu greindi hann í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Nánast hnífjafnt

12:08 Ef horft er á niðurstöður kosninganna í sveitarfélögunum sjö á höfuðborgarsvæðinu og ellefu stærstu sveitarfélögunum annars staðar á landinu þá kemur í ljós að kynjahlutföllin í sveitarstjórnum þessara 18 sveitarfélaga eru nánast jöfn. Meira »

17 ára á 150 km hraða

11:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för sautján ára gamals ökumanns í nótt en hann var mældur á 150 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Þar sem ökumaðurinn er ekki orðinn átján ára gamall var haft samband við foreldra hans og þeim tilkynnt um atvikið. Meira »

„Skýrt ákall um breytingar“

11:50 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir Sjálfstæðisflokkinn vera með lang sterkustu stöðuna þegar litið er á heildarniðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna í gær. Meira »

Hafði verið með hótanir

11:36 Einn er í haldi lögreglu í tengslum við eld í fjölbýli við Eyjabakka í Breiðholti í nótt. Hann er grunaður um að hafa kveikt í en hann hafði haft í hótunum við einn íbúa hússins áður. Meira »

Lést í eldsvoða í Kópavogi

11:29 Maður um sjötugt lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Gullsmára í gærkvöldi. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eldsupptök séu enn í rannsókn. Meira »

„Ég vil styðja þá báða“

11:14 Flokkur fólksins kemur nýr inn í borgarstjórn Reykjavíkur með einn fulltrúa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þarna er Flokkur fólksins að stíga sín fyrstu skref og fóta sig í sveitarstjórnarmálunum,“ sagði Inga í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Útilokar Sjálfstæðisflokkinn

10:36 „Þetta er stórsigur hjá okkur sósíalistum vegna þess við erum glænýr flokkur með lítið sem ekkert fjármagn á bak við sig. Það er glæsilegt að sjá almenning standa saman, rísa upp gegn óréttlætinu og ná þessum árangri,“ segir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Meira »
Armbönd
...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Íbúð til leigu
Til leigu 3ja herbergja íbúð með bílskúr á svæði 110 Reykjavík. Langtímaleiga....
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. ...
Ráðgjafi - þjónustufulltrúi
Skrifstofustörf
Ráðgjafi Helstu verkefni ráðgjafa o G...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Vélstjóri
Sjávarútvegur
Vélstjóri óskast á Dala Rafn VE 508, ...