Konur hætti að bíta á jaxlinn

Þórunn Sveinbjarnardóttir talaði um áhrif #metoo-byltingarinnar á landsfundi Samfylkingarinnar í ...
Þórunn Sveinbjarnardóttir talaði um áhrif #metoo-byltingarinnar á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Golli

Hver einasta kona rétti upp hönd á landsfundi Samfylkingarinnar þegar Rósanna Andrésdóttir, verkefnastjóri Ungra jafnaðarmanna, bað konur í salnum sem hefðu upplifað kynferðislega áreitni eða ofbeldi að rétta upp hönd.

Rósanna tók þátt í pallborðsumræðum um #metoo-byltinguna sem fram fóru á hádegisfundi landsfundar flokksins sem fer fram um helgina. Þórarinn Snorri Siggeirsson, nýkjörinn ritari Samfylkingarinnar, stýrði umræðunum og auk Rósönnu tóku Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður flokksins, og Tómas Guðjónsson, verkefnastjóri flokksins, þátt í umræðunum.

Þórarinn Snorri Siggeirsson (t.v) stjórnaði umræðum um #metoo-byltinguna á landsfundi ...
Þórarinn Snorri Siggeirsson (t.v) stjórnaði umræðum um #metoo-byltinguna á landsfundi Samfylkingar í dag þar sem Tómas Guðjónsson og Rósanna Andrésdóttir voru meðal þáttakanda. Ljósmynd/Samfylkingin

Heppin að hafa lent bara í þessu „venjulega

„Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju sem tekur mjög langan tíma. Við viljum oft að þegar við setjum okkur í einhvern gír að allt sé bara komið,“ sagði Þórunn. Hlutirnir séu hins vegar ekki svo einfaldir og benti Þórunn að #metoo-byltinginn veitti Samfylkingunni, og þjóðfélaginu öllu, tækifæri sem þyrfti að nýta mjög vel. Ég var meira og minna í rusli þegar ég las frásagnir kvenna í þeim hópum sem ég var í. Það er sársaukafullt að rifja upp eitthvað sem þú vilt gleyma en það er hluti af því hver þú ert,“ sagði Þórunn.

Sjálf sagði hún að hún teldi sig tiltölulega heppna þegar kæmi að kynferðislegri áreitni. „Ég hef bara lent í þessu venjulega, jaðarsetningunni. En það sem gerist núna er að það sýður upp úr kraumandi potti. Áður fyrr átti að bíta á jaxlinn og segja ekki frá, gera allt eins og strákarnir og þá átti allt að ganga vel.“

Þórunn telur að það sé hlutverk Samfylkingarinnar að tileinka sér nýtt verklag. Slíkt var kynnt á fundinum fyrr í dag.

„Ég held að við gerum það sem stjórnmálahreyfing að fara inn í verklagið. Ef eitthvað kemur upp á er tekið á því strax. Mesta breytingin núna er að þú getur stigið fram og þér er trúað. Það er kominn tími til að gerendurnir fatti að það er ekki lengur staðið með þeim,“ sagði Þórunn.

Hún sagði jafnframt að það væri mikilvægt að viðurkenna vandann. „Við skulum ekki halda að þetta sé skárra í Samfylkingunni því við séum svo miklir femínistar, við vonum að það sé skárra, en við getum ekki gefið okkur það.“

Frá landsfundi Samfylkingarinnar sem stendur yfir um helgina.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar sem stendur yfir um helgina. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

14:07 Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta. Hún telur jafnframt til bóta verið sé að samræma reglur á dómsstigum. Meira »

Færri treysta þjóðkirkjunni

14:06 Traust til þjóðkirkjunnar lækkar talsvert á milli ára, en þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til kirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Meira »

Tvö herskip fengu á sig brotsjó

14:01 Tvö bandarísk herskip sem voru á heimleið eftir heræfingu NATÓ hér á landi sneru við og héldu til hafnar á ný vegna slæms veðurs. Fengu þau á sig brotsjó og þarf annað skipanna að koma inn til viðgerða. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

12:51 Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Íslendingar forðast ferðamannastaði

12:18 Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »