Stjórnmálin virka ekki án radda kvenna

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Samfylkingin

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, fór yfir upphaf og farveg #metoo- byltingarinnar á sérstökum umræðufundi um málefnið sem haldinn var á landsfundi Samfylkingarinnar í dag.

Heiða Björg fór fyrir hópi kvenna sem stigu fram í nóvember undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ þar sem á fimmta hundrað stjórn­mála­kon­ur sendu frá sér sam­eig­in­lega áskor­un þar sem þess var kraf­ist að karl­ar tækju ábyrgð og að stjórn­mála­flokk­ar tækju af festu á stöðu mála varðandi kyn­ferðisof­beldi og áreitni í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Heiða Björg, sem var endurkjörinn varaformaður flokksins í gær, segir að tíminn frá því að stjórnmálakonurnar stigu fram hafi verið ótrúlegur. „Þetta hefur afhjúpað hversu mikilvægt er að við ræðum opinberlega um samfélagið okkar.“

Raddir kvenna verða að heyrast svo stjórnmálin virki

Byltingin er hins vegar bara rétt að byrja og benti Heiða Björg á ýmsar staðreyndir í því samhengi. „Karlarnir okkar frábæru stýra samfélaginu á Íslandi, þeir stýra peningunum, eru meirihluti stjórnarformanna, stjórnarmanna og framkvæmdastjóra og lög um kynjakvóta virka ekki almennilega,“ sagði Heiða Björg og benti einnig á að konur hafa aldrei verið í meirihluta á þingi. „Það er mjög mikilvægt að raddir kvenna heyrist til jafns við karla í stjórnmálum því annars virka stjórnmálin ekki.“

Heiða Björg vonast til þess að #metoo-byltingin muni leiða til þess að hlustað verði á konur sem stíga fram. „Við getum öll lært af þessu og við erum öll að læra. Við erum að viðurkenna vandann en við getum breytt þessu og við erum að breyta. Við þurfum að varðveita breytingarnar og við berum öll ábyrgð á því.“

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram um helgina.
Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt verklag og viljayfirlýsing

Ásamt því að innleiða nýtt verklag Samfylkingarinnar í meðferð um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni hefur flokkurinn skrifað undir viljayfirlýsingu á vegum Vinnueftirlitsins um málefnið. „Það eina sem við þurfum að gera núna er að taka þetta til okkar, læra af þessu og nýta okkur það tækifæri sem metoo hefur gefið okkur til að gera betur,“ sagði Heiða Björg að lokum og uppskar mikið lófaklapp auk þess sem landsfundargestir risu úr sætum.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar ...
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem nú stendur yfir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Víðförull hnúfubakur sýnir sig

08:18 Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Meira »

Stakk lögreglu af

07:52 Er lögreglumenn hugðust ná tali af ökumanni bíls á Nýbýlavegi klukkan hálf fimm í nótt virti hann ekki stöðvunarmerki. För bílsins var svo stöðvuð í Furugrund og er ung kona sem ók honum grunuð um sitt lítið af hverju. Meira »

Á 120 km/klst á Sæbrautinni

07:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 2 í nótt för ökumanns á Sæbraut eftir að bíll hans hafði mælst á 120 kílómetra hraða á klukkustund þar sem 60 km hámarkshraði er í gildi. Meira »

Bústaður biskups fluttur

07:40 Bústaðnum, þar sem vígslubiskup í Skálholti hefur ávallt haft búsetu, verður breytt í þjónustuhús fyrir ferðamenn og gesti Skálholtskirkju. Biskup fær í staðinn aðsetur í svokölluðu rektorshúsi. Meira »

Fimm milljarðar í Álfaland

05:30 Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, mun veita nýju þróunarfélagi forstöðu. Félagið hyggst fjárfesta í afþreyingu, upplifunar- og ferðaþjónustu fyrir milljarða króna á næstu árum. Meira »

Bláa lónið hagnast vel

05:30 Hagnaður Bláa lónsins jókst um 32% á síðasta ári og nam 31 milljón evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna.  Meira »

Guðni álitinn höfðingi í Nígeríu

05:30 „Nígería er stórkostlegt land með alveg ótrúlega mörg tækifæri,“ segir Guðni Albert Einarsson, forstjóri Klofnings, sem undanfarin ár hefur átt í miklum viðskiptum í Nígeríu. Meira »

Fallturn rís mánuði á eftir áætlun

05:30 Nýr fallturn sem átti að rísa í húsdýragarðinum þann 20. júní, hefur ekki enn verið settur upp.  Meira »

Ekkert verðmat í kjölfar tilboðs

05:30 Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson, oftast kenndur við Brim, keypti 34,1% hlut í félaginu á 21,7 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Meira »

Stöður ekki mannaðar með fólki að utan

05:30 Skortur á hjúkrunarfræðingum yfir sumartímann verður ekki leystur með því að ráða útlenska hjúkrunarfræðinga. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Áforma 64 íbúðir í Brautarholti

05:30 Fjárfestar hyggjast byggja 64 íbúðir í endurgerðum húsum í Brautarholti í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða 22 íbúðir í Brautarholti 18 og hins vegar 42 íbúðir í Brautarholti 20. Íbúðirnar verða smáíbúðir. Meira »

Gæslan í Laugardal betri í kvöld

Í gær, 23:30 „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru að drekka en meginparturinn af öllum unglingum sem eru þarna inni eru bara í þeim tilgangi að hlusta á góða tónlist og fara svo heim,“ segir Þórhildur Rafns Jónsdóttir deildarstjóri unglingastarfs hjá frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Meira »

„Kjöraðstæður fyrir unglingadrykkju“

Í gær, 21:52 Varaformaður foreldrafélags Laugalækjarskóla segir að aðstandendum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi mistekist að standa við gefin loforð þess efnis að sporna við unglingadrykkju á hátíðinni. Meira »

Las á íslensku fyrir börnin í Rússlandi

Í gær, 21:30 Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og rithöfundur, var nýverið í Rússlandi þar sem hann eyddi dágóðum tíma með rússneskum börnum við leik og fræðslu. Meira »

„Eins rússneskt og það getur orðið“

Í gær, 20:56 „Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir. Meira »

Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

Í gær, 20:48 Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag. Meira »

Einstök tengslastund og slökun

Í gær, 20:30 Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús. Meira »

Jarðskjálfti í öskju Öræfajökuls

Í gær, 18:34 Jarðskjálfti af stærð 2,7 mældist í öskju Öræfajökuls á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Meira »

„Nígería skreið yfir Íslendinga“

Í gær, 18:15 Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudag. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Tímaritið Birtingur til sölu
Til sölu Tímaritið Birtingur sem kom út á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitu...