Stjórnmálin virka ekki án radda kvenna

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Samfylkingin

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, fór yfir upphaf og farveg #metoo- byltingarinnar á sérstökum umræðufundi um málefnið sem haldinn var á landsfundi Samfylkingarinnar í dag.

Heiða Björg fór fyrir hópi kvenna sem stigu fram í nóvember undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ þar sem á fimmta hundrað stjórn­mála­kon­ur sendu frá sér sam­eig­in­lega áskor­un þar sem þess var kraf­ist að karl­ar tækju ábyrgð og að stjórn­mála­flokk­ar tækju af festu á stöðu mála varðandi kyn­ferðisof­beldi og áreitni í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Heiða Björg, sem var endurkjörinn varaformaður flokksins í gær, segir að tíminn frá því að stjórnmálakonurnar stigu fram hafi verið ótrúlegur. „Þetta hefur afhjúpað hversu mikilvægt er að við ræðum opinberlega um samfélagið okkar.“

Raddir kvenna verða að heyrast svo stjórnmálin virki

Byltingin er hins vegar bara rétt að byrja og benti Heiða Björg á ýmsar staðreyndir í því samhengi. „Karlarnir okkar frábæru stýra samfélaginu á Íslandi, þeir stýra peningunum, eru meirihluti stjórnarformanna, stjórnarmanna og framkvæmdastjóra og lög um kynjakvóta virka ekki almennilega,“ sagði Heiða Björg og benti einnig á að konur hafa aldrei verið í meirihluta á þingi. „Það er mjög mikilvægt að raddir kvenna heyrist til jafns við karla í stjórnmálum því annars virka stjórnmálin ekki.“

Heiða Björg vonast til þess að #metoo-byltingin muni leiða til þess að hlustað verði á konur sem stíga fram. „Við getum öll lært af þessu og við erum öll að læra. Við erum að viðurkenna vandann en við getum breytt þessu og við erum að breyta. Við þurfum að varðveita breytingarnar og við berum öll ábyrgð á því.“

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram um helgina.
Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt verklag og viljayfirlýsing

Ásamt því að innleiða nýtt verklag Samfylkingarinnar í meðferð um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni hefur flokkurinn skrifað undir viljayfirlýsingu á vegum Vinnueftirlitsins um málefnið. „Það eina sem við þurfum að gera núna er að taka þetta til okkar, læra af þessu og nýta okkur það tækifæri sem metoo hefur gefið okkur til að gera betur,“ sagði Heiða Björg að lokum og uppskar mikið lófaklapp auk þess sem landsfundargestir risu úr sætum.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar ...
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem nú stendur yfir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Borgari stöðvaði þjóf

05:52 Almennur borgari stöðvaði mann sem var að stela reiðhjóli við Grettisgötu í nótt.  Meira »

Hjólastígar samræmdir

05:30 Unnið er að samræmingu á hönnun hjólastíga í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og endurbótum á stígakerfinu. Einnig á vetrarþjónusta að vera sú sama hvar sem hjólað er. Þá er áhugi á að draga úr hraða og bæta hjólamenninguna. Meira »

Matsgerð kostar yfir 100 milljónir

05:30 Tveir dómkvaddir matsmenn hafa í tæp fjögur ár unnið að greiningu á gögnum sem varða kröfusafn sem Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og ríkissjóði Íslands árið 2011. Meira »

Flak skipsins kemur upp úr sandi

05:30 Leifar flutningaskipsins Víkartinds eru nú sjáanlegar í Háfsfjöru við Þjórsárósa þar sem skipið strandaði fyrir tuttugu árum. Botn skipsins, kjölur og skrúfa eru nú komin upp úr sandinum sem hefur falið járnið í tuttugu ár. Meira »

Vilja breytingar í samfélaginu

05:30 Hópur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, sem óánægður er með framboðsmál flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, kom saman til lokaðs fundar í gærkvöldi. Meira »

Leiga hækkar meira en laun

05:30 Nýbirtar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9% í febrúar.  Meira »

Framkvæmir fyrir 1,7 milljarða

05:30 Útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Bandaríkjahers á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru birt í gær, 22. mars. Meira »

Flokkað sorp verði oftar hirt

05:30 Gera þarf betur í flokkun á sorpi í Reykjavík auk þess sem fjölga ætti sorphirðudögum í Grafarvogshverfi úr tveimur í þrjá í hverjum mánuði. Meira »

Tekjur skila ekki stofnkostnaðinum

05:30 Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar um hreinlætisaðstöðu í Dyrhólaey á Alþingi 19. mars síðastliðinn kom fram að Umhverfisstofnun gerir ekki ráð fyrir því að þjónustugjald, að upphæð 200 kr., geti skilað stofnkostnaði til baka. Meira »

Stefnt að sókn á öllum sviðum

Í gær, 23:25 „Þessi stefna ber með sér að það árar vel hjá ríkinu og það er stefnt að sókn á öllum sviðum á sama tíma og skuldir lækka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um nýsamþykkta fjármálastefnu ríkisins. Meira »

Listasafn á hjara veraldar

Í gær, 22:03 Aðeins fjórtán dagar eru eftir í söfnun Félags um Listasafn Samúels í Selárdal. Söfnuninni lýkur á miðnætti þann 4. apríl og vantar um 33% upp á það fjármagn sem þarf fyrir næsta áfanga í endurreisn þessa einstaka safns á hjara veraldar. Meira »

Ómar leiðir lista Fyrir Kópavog

Í gær, 21:30 Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Kópavog var samþykktur í netkosningu félagsmanna dagana 20.-21. mars. Ómar Stefánsson leiðir listann. Meira »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »
Páskabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 24.mars n.k. Endilega hafið samband í Kattholt í...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Vordagar
...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...