Fékk ein virtustu menningarverðlaun Danmerkur

Bára Gísladóttir kontrabassaleikari.
Bára Gísladóttir kontrabassaleikari.

Á unglingsárunum fór mestallur tími Báru Gísladóttur, kontrabassaleikara og tónskálds, í að spila fótbolta, enda var hún farin að spila með meistaraflokki FH aðeins fjórtán ára gömul.

Hún hafði nánast lagt fiðluna, sem hún hafði lært á frá fimm ára aldri, á hilluna, en þegar hún prófaði að spila á kontrabassa vaknaði tónlistaráhuginn að nýju, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Síðan þá hefur hennar aðalstarf verið að leika á kontrabassa og semja tónlist og í gær var tilkynnt að hún væri einn handhafa dönsku Léonie Sonning-verðlaunanna, sem eru ein virtustu menningar- og tónlistarverðlaun Danmerkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert