Níu teknir fyrir hraðakstur

mbl.is/Hallur

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði níu ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi og nótt. Sá sem hraðast ók var á 140 km hraða en flestir voru teknir á 120-140 km hraða þar sem heimilt er að aka á 90 km hraða. 

Að sögn lögreglu er mjög varasamt að aka hratt á Reykjanesbrautinni þegar jafn kalt er í veðri og nú. Því þrátt fyrir að hálkan sé ekki sjáanleg þá er viðnám hjólbarða minna í kulda. Fólk verði að gæta að sér og leggja fyrr af stað en það gerir, segir varðstjóri í lögreglunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert