Ætla að sækja sér tækifærin

Sigyn Jónsdóttir er hugbúnaðar- og rekstrarverkfræðinur, en ráðstefnan mun meðal …
Sigyn Jónsdóttir er hugbúnaðar- og rekstrarverkfræðinur, en ráðstefnan mun meðal annars fjalla um tækni og stöðu kvenna gagnvart námi og atvinnutækifærum í framtíðinni vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er félag sem vill stuðla að jafnrétti, jafnvægi og framþróun. Það eru um 300 konur skráðar í félagið og við hittumst á viðburðum einu sinni til tvisvar í mánuði, höldum námskeið, förum í fyrirtækjaheimsóknir og byggjum tengslanet okkar á milli og inn í atvinnulífið.“

Þetta segir Sigyn Jónsdóttir, hugbúnaðar- og rekstrarverkfræðingur og formaður Ungra athafnakvenna (UAK) í Morgunblaðinu í dag. Félagið verður með UAK-daginn, ráðstefnu tileinkaða ungum konum í atvinnulífinu sem verður haldin í fyrsta skipti um helgina í Norðurljósum Hörpu.

Ráðstefnan ber yfirskriftina „Höfum áhrif í breyttum heimi“ og verða tekin fyrir málefni á borð við fjórðu iðnbyltinguna og áhrifamiklar konur í fjölmiðlum.

Sjá viðtal við Sigyn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert