Formaður VR spáir fleiri „hallarbyltingum“ í ár

Ragnar Þór Péturssoni (t.h.) hefur beint spjótum sínum að Gylfa …
Ragnar Þór Péturssoni (t.h.) hefur beint spjótum sínum að Gylfa Arnbjörnssyni. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir formannskjörið í Eflingu enn eitt ákallið um breytingar.

„Það er mikil undiralda. Hún hefur verið að byggjast upp. Þegar ég náði kjöri sem formaður VR fyrir ári kom mér á óvart hversu afgerandi niðurstaðan var. Mér varð þá ljóst að krafa var um ákveðnar breytingar innan hreyfingarinnar. Mitt framboð var mjög afdráttarlaust. Það var vantraustsyfirlýsing á ákveðna þætti og ákveðna aðila innan hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór og nefnir dæmi um fleiri formannskjör.

„Síðan má segja að grasrótin hafi stigið fram innan Kennarasambands Íslands (KHÍ). Það gerðist fyrst með kjöri Ragnars Þórs Péturssonar sem formanns KHÍ. Þá fór grasrótarmaður gegn ríkjandi öflum. Síðan gerðist það sama hjá Félagi grunnskólakennara þegar Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er kjörin formaður. Bæði vinna yfirburðasigur. Nú síðast stígur Sólveig Anna Jónsdóttir fram í Eflingu með ekki ósvipuðum hætti og við gerðum í hallarbyltingunni árið 2009 í VR. Það var listakosning hjá Eflingu og niðurstaðan er ótrúleg,“ segir Ragnar Þór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert