Guðni og Eliza bjóða í fótboltaævintýri

#TeamIceland, Team Iceland, Guðni Th. Jóhannesson forseti, Eliza Reid forsetafrú, …
#TeamIceland, Team Iceland, Guðni Th. Jóhannesson forseti, Eliza Reid forsetafrú, HM í knattspyrnu, Íslandsstofa, Ljósmynd/Íslandsstofa

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú bjóða heminum að taka þátt í HM-ævintýri Íslendinga með því að ganga til liðs við íslenska liðið, eða „Team Iceland“ eins og það er orðað í nýrri auglýsingaherferð frá Íslandsstofu undir nafni Inspired by Iceland. Í dag eru 100 dagar í að Ísland hefji keppni á heimsmeistaramótinu í sumar.

Í myndbandi sem gefið hefur verið út má sjá forsetahjónin bjóða fólki að deila gleðinni með Íslendingum. Í því reyna forsetahjónin meðal annars að sýna fótboltalistir sínar í einni af stofum Bessastaða, en eins og Eliza nefnir í myndbandinu sýnir árangurinn væntanlega af hverju þau eru sjálf ekki í landsliðinu.

„Sama hvaða lið þú styður og hvaðan þú ert, þá er pláss fyrir þig í okkar liði,“ segir Eliza í myndbandinu. „Hvort sem við vinnum eða töpum, þá er alltaf spennandi að vera hluti af einhverju stóru, jafnvel þegar þú ert smár,“ segir Guðni.

Notast er við myllumerkið #TeamIceland í herferðinni og eru Íslendingar hvattir til að deila myndbandinu með vinum og vandamönnum, bæði hér á landi og erlendis.

#TeamIceland, Team Iceland, Guðni Th. Jóhannesson forseti, Eliza Reid forsetafrú, …
#TeamIceland, Team Iceland, Guðni Th. Jóhannesson forseti, Eliza Reid forsetafrú, HM í knattspyrnu, Íslandsstofa, Ljósmynd/Íslandsstofa

Samhliða herferðinni er ný heimasíða tengd Team Iceland sett í lofið, en þar getur fólk fengið íslenska útgáfu af eftirnafni sínu þar sem það er kennt við eiginnafn föður eða móður. Þá verður hægt að vinna ferð til Íslands fyrir félaga í liðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert