Hermt að Tyrkir séu með lík Hauks

Haukur Hilmarsson birtist í myndbandi þar sem hann sagðist styðja …
Haukur Hilmarsson birtist í myndbandi þar sem hann sagðist styðja baráttu Kúrda í Sýrlandi. Skjáskot

Aðgerðasinn­inn Hauk­ur Hilm­ars­son var skot­inn til bana í átök­um við tyrk­neska her­inn sem nú hef­ur lík hans und­ir hönd­um sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is frá Afr­in-héraði. 

Einn heim­ild­ar­manna mbl.is, Mohammed Hass­an, Kúr­di og blaðamaður í Sýr­landi, sem hef­ur unnið í lausa­mennsku fyr­ir fjölda fjöl­miðla eins og CNN og The Guar­di­an, sótt­ist eft­ir því að fá staðfest­ar fregn­ir af and­láti Hauks fyr­ir mbl.is. Komst mbl.is í samband við Hassan fyrir milligöngu Mið-Aust­ur­landa­deildar banda­ríska fjöl­miðils­ins Washingt­on Post.

Sam­kvæmt heim­ild­um hans frá hátt­sett­um félaga inn­an vopnaðra sveita Kúrda, YPG, lést Hauk­ur í skotárás tyrk­neska flug­her­sins en ekki í sprengju­árás. Reyndu liðsmenn YPG að kom­ast að líki hans en urðu að hörfa frá. Tveir ar­ab­ísk­ir YPG-bar­daga­menn lét­ust einnig í skotárás­inni. Lík Hauks er því enn í hönd­um tyrk­neska hers­ins en til stend­ur í ná­inni framtíð að skipta á lík­um tyrk­neskra her­manna og YPG-bar­daga­manna, þ.á m. líki Hauks, sam­kvæmt heim­ild­um Hass­ans.

Afrín-hérað í Sýrlandi.
Afrín-hérað í Sýrlandi. Kort/AFP

Móðir Hauks, Eva Hauksdóttir, segir í nýrri færslu á bloggsíðu sinni að fjölskyldu og vinum hafi í grófum dráttum tekist að púsla saman sögunni af ferðum Hauks. Þau telja sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Haukur sé látinn.

„Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að YGP telji hann af og vitum nokkuð nákvæmlega hvar hann féll en við vitum ekki ennþá hvar líkið er. Kúrdar komast ekki inn á árásarsvæðið til þess að leita en það hefur verið leitað á öllum sjúkrahúsum í borginni og hann hefur ekki fundist. Í tyrkneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Tyrkir séu með líkið og að það verði sent heim, en það hefur enginn haft samband við íslensk yfirvöld vegna þess og þetta gæti verið byggt á sögusögnum eða hreinlega áróðursbragð. Það er allt eins líklegt að hann hafi grafist undir rústum.“

Fjölskyldan átti fund með utanríkisráðuneytinu og lögreglunni í dag, en þar fengust engar viðbótarupplýsingar. Bæði lögreglan og ráðuneytið eru þó í sambandi við sendiráð og stjórnsýslustofnanir víða um heim.

Eva biðlar líka til þeirra sem gætu haft áreiðanlegar upplýsingar um hvar líkamsleifar Hauks gætu verið niðurkomnar að hafa samband við sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert