Dýrasti bjórinn á Íslandi

AFP

Hálfur lítri af köldum innlendum bjór á veitingahúsi er dýrastur á Íslandi af þeim 91 landi sem finna má í Numbeo-gagnagrunninum. Hér kostar bjórinn að meðaltali um 1100 krónur en þar sem innlendur bjór er ódýrastur, í Íran, kostar hann sem nemur 66 krónum.

Katar er í öðru sæti, Sameinuðu arabísku furstadæmin í því þriðja og Noregur í fjórða sætinu. Þar kostar bjórinn sem nemur á bilinu 1020-1098 krónur. Þá koma Ísrael, Singapúr, Danmörk, Finnland, Sviss og Svíþjóð. Þar kostar hann sem nemur á bilinu 726-809 krónur.

Numbeo skoðar ýmsar hagstærðir og ber saman á milli landa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert