Manneskja sem elskar að vera til og læra

Leikskólakennarinn Nichole ræðir stafrófið við lítinn vin í leikskólanum.
Leikskólakennarinn Nichole ræðir stafrófið við lítinn vin í leikskólanum.

Nichole Leigh Mosty er innflytjandi frá Bandaríkjunum sem flutti til landsins með íslenskum eiginmanni sínum árið 1999. Veran á Íslandi varð lengri en til stóð í upphafi. Nichole hefur látið til sín taka í málefnum innflytjenda og hún starfar sem verkefnisstjóri hjá þjónustumiðstöð Reykjavíkur í Breiðholti.

Ég er móðir, leikskólakennari, fyrrverandi þingmaður, verkefnisstjóri og manneskja sem elskar að vera til og læra. Ég er stolt af því að vera innflytjandi og læt vita að ég tilheyri þeim hópi. Ég veit ekki af hverju ég geri það og sumum finnst ég gera of mikið úr því að vera innflytjandi,“ segir Nichole Leigh Mosty sem verið hefur áberandi í Metoo-byltingu kvenna á Íslandi sem eru af erlendu bergi brotnar.

Nichole segir að fólk hafi misjafna þörf fyrir að skilgreina sig sem innflytjendur. Sumir vilji falla inn í samfélagið án þess og það sé ekkert að því.

Sjá samtal við Nichole í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert