Súkkulaðiframleiðslan í Súðavík

„Ég er viss um að margir halda að ég sé kolklikkuð,“ segir Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir sem rekur súkkulaðiframleiðsluna Salt&Sætt í bílskúrnum sínum í Súðavík. Ekki sé alltaf auðvelt að standa í slíkum rekstri þegar vetrarfærðin sé hvað erfiðust. Framleiðslan sem er öll handgerð hefur þó undið upp á sig og Elsa Guðbjörg segist aldrei ná að byggja upp lager því allt selst jafnóðum. 

Súkkulaðið hennar Elsu, sem oft er bragðbætt með aðalbláberjum eða blóðbergi úr hlíðinni fyrir utan, á sér töluverða forsögu því hún segist hafa verið heilluð af súkkulaði allt frá því að hún byrjaði að vinna í bakaríi á Akureyri árið 1983.  

mbl.is kom við í bílskúrnum hjá Elsu Guðbjörgu í vikunni og fræddist um súkkulaðiævintýrið. Áhugasamir geta nálgast súkkulaðið hennar í Bláa Lóninu eða verslunum Rammagerðarinnar en Elsa segir að það sé hluti af sinni markaðssetningu að hafa endursöluaðila ekki marga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert