Krónan fín meðan þú átt hana

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, flytur stefnuræðu sína í dag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, flytur stefnuræðu sína í dag. mbl.is/Hilmar Bragi

„Íslenskt samfélag hefur pláss fyrir alla,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í Hljómahöllinni Reykjanesbæ í dag.

Þorgerður gerði jafnrétti, frjálslyndi og utanríkismál að umfjöllunarefni sínu í ræðunni.

„Í frjálslyndi okkar er fólgið umburðarlyndi. Umburðarlyndi fyrir ólíku fólki, ólíkum skoðunum og ólíkum viðfangsefnum. Ekkert okkar er eins - og það er pláss fyrir okkur öll. Við reynum að dæma ekki og ennþá síður að fordæma. Þannig er frjálslyndi í verki. Og þannig viljum við vera. Víðsýn - ekki þröngsýn. Fyrir alla - ekki suma,“ segir Þorgerður.

Meðvirkni og ótti við breytingar

„En hvers vegna er það þá sem Viðreisn, ungur flokkur sem skuldar engum hagsmunaöflum nokkurn skapaðan hlut, frjálslyndur velferðarflokkur, alþjóðasinnaður jafnréttisflokkur sem hefur fólk raunverulega í fyrirrúmi, styður við heilbrigt umhverfi fyrirtækja og segir úreltum viðhorfum stríð á hendur, fer ekki með himinskautum frá fyrsta degi? Í mínum huga er svarið tvíþætt.

Annars vegar það sem margir telja einn hættulegasta lífsstílssjúkdóm hins vestræna heims - meðvirkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skiljanlegt í mannlegu eðli - ótti við breytingar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endilega hvað þú færð,“ segir Þorgerður.   

mbl.is/Hilmar Bragi

„Slík viðhorf lýsa tímaskekkju“

Þorgerður segir utanríkismál mikilvæg. „Þeir eru til sem segja að stjórnmálaflokkur sem gerir mikið úr stefnu sinni í utanríkismálum sé eins máls flokkur. En nú á öndverðri tuttugustu og fyrstu öld líta þeir sem þannig tala svolítið út eins og álfar úr hól grárrar forneskju. Eða við gætum sagt að þeir minni helst á staka steina út í einhverjum hádegismóanum. Staðreynd er að slík viðhorf lýsa tímaskekkju.

Það er einfaldlega ekki hægt að taka alhliða afstöðu til viðfangsefna samtímans nema hafa skýra sýn á það hvernig við skipum málum okkar sem best í samskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Að sleppa tækifærum á þeim vettvangi er það sama og sleppa tækifærum fyrir Ísland. Þeir sem halda að þau mál hafi verið afgreidd í eitt skipti fyrir öll fyrir áratugum skilja einfaldlega ekki breytingar samtímans.“

Meira talað um einangrun, veggi og girðingar

„Í dag horfum við á miklar hræringar í alþjóðasamfélaginu. Og það er mikil ólga í þeim vestræna hugmyndaheimi þar sem við höfum skipað okkur í sveit, bæði  austan hafs og vestan. Þetta kallar á endurmat á pólitískri og efnahagslegri stöðu okkar og þátttöku í fjölþjóðasamstarfi.

Bandaríkin eru að gera gömlum bandalagsþjóðum æ erfiðara um vik að líta á þau sem forysturíki. Þau eru markvisst að hverfa frá því skipulagi frjálsra heimsviðskipta sem þau sjálf komu á. Hugtök eins og skyldur við bandamenn í lýðræðisríkjum og frjáls viðskipti heyrast nú sjaldnar. Því meir er talað um einangrun, veggi, girðingar og tollmúra.

Frá landsþingi Viðreisnar í dag.
Frá landsþingi Viðreisnar í dag. mbl.is/Hilmar Bragi

Popúlismi af svipuðum toga hefur líka skotið rótum víða í Evrópu á jöðrunum yst til vinstri og hægri. Eftir Brexit áttu margir von á því að popúlisminn væri að taka yfir í álfunni. Sú hefur ekki orðið raunin enn. En popúlisminn er eigi að síður veruleiki bæði austan hafs og vestan sem ekki verður litið framhjá.“

Krónan sé fín meðan þú átt hana

Þorgerður segir krónuna stærstu áskorun sem við blasir við í því hvernig hægt sé að bæta íslenskan efnahag. „Íslenskri þjóð þykir vænt um krónuna sína, það á hana jú enginn annar í heiminum. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukkunnar velstandi. Um leið og þú skuldar hana er hún hins vegar slóttug og jafnvel ofbeldisfull. Hún hefur valdið meiri efnalegum mismun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónuhagkerfisins og hinna sem eru bundnir innan  þess.“

mbl.is/Hilmar Bragi

Þá kom fjallar hún um framboð Viðreisnar í Reykjavík. „Í Reykjavík förum við fyrir eigin vélarafli - og sú maskína er engin smásmíði enda verkefnið stórt og erindið mikilvægt. Tvennt má nefnilega ekki gerast.

Annars vegar að núverandi meirihluti Dags B. Eggertssonar haldi óbreyttur velli vegna þess að þörfin fyrir nýjar raddir, ferska vinda, viðsnúning í leikskóla- og menntunarmálum og margt fleira er gífurleg ef borgin á að standa undir  væntingum og vera það aðdráttarafl sem við öll viljum að hún verði. Hitt sem  ekki má gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn með allt sitt íhald komist til valda á  grunni orðræðu oddvitans sem endurspeglar gömlu valdablokkirnar í Sjálfstæðisflokknum.

Og alltaf þegar vonir eru bundnar við að gamalkunnar risaeðlur séu að slaka á klónni, birtast þær skyndilega eins og grameðlurnar í Júragarðinum.“

mbl.is

Innlent »

Nokkrir hlauparar fluttir á slysadeild

17:50 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í kringum Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fór í morgun. Flytja þurfti á bilinu 7-9 hlaupara til aðhlynningar á slysadeild sökum örmögnunar og er það minna en mörg fyrri ár. Meira »

Glaður Dagur á Menningarnótt

16:55 „Það er allt á fullu alls staðar og hvar sem maður fer er fullt af fólki með bros á vör,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mikið er um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem Menningarnótt fer fram í 23. skiptið. Meira »

Stefnir í yfir 50% kjörsókn

16:45 Ágætislíkur eru á að kjörsókn fari yfir 50 prósent í íbúakosningum í Árborg þar sem íbúar kjósa um aðal- og deiliskipulag nýs miðbæjar á Selfossi. Þetta segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar. Meira »

Tuga hvala vaða við Rif

15:30 Hátt í hundrað grindhvalir hafa safnast saman í hafnargarðinum við Rif á Snæfellsnesi. Ólíklegt er að um sömu hvalatorfu og varð innlyksa í Kolgrafafirði fyrr í mánuðinum sé að ræða þar sem kálfar eru í vöðunni við Rif. Björgunaraðilum hefur ekki tekist að reka þá út. Meira »

Missti sjónina á hálfu ári

13:59 Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson var 19 ára þegar hann missti sjónina, þá að ljúka námi á rafiðnaðarbraut og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr fullkominni hundrað prósenta sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári. Meira »

„Heppin að vera á lífi“

13:23 „Það hefur alltaf verið viðloðandi við kattahald að það séu einhverjir óábyrgir aðilar inn á milli. Við viljum ekki að það séu neinir kettlingar úti í kössum. Þessi grey eru bara heppin að vera á lífi. Þeir voru svo svakalega vannærðir og litlir. Þeir koma ekki úr góðum aðstæðum, það er alveg ljóst. Mamma þeirra var líka mjög vannærð,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

12:37 Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »

Munaði aðeins sjö sekúndum

11:55 Sigurvegarar í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel, en aðeins munaði sjö sekúndum á fyrsta og öðru sæti í karlaflokki. Meira »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiliskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »

Sundhöllin ekki friðuð

07:37 Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafriðunarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. deiliskipulagi. Meira »

Met slegið í söfnun áheita

07:34 Alls hafa 14.579 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer í dag í 35. sinn. Aldrei áður hafa jafnmargir skráð sig í 10 kílómetra hlaupið, auk þess sem það stefnir í metfjölda í svokölluðu þriggja kílómetra skemmtiskokki. Ljóst er enn fremur að metið í söfnun áheita, frá því í fyrra, hefur þegar verið slegið. Meira »
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Ukulele
...
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...