Krónan fín meðan þú átt hana

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, flytur stefnuræðu sína í dag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, flytur stefnuræðu sína í dag. mbl.is/Hilmar Bragi

„Íslenskt samfélag hefur pláss fyrir alla,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í Hljómahöllinni Reykjanesbæ í dag.

Þorgerður gerði jafnrétti, frjálslyndi og utanríkismál að umfjöllunarefni sínu í ræðunni.

„Í frjálslyndi okkar er fólgið umburðarlyndi. Umburðarlyndi fyrir ólíku fólki, ólíkum skoðunum og ólíkum viðfangsefnum. Ekkert okkar er eins - og það er pláss fyrir okkur öll. Við reynum að dæma ekki og ennþá síður að fordæma. Þannig er frjálslyndi í verki. Og þannig viljum við vera. Víðsýn - ekki þröngsýn. Fyrir alla - ekki suma,“ segir Þorgerður.

Meðvirkni og ótti við breytingar

„En hvers vegna er það þá sem Viðreisn, ungur flokkur sem skuldar engum hagsmunaöflum nokkurn skapaðan hlut, frjálslyndur velferðarflokkur, alþjóðasinnaður jafnréttisflokkur sem hefur fólk raunverulega í fyrirrúmi, styður við heilbrigt umhverfi fyrirtækja og segir úreltum viðhorfum stríð á hendur, fer ekki með himinskautum frá fyrsta degi? Í mínum huga er svarið tvíþætt.

Annars vegar það sem margir telja einn hættulegasta lífsstílssjúkdóm hins vestræna heims - meðvirkni. Hins vegar það sem er svo ríkt og skiljanlegt í mannlegu eðli - ótti við breytingar. Þú veist hvað þú hefur en ekki endilega hvað þú færð,“ segir Þorgerður.   

mbl.is/Hilmar Bragi

„Slík viðhorf lýsa tímaskekkju“

Þorgerður segir utanríkismál mikilvæg. „Þeir eru til sem segja að stjórnmálaflokkur sem gerir mikið úr stefnu sinni í utanríkismálum sé eins máls flokkur. En nú á öndverðri tuttugustu og fyrstu öld líta þeir sem þannig tala svolítið út eins og álfar úr hól grárrar forneskju. Eða við gætum sagt að þeir minni helst á staka steina út í einhverjum hádegismóanum. Staðreynd er að slík viðhorf lýsa tímaskekkju.

Það er einfaldlega ekki hægt að taka alhliða afstöðu til viðfangsefna samtímans nema hafa skýra sýn á það hvernig við skipum málum okkar sem best í samskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Að sleppa tækifærum á þeim vettvangi er það sama og sleppa tækifærum fyrir Ísland. Þeir sem halda að þau mál hafi verið afgreidd í eitt skipti fyrir öll fyrir áratugum skilja einfaldlega ekki breytingar samtímans.“

Meira talað um einangrun, veggi og girðingar

„Í dag horfum við á miklar hræringar í alþjóðasamfélaginu. Og það er mikil ólga í þeim vestræna hugmyndaheimi þar sem við höfum skipað okkur í sveit, bæði  austan hafs og vestan. Þetta kallar á endurmat á pólitískri og efnahagslegri stöðu okkar og þátttöku í fjölþjóðasamstarfi.

Bandaríkin eru að gera gömlum bandalagsþjóðum æ erfiðara um vik að líta á þau sem forysturíki. Þau eru markvisst að hverfa frá því skipulagi frjálsra heimsviðskipta sem þau sjálf komu á. Hugtök eins og skyldur við bandamenn í lýðræðisríkjum og frjáls viðskipti heyrast nú sjaldnar. Því meir er talað um einangrun, veggi, girðingar og tollmúra.

Frá landsþingi Viðreisnar í dag.
Frá landsþingi Viðreisnar í dag. mbl.is/Hilmar Bragi

Popúlismi af svipuðum toga hefur líka skotið rótum víða í Evrópu á jöðrunum yst til vinstri og hægri. Eftir Brexit áttu margir von á því að popúlisminn væri að taka yfir í álfunni. Sú hefur ekki orðið raunin enn. En popúlisminn er eigi að síður veruleiki bæði austan hafs og vestan sem ekki verður litið framhjá.“

Krónan sé fín meðan þú átt hana

Þorgerður segir krónuna stærstu áskorun sem við blasir við í því hvernig hægt sé að bæta íslenskan efnahag. „Íslenskri þjóð þykir vænt um krónuna sína, það á hana jú enginn annar í heiminum. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukkunnar velstandi. Um leið og þú skuldar hana er hún hins vegar slóttug og jafnvel ofbeldisfull. Hún hefur valdið meiri efnalegum mismun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónuhagkerfisins og hinna sem eru bundnir innan  þess.“

mbl.is/Hilmar Bragi

Þá kom fjallar hún um framboð Viðreisnar í Reykjavík. „Í Reykjavík förum við fyrir eigin vélarafli - og sú maskína er engin smásmíði enda verkefnið stórt og erindið mikilvægt. Tvennt má nefnilega ekki gerast.

Annars vegar að núverandi meirihluti Dags B. Eggertssonar haldi óbreyttur velli vegna þess að þörfin fyrir nýjar raddir, ferska vinda, viðsnúning í leikskóla- og menntunarmálum og margt fleira er gífurleg ef borgin á að standa undir  væntingum og vera það aðdráttarafl sem við öll viljum að hún verði. Hitt sem  ekki má gerast er að Sjálfstæðisflokkurinn með allt sitt íhald komist til valda á  grunni orðræðu oddvitans sem endurspeglar gömlu valdablokkirnar í Sjálfstæðisflokknum.

Og alltaf þegar vonir eru bundnar við að gamalkunnar risaeðlur séu að slaka á klónni, birtast þær skyndilega eins og grameðlurnar í Júragarðinum.“

mbl.is

Innlent »

Borgari stöðvaði þjóf

05:52 Almennur borgari stöðvaði mann sem var að stela reiðhjóli við Grettisgötu í nótt.  Meira »

Hjólastígar samræmdir

05:30 Unnið er að samræmingu á hönnun hjólastíga í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og endurbótum á stígakerfinu. Einnig á vetrarþjónusta að vera sú sama hvar sem hjólað er. Þá er áhugi á að draga úr hraða og bæta hjólamenninguna. Meira »

Matsgerð kostar yfir 100 milljónir

05:30 Tveir dómkvaddir matsmenn hafa í tæp fjögur ár unnið að greiningu á gögnum sem varða kröfusafn sem Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og ríkissjóði Íslands árið 2011. Meira »

Flak skipsins kemur upp úr sandi

05:30 Leifar flutningaskipsins Víkartinds eru nú sjáanlegar í Háfsfjöru við Þjórsárósa þar sem skipið strandaði fyrir tuttugu árum. Botn skipsins, kjölur og skrúfa eru nú komin upp úr sandinum sem hefur falið járnið í tuttugu ár. Meira »

Vilja breytingar í samfélaginu

05:30 Hópur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, sem óánægður er með framboðsmál flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, kom saman til lokaðs fundar í gærkvöldi. Meira »

Leiga hækkar meira en laun

05:30 Nýbirtar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9% í febrúar.  Meira »

Framkvæmir fyrir 1,7 milljarða

05:30 Útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Bandaríkjahers á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru birt í gær, 22. mars. Meira »

Flokkað sorp verði oftar hirt

05:30 Gera þarf betur í flokkun á sorpi í Reykjavík auk þess sem fjölga ætti sorphirðudögum í Grafarvogshverfi úr tveimur í þrjá í hverjum mánuði. Meira »

Tekjur skila ekki stofnkostnaðinum

05:30 Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar um hreinlætisaðstöðu í Dyrhólaey á Alþingi 19. mars síðastliðinn kom fram að Umhverfisstofnun gerir ekki ráð fyrir því að þjónustugjald, að upphæð 200 kr., geti skilað stofnkostnaði til baka. Meira »

Stefnt að sókn á öllum sviðum

Í gær, 23:25 „Þessi stefna ber með sér að það árar vel hjá ríkinu og það er stefnt að sókn á öllum sviðum á sama tíma og skuldir lækka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um nýsamþykkta fjármálastefnu ríkisins. Meira »

Listasafn á hjara veraldar

Í gær, 22:03 Aðeins fjórtán dagar eru eftir í söfnun Félags um Listasafn Samúels í Selárdal. Söfnuninni lýkur á miðnætti þann 4. apríl og vantar um 33% upp á það fjármagn sem þarf fyrir næsta áfanga í endurreisn þessa einstaka safns á hjara veraldar. Meira »

Ómar leiðir lista Fyrir Kópavog

Í gær, 21:30 Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Kópavog var samþykktur í netkosningu félagsmanna dagana 20.-21. mars. Ómar Stefánsson leiðir listann. Meira »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Stimplar
...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...