Reykjavík kom á óvart með frumlega hönnun

Sýningarsvæði Reykjavíkurborgar var í dag valið athyglisverðast á sýningunni Verk og vit sem haldin er í Laugardalshöll um helgina. Það var álit dómnefndar að bás borgarinnar væri öðruvísi og kæmi á óvart og hönnunin frumleg, endurnýtanleg og snjöll. Þá var það gagnvirknin og sýndarveruleikinn í básnum sem heillaði dómnefndina og þótti útfærslan vel til þess fallin að koma málefni eins og Borgarlinunni á framfæri.

„Ég vil byrja á því að þakka dómnefnd fyrir að viðurkenna afrakstur fjölbreytts hóps sem hefur unnið hörðum höndum að því að koma verkinu upp. Þakkir fara líka til Irmu Studio fyrir ótrúlega hæfni og fagmennsku í að framkvæma svona óhefðbundið verkefni,  Þ. Þorgrímsonar & Co. fyrir ómetanlegan stuðning og Eyþórs Jóvinssonar og öllum hjá Reykjavíkurborg fyrir að hafa þor og trú. Síðast en ekki síst þá vil ég þakka öllum sem koma að Verk og Vit því sýningin er frábært framlag þegar kemur að því að betrumbæta samvinnu og samtal milli hönnuða, verkfræðinga og tæknilegra aðila í iðnaðinum,“ segir Arnaldur Schram arkitekt.

Annað sætið hlaut ELEMENT. Að mati dómnefndar var þar á ferð stór og flott hugmynd með góðri hönnun og stílhreinni útfærslu. Í þriðja sæti voru Vinnupallar en álit dómnefndar var að bás fyrirtækisins væri einfaldur en kæmi vörum þess vel á framfæri.

Einnig veitti sýningarstjórn svokölluð Sýningarverðlaun og horfði þá aðallega til útlits og glæsileika básanna. Að þessu sinni voru það Límtré Vírnet, Armar og BYKO sem þóttu skara fram úr.

Bás Límtrés Vírnets þótti vel hannaður og áhugaverður. Eins þótti viðmót starfsfólksins gott sem gerði upplifunina enn betri. „Þetta er frábært og það er einmitt okkar stefna að hafa hlutina einfalda og þjónusta viðskiptavini vel. Það er búið að vera mjög gaman að taka þátt í þessari stórsýningu og greinilegt að við erum á réttri leið því fjöldi gesta er mikill og áhuginn einnig,“ segir Andri Daði Aðalsteinsson, markaðsstjóri Límtrés Vírnets. BYKO þótti með vel framsettan og opinn bás sem er trúr vörumerkinu BYKO. 

„Það er greinilegt að sýnendur lögðu sig alla fram við gerð básanna og eins skín það í gegn að starfsmenn fyrirtækjanna hafa mjög gaman að þessu. Sýningin í ár er virkilega sterk og efnismikil, svo þetta var erfitt val, en vinningshafarnir eiga viðurkenningu skilið,“ segir Elsa Giljan Kristjánsdóttir, sýningarstjóri Verk og vit 2016 og formaður dómnefndar.

Dómnefndina skipuðu þau Elísabet Sveinsdóttir, markaðssérfræðingur, Helgi Steinar Helgason, arkitekt hjá Tvíhorf arkitektum, Pálína Gísladóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar, Elsa Nielsen, grafískur hönnuður, og Elsa Giljan Kristjánsdóttir, sýningarstjóri Verks og vits 2018.

mbl.is

Innlent »

Hugsað sem meira stuð

22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »

13% upplifa áreiti af þjónustuþegum

16:40 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sker sig úr þegar skoðaðar eru tölur úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar þegar litið er til þess liðar er snýr að einelti áreitni og fordómum. 22,7% starfsmanna sviðsins segjast verða fyrir áreiti af hálfu þjónustuþega og 9,1% af hálfu kollega. Meira »

Tveir úr Norrænu stöðvaðir

16:37 Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn voru tveir farþegar á leið inn í landið stöðvaðir.  Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...