Ásrún Ösp vann fitnessmót í London

Ásrún fagnaði sigri um helgina.
Ásrún fagnaði sigri um helgina. Ljósmynd/Mummi Lú

Ásrún Ösp Vil­mund­ar­dótt­ir kom, sá og sigraði á Royal London Pro fitness-mótinu í gærkvöldi. Hún fór með sigur af hólmi í sínum flokki í fitness kvenna (e. figure fitness) varð einnig heildarsigurvegari mótsins sem tryggði henni atvinnumannaskírteini í fitness kvenna.

Samkvæmt upplýsingum frá Iceland fitness er þetta í annað skipti sem Íslendingur vinnur sér inn atvinnumannaskírteini í fitness en það var Margrét Gnarr sem vann sér inn réttindin í módelfitness (e. bikinifitness) árið 2013.

Þetta er annað mótið á nokkrum dögum sem Ásrún vinnur en hún vann einmitt sinn flokk á  Arnold Classic USA mót­inu í Col­umbus í Banda­ríkj­un­um 3.mars.

Ásrún Ösp og Hrönn Sigurðardóttir
Ásrún Ösp og Hrönn Sigurðardóttir Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert